Viljja minnka brotthvarf úr framhaldsskólum með námsgagnastyrkjum Birgir Olgeirsson skrifar 7. september 2017 21:45 Íslenskir framhaldsskólanemendur vinna mikið með skóla og er námsgagnastyrkurinn talinn geta dregið úr því. Vísir/Ernir Námsgagnastyrkur handa framhaldsskólanemum yrði fljótir að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Þetta er mat Ólafs Hjartar Sigurjónssonar, skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla, og Steins Jóhannssonar, konrektors við Menntaskólann í Hamrahlíð. Þeir birtu grein í Fréttablaðinu í dag þar sem þeir gera brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum að umræðuefni. Þeir segja ýmsar skýringar hafa verið nefndar en benda á að samkvæmt nýlegum rannsóknum vinna fimmtán til tuttugu prósent framhaldsskólanemenda fimmtán klukkustundir eða meira á viku með námi.Steinn Jóhannsson og Ólafur Hjörtur Sigurjónsson.Það hafi áhrif á skólasókn og námsárangur en þeir spyrja sig hvers vegna framhaldsskólanemar þurfa að vinna svo mikið með námi, og spyrja jafnframt hvort það megi annaðhvort rekja til bágborins efnahags fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þarfarinnar að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu. Þeir nefna að á Norðurlöndunum fái nemendur yngri en átján ára frí námsgögn sem hafi þau áhrif að ekki sé jafnmikil þörf fyrir að vinna með námi. Brotthvarf sé töluvert minna á Norðurlöndunum en á Íslandi og draga megi þá ályktun að þar vinni nemendur minna með skóla. Kostnaður við kaup á námsgögnum fyrir framhaldsskólanemendur getur hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn og það geti reynst efnalitlum fjölskyldum erfitt að koma til móts við nemendur yngri en átján ára sem stunda nám í framhaldsskóla. Þeir segja að enn hafi enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til kaupa á námsgögnum sem myndi að þeirra mati hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskóla. Átta þúsund nemendur stunda nám í framhaldsskólum sem eru undir átján ára aldri. Ef þeir ættu kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá telja þeir Ólafur og Steinn að það gæti skilað sér í minni vinnu nemenda með skóla, minna brotthvarfi, betri námsárangri og að nemendur lykju námi tilskyldum tíma. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Námsgagnastyrkur handa framhaldsskólanemum yrði fljótir að skila þjóðfélagslegum ávinningi fyrir samfélagið í heild sinni. Þetta er mat Ólafs Hjartar Sigurjónssonar, skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla, og Steins Jóhannssonar, konrektors við Menntaskólann í Hamrahlíð. Þeir birtu grein í Fréttablaðinu í dag þar sem þeir gera brotthvarf nemenda í íslenskum framhaldsskólum að umræðuefni. Þeir segja ýmsar skýringar hafa verið nefndar en benda á að samkvæmt nýlegum rannsóknum vinna fimmtán til tuttugu prósent framhaldsskólanemenda fimmtán klukkustundir eða meira á viku með námi.Steinn Jóhannsson og Ólafur Hjörtur Sigurjónsson.Það hafi áhrif á skólasókn og námsárangur en þeir spyrja sig hvers vegna framhaldsskólanemar þurfa að vinna svo mikið með námi, og spyrja jafnframt hvort það megi annaðhvort rekja til bágborins efnahags fjölskyldna þeirra eða einfaldlega þarfarinnar að vera þátttakandi í neyslusamfélaginu. Þeir nefna að á Norðurlöndunum fái nemendur yngri en átján ára frí námsgögn sem hafi þau áhrif að ekki sé jafnmikil þörf fyrir að vinna með námi. Brotthvarf sé töluvert minna á Norðurlöndunum en á Íslandi og draga megi þá ályktun að þar vinni nemendur minna með skóla. Kostnaður við kaup á námsgögnum fyrir framhaldsskólanemendur getur hlaupið á tugum þúsunda á hverri önn og það geti reynst efnalitlum fjölskyldum erfitt að koma til móts við nemendur yngri en átján ára sem stunda nám í framhaldsskóla. Þeir segja að enn hafi enginn mennta- og menningarmálaráðherra mælt fyrir slíkum stuðningi til kaupa á námsgögnum sem myndi að þeirra mati hafa mjög jákvæð áhrif á framhaldsskóla. Átta þúsund nemendur stunda nám í framhaldsskólum sem eru undir átján ára aldri. Ef þeir ættu kost á námsgagnastyrk fyrstu fjórar annirnar í framhaldsskóla þá telja þeir Ólafur og Steinn að það gæti skilað sér í minni vinnu nemenda með skóla, minna brotthvarfi, betri námsárangri og að nemendur lykju námi tilskyldum tíma.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira