Allsherjar vanhæfi gæti vel orðið raunin í dómaramálinu Snærós Sindradóttir skrifar 7. júní 2017 07:00 Héraðsdómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur eru að minnsta kosti í mjög þröngri stöðu. Annað gæti gilt um héraðsdómara í öðrum umdæmum. vísir/gva „Ég held að það myndi enginn dómari vilja sitja í þessu máli fyrir héraðsdómi,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR, um fyrirhugað dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. Það bendir allt til þess að það muni reynast þrautin þyngri að finna dómara sem ekki eru vanhæfir í málinu. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að að minnsta kosti einn þeirra umsækjenda sem metnir voru hæfastir til dómarastarfsins, en fengu ekki skipun eftir tillögu ráðherra, hygðist fara í mál vegna þess. Aðrir liggja enn undir feldi og kanna réttarstöðu sína. Sigurður Tómas Magnússonvísir/aðsend Í gær greindi Fréttablaðið svo frá því að meðferð Alþingis við samþykkt tillögu dómsmálaráðherra hefði farið á svig við lög. Á það þyrfti að reyna fyrir dómi vegna hugsanlegrar bótaskyldu íslenska ríkisins. Umsækjendur um starfið voru 37 talsins. Þeir hafa nær allir víðtæk tengsl inn í lagastéttina, hafa verið héraðsdómarar eða starfað innan háskólanna. Þeir umsækjendur sem eru starfandi héraðsdómarar koma úr flestum héraðsdómstólum landsins. Þau tengsl geta skapað vanhæfi. „Þetta eru allt samstarfsmenn meira og minna eða sitjandi í hæfnisnefnd. Svo er augljóst að ef þetta færi fyrir Landsrétt þá væri allur Landsréttur vanhæfur. En héraðsdómurinn er líka meira og minna vanhæfur held ég,“ segir Sigurður Tómas. Dómstólaráði er þá falið að finna nýja héraðsdómara en ef það tekst ekki verður ráðherra falið að skipa dómara í málið. Líklega yrði þá fyrir valinn lögmaður sem ekki hefur neina dómarareynslu og stendur aðeins utan við þennan nátengda hóp, kæmi jafnvel úr stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherra er aftur á móti vanhæfur í málinu og svo gæti farið að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þyki vanhæfir vegna þess að allir tóku þeir þátt í afgreiðslu Alþingis á málinu, sem líklega var ólögmæt. „Yfirleitt hefur það verið þannig að þegar ráðherra er vanhæfur þá er annar ráðherra kallaður inn. Það hefði verið heppilegt að hafa utanþingsráðherra núna. En að skipa ráðherra bara til að framkvæma þetta væri alveg nýtt. Það er spurning hvort það þyrfti að skipa ráðherra ad hoc, og forseti myndi þá gera það, til að fara með málið. Það reynir á margt þegar svona óvenjulegir hlutir gerast. Þá reynir á þolrifin í þessu kerfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
„Ég held að það myndi enginn dómari vilja sitja í þessu máli fyrir héraðsdómi,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR, um fyrirhugað dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. Það bendir allt til þess að það muni reynast þrautin þyngri að finna dómara sem ekki eru vanhæfir í málinu. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að að minnsta kosti einn þeirra umsækjenda sem metnir voru hæfastir til dómarastarfsins, en fengu ekki skipun eftir tillögu ráðherra, hygðist fara í mál vegna þess. Aðrir liggja enn undir feldi og kanna réttarstöðu sína. Sigurður Tómas Magnússonvísir/aðsend Í gær greindi Fréttablaðið svo frá því að meðferð Alþingis við samþykkt tillögu dómsmálaráðherra hefði farið á svig við lög. Á það þyrfti að reyna fyrir dómi vegna hugsanlegrar bótaskyldu íslenska ríkisins. Umsækjendur um starfið voru 37 talsins. Þeir hafa nær allir víðtæk tengsl inn í lagastéttina, hafa verið héraðsdómarar eða starfað innan háskólanna. Þeir umsækjendur sem eru starfandi héraðsdómarar koma úr flestum héraðsdómstólum landsins. Þau tengsl geta skapað vanhæfi. „Þetta eru allt samstarfsmenn meira og minna eða sitjandi í hæfnisnefnd. Svo er augljóst að ef þetta færi fyrir Landsrétt þá væri allur Landsréttur vanhæfur. En héraðsdómurinn er líka meira og minna vanhæfur held ég,“ segir Sigurður Tómas. Dómstólaráði er þá falið að finna nýja héraðsdómara en ef það tekst ekki verður ráðherra falið að skipa dómara í málið. Líklega yrði þá fyrir valinn lögmaður sem ekki hefur neina dómarareynslu og stendur aðeins utan við þennan nátengda hóp, kæmi jafnvel úr stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherra er aftur á móti vanhæfur í málinu og svo gæti farið að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þyki vanhæfir vegna þess að allir tóku þeir þátt í afgreiðslu Alþingis á málinu, sem líklega var ólögmæt. „Yfirleitt hefur það verið þannig að þegar ráðherra er vanhæfur þá er annar ráðherra kallaður inn. Það hefði verið heppilegt að hafa utanþingsráðherra núna. En að skipa ráðherra bara til að framkvæma þetta væri alveg nýtt. Það er spurning hvort það þyrfti að skipa ráðherra ad hoc, og forseti myndi þá gera það, til að fara með málið. Það reynir á margt þegar svona óvenjulegir hlutir gerast. Þá reynir á þolrifin í þessu kerfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00
Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent