Líklega elstu merki um landnám á Íslandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. júní 2017 07:00 Fornar rústir fundust fyrir tilviljun við gamla bæjarstæðið á Stöð árið 2003. Fornleifafræðingar rannsaka nú rústirnar. vísir/friðrik þór Fornleifarannsóknir á bænum Stöð í Stöðvarfirði hafa leitt í ljós að tveir skálar voru reistir þar á níundu og tíundu öld. Eldri skálinn er sennilega frá fyrri helmingi níundu aldar, frá því áratugum áður en Ingólfur Arnarson er sagður hafa numið Ísland, en líklegt þykir að hinn skálinn hafi verið byggður einhvern tímann á níundu eða tíundu öld. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem stýrir rannsóknunum, segir í samtali við Fréttablaðið að tilgáta rannsakenda sé sú að húsarústirnar á svæðinu hafi verið útstöð frá Skandinavíu eða öðrum norrænum byggðum á fyrri hluta níundu aldar. Þar hafi fólk dvalið áður en hefðbundið landnám hófst.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Það er ekkert sem hefur breyst í þeim efnum enn þá. Við gerum allt til þess að reyna að afsanna tilgátu okkar en það hefur ekki tekist enn sem komið er,“ segir hann. Þess má geta að mannvistarleifar frá svipuðum tíma hafa áður fundist í Kvosinni í Reykjavík, í Höfnum á Reykjanesi og Húshólma við Krýsuvík. Fornleifarnar voru rannsakaðar í ágúst og september í fyrra og var markmiðið fyrst og fremst að staðfesta að skálar hefðu verið reistir á staðnum. Bjarni segir hins vegar að langtímamarkmiðið sé að komast að því hvort um hafi verið að ræða hefðbundið landnámsbýli eða útstöð skömmu fyrir landnámið. Í sumar verður svæðið, og þá sérstaklega skálarnir tveir, kannað nánar. „Við hófumst aftur handa 1. júní. Við lentum strax í úrhelli og fimbulkulda, en nú er þetta farið að skána og allt komið á fullt,“ segir hann en hópur fornleifafræðinga undir stjórn Bjarna verður að störfum út mánuðinn. Fornleifarannsóknir Bjarna hlutu fyrr á árinu viðurkenningu sem ein tuttugu áhugaverðustu fornleifarannsókna á heimsvísu í fyrra. Í umsögn sérfræðinga Archaeofeed, sem stóð að útnefningunni, kom fram að rannsóknir Bjarna hefðu líklega leitt í ljós elstu merki um landnám á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Fornleifarannsóknir á bænum Stöð í Stöðvarfirði hafa leitt í ljós að tveir skálar voru reistir þar á níundu og tíundu öld. Eldri skálinn er sennilega frá fyrri helmingi níundu aldar, frá því áratugum áður en Ingólfur Arnarson er sagður hafa numið Ísland, en líklegt þykir að hinn skálinn hafi verið byggður einhvern tímann á níundu eða tíundu öld. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem stýrir rannsóknunum, segir í samtali við Fréttablaðið að tilgáta rannsakenda sé sú að húsarústirnar á svæðinu hafi verið útstöð frá Skandinavíu eða öðrum norrænum byggðum á fyrri hluta níundu aldar. Þar hafi fólk dvalið áður en hefðbundið landnám hófst.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Það er ekkert sem hefur breyst í þeim efnum enn þá. Við gerum allt til þess að reyna að afsanna tilgátu okkar en það hefur ekki tekist enn sem komið er,“ segir hann. Þess má geta að mannvistarleifar frá svipuðum tíma hafa áður fundist í Kvosinni í Reykjavík, í Höfnum á Reykjanesi og Húshólma við Krýsuvík. Fornleifarnar voru rannsakaðar í ágúst og september í fyrra og var markmiðið fyrst og fremst að staðfesta að skálar hefðu verið reistir á staðnum. Bjarni segir hins vegar að langtímamarkmiðið sé að komast að því hvort um hafi verið að ræða hefðbundið landnámsbýli eða útstöð skömmu fyrir landnámið. Í sumar verður svæðið, og þá sérstaklega skálarnir tveir, kannað nánar. „Við hófumst aftur handa 1. júní. Við lentum strax í úrhelli og fimbulkulda, en nú er þetta farið að skána og allt komið á fullt,“ segir hann en hópur fornleifafræðinga undir stjórn Bjarna verður að störfum út mánuðinn. Fornleifarannsóknir Bjarna hlutu fyrr á árinu viðurkenningu sem ein tuttugu áhugaverðustu fornleifarannsókna á heimsvísu í fyrra. Í umsögn sérfræðinga Archaeofeed, sem stóð að útnefningunni, kom fram að rannsóknir Bjarna hefðu líklega leitt í ljós elstu merki um landnám á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira