„Ég vil bara að þetta hætti“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. júní 2017 19:00 Ellefu ára strákur stórslasaðist þegar framdekk losnaði af hjólinu hans. Móðir hans telur líklegt að einhver hafi losað dekkið þar sem gríðarlegt handafl þarf til. Líkt og aðra morgna hjólaði Arnar Máni stutta leið í skólann á þriðjudaginn. Leiðin var næstum hálfnuð þegar hann hjólaði yfir hraðahindrun og dekkið losnaði frá með hrikalegum afleiðingum. „Ég var bara að bruna niður brekkuna í skólann. Síðan ætlaði ég að stökkva niður hraðahindrun. Þá datt framdekkið af og ég steypist á andlitið og rann og hljóp yfir í næsta hús," segir Arnar Máni Andersen. Arnar lenti beint á höfðinu og rann þannig með fram götunni. Sem betur fer var hann með hjálm á höfði en hjálmurinn brotnaði og er illa farinn eftir slysið. „Hann rennur mjög illa og það flagnar allt upp innan úr vörinni, það kemur gat á efri vörina og skurður á enni. Síðan held ég líka að sálartetrið hafi verið lostið í gær," segir Katrín Rafnsdóttir, móðir Arnars. Eftir atvikið heyrðu mæðginin af því að atvikið væri ekki einangrað og að eitthvað væri um að krakkar væru að losa um dekkin hjá skólafélögum. Þá hafi annað tilvik komið upp á Akranesi og að mál af þessu tagi komi reglulega upp erlendis. Hún telur alveg ljóst að dekkið hafi ekki losnað af sjálfu sér þar sem mikið handafl þarf til verksins. „Félagi hans hefur líka lent í þessu en sá það í tæka tíð og bað mömmu sína um að koma og ná í sig," segir Katrín. Móðirin hafði samband við skólann en skólastjórnendur höfðu ekki heyrt af þessu. Til stendur að fara yfir myndavélar og athuga hvort eitthvað grunsamlegt sjáist. Hún segist þó ekki vera að leita af sökudólgum. „Ég vil bara að þetta hætti. Svo að aðrir lendi ekki í þessu eða einhverju verra," segir Katrín. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Ellefu ára strákur stórslasaðist þegar framdekk losnaði af hjólinu hans. Móðir hans telur líklegt að einhver hafi losað dekkið þar sem gríðarlegt handafl þarf til. Líkt og aðra morgna hjólaði Arnar Máni stutta leið í skólann á þriðjudaginn. Leiðin var næstum hálfnuð þegar hann hjólaði yfir hraðahindrun og dekkið losnaði frá með hrikalegum afleiðingum. „Ég var bara að bruna niður brekkuna í skólann. Síðan ætlaði ég að stökkva niður hraðahindrun. Þá datt framdekkið af og ég steypist á andlitið og rann og hljóp yfir í næsta hús," segir Arnar Máni Andersen. Arnar lenti beint á höfðinu og rann þannig með fram götunni. Sem betur fer var hann með hjálm á höfði en hjálmurinn brotnaði og er illa farinn eftir slysið. „Hann rennur mjög illa og það flagnar allt upp innan úr vörinni, það kemur gat á efri vörina og skurður á enni. Síðan held ég líka að sálartetrið hafi verið lostið í gær," segir Katrín Rafnsdóttir, móðir Arnars. Eftir atvikið heyrðu mæðginin af því að atvikið væri ekki einangrað og að eitthvað væri um að krakkar væru að losa um dekkin hjá skólafélögum. Þá hafi annað tilvik komið upp á Akranesi og að mál af þessu tagi komi reglulega upp erlendis. Hún telur alveg ljóst að dekkið hafi ekki losnað af sjálfu sér þar sem mikið handafl þarf til verksins. „Félagi hans hefur líka lent í þessu en sá það í tæka tíð og bað mömmu sína um að koma og ná í sig," segir Katrín. Móðirin hafði samband við skólann en skólastjórnendur höfðu ekki heyrt af þessu. Til stendur að fara yfir myndavélar og athuga hvort eitthvað grunsamlegt sjáist. Hún segist þó ekki vera að leita af sökudólgum. „Ég vil bara að þetta hætti. Svo að aðrir lendi ekki í þessu eða einhverju verra," segir Katrín.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira