„Ég vil bara að þetta hætti“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. júní 2017 19:00 Ellefu ára strákur stórslasaðist þegar framdekk losnaði af hjólinu hans. Móðir hans telur líklegt að einhver hafi losað dekkið þar sem gríðarlegt handafl þarf til. Líkt og aðra morgna hjólaði Arnar Máni stutta leið í skólann á þriðjudaginn. Leiðin var næstum hálfnuð þegar hann hjólaði yfir hraðahindrun og dekkið losnaði frá með hrikalegum afleiðingum. „Ég var bara að bruna niður brekkuna í skólann. Síðan ætlaði ég að stökkva niður hraðahindrun. Þá datt framdekkið af og ég steypist á andlitið og rann og hljóp yfir í næsta hús," segir Arnar Máni Andersen. Arnar lenti beint á höfðinu og rann þannig með fram götunni. Sem betur fer var hann með hjálm á höfði en hjálmurinn brotnaði og er illa farinn eftir slysið. „Hann rennur mjög illa og það flagnar allt upp innan úr vörinni, það kemur gat á efri vörina og skurður á enni. Síðan held ég líka að sálartetrið hafi verið lostið í gær," segir Katrín Rafnsdóttir, móðir Arnars. Eftir atvikið heyrðu mæðginin af því að atvikið væri ekki einangrað og að eitthvað væri um að krakkar væru að losa um dekkin hjá skólafélögum. Þá hafi annað tilvik komið upp á Akranesi og að mál af þessu tagi komi reglulega upp erlendis. Hún telur alveg ljóst að dekkið hafi ekki losnað af sjálfu sér þar sem mikið handafl þarf til verksins. „Félagi hans hefur líka lent í þessu en sá það í tæka tíð og bað mömmu sína um að koma og ná í sig," segir Katrín. Móðirin hafði samband við skólann en skólastjórnendur höfðu ekki heyrt af þessu. Til stendur að fara yfir myndavélar og athuga hvort eitthvað grunsamlegt sjáist. Hún segist þó ekki vera að leita af sökudólgum. „Ég vil bara að þetta hætti. Svo að aðrir lendi ekki í þessu eða einhverju verra," segir Katrín. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Ellefu ára strákur stórslasaðist þegar framdekk losnaði af hjólinu hans. Móðir hans telur líklegt að einhver hafi losað dekkið þar sem gríðarlegt handafl þarf til. Líkt og aðra morgna hjólaði Arnar Máni stutta leið í skólann á þriðjudaginn. Leiðin var næstum hálfnuð þegar hann hjólaði yfir hraðahindrun og dekkið losnaði frá með hrikalegum afleiðingum. „Ég var bara að bruna niður brekkuna í skólann. Síðan ætlaði ég að stökkva niður hraðahindrun. Þá datt framdekkið af og ég steypist á andlitið og rann og hljóp yfir í næsta hús," segir Arnar Máni Andersen. Arnar lenti beint á höfðinu og rann þannig með fram götunni. Sem betur fer var hann með hjálm á höfði en hjálmurinn brotnaði og er illa farinn eftir slysið. „Hann rennur mjög illa og það flagnar allt upp innan úr vörinni, það kemur gat á efri vörina og skurður á enni. Síðan held ég líka að sálartetrið hafi verið lostið í gær," segir Katrín Rafnsdóttir, móðir Arnars. Eftir atvikið heyrðu mæðginin af því að atvikið væri ekki einangrað og að eitthvað væri um að krakkar væru að losa um dekkin hjá skólafélögum. Þá hafi annað tilvik komið upp á Akranesi og að mál af þessu tagi komi reglulega upp erlendis. Hún telur alveg ljóst að dekkið hafi ekki losnað af sjálfu sér þar sem mikið handafl þarf til verksins. „Félagi hans hefur líka lent í þessu en sá það í tæka tíð og bað mömmu sína um að koma og ná í sig," segir Katrín. Móðirin hafði samband við skólann en skólastjórnendur höfðu ekki heyrt af þessu. Til stendur að fara yfir myndavélar og athuga hvort eitthvað grunsamlegt sjáist. Hún segist þó ekki vera að leita af sökudólgum. „Ég vil bara að þetta hætti. Svo að aðrir lendi ekki í þessu eða einhverju verra," segir Katrín.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira