Erlent

Vann rúmar 800 milljónir króna í Víkingalottó

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einn Dani hafði svo sannarlega heppnina með sér í kvöld.
Einn Dani hafði svo sannarlega heppnina með sér í kvöld. vísir/getty
Einn Dani hafði heppnina með sér í kvöld þegar hann vann 832 milljónir króna í Víkingalottói. Daninn var með allar sex tölurnar réttar auk svokallaðrar Víkingatölu en enginn var með 2. vinninginn, það er sex tölur réttar.

Einn íslenskur spilari vann svo þriðja vinning, var með fimm tölur réttar, og hlaut tæpar 2 milljónir króna í verðlaun. Vinningsmiðinn var seldur í Vídeómarkaðnum í Hamraborg í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×