Skotvopnaæfingum lögreglu fjölgað mikið Snærós Sindradóttir skrifar 14. júní 2017 09:00 Almennir lögregluþjónar hafa fengið mikla þjálfun í meðhöndlun skotvopna. Fréttablaðið/Eyþór Lögreglumál Á síðustu þremur árum hefur orðið veruleg aukning í skotvopnaæfingum almennra lögreglumanna frá því sem áður var. Áður en nýjar reglur um aðgerðaþjálfun tóku gildi, fyrir um þremur árum, var engin markviss eða samræmd þjálfun í meðhöndlun skotvopna. „Á heildina litið er um verulega aukningu að ræða og þjálfunin er mun markvissari og meira tengd við aðra aðgerðaþjálfun,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Æfingatími sérsveitar er óbreyttur og sérsveitin er alltaf vopnuð í útköllum. Reglurnar samræmdu og stórjuku hins vegar þjálfun allra almennra lögreglumanna. Þjálfun svokallaðra aðgerðahópa er nú 99 klukkustundir, sem jafngildir um tveimur og hálfri vinnuviku, á hverju ári. Inni í þeim tíma eru skotæfingar en einnig svokölluð mannfjöldastjórnun. Almennt útkallslið lögreglunnar hlýtur 69 klukkustunda þjálfun árlega, eða tæplega tvær vinnuvikur. Mismunurinn á milli aðgerðahópa og almenns útkallsliðs felst fyrst og fremst í þeim tímafjölda sem fer í þjálfun mannfjöldastjórnunar. „Fjöldi skotæfinga getur verið mismunandi milli ára. Áður fyrr var mjög mismunandi á milli embætta hversu mikil skotvopnaþjálfunin var og hjá sumum liðum hafði dregið úr skotæfingum,“ segir Jón. Áður en reglur voru settar um 69 eða 99 klukkustunda þjálfun á ári var ekkert skipulag á því hversu mikla skotvopnaþjálfun almennir lögreglumenn skyldu fá árlega og mjög misjafnlega að því staðið á milli embætta. Æfingar jukust í öllum tilfellum við setningu nýju þjálfunaráætlunarinnar. Það var í lok árs 2015 sem skammbyssum var komið fyrir í vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lengi hefur tíðkast að lögreglan í dreifðari byggðum hafi aðgang að skotvopni til að bregðast við útköllum þar sem viðbragðstími sérsveitar væri langur. Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Lögreglumál Á síðustu þremur árum hefur orðið veruleg aukning í skotvopnaæfingum almennra lögreglumanna frá því sem áður var. Áður en nýjar reglur um aðgerðaþjálfun tóku gildi, fyrir um þremur árum, var engin markviss eða samræmd þjálfun í meðhöndlun skotvopna. „Á heildina litið er um verulega aukningu að ræða og þjálfunin er mun markvissari og meira tengd við aðra aðgerðaþjálfun,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Æfingatími sérsveitar er óbreyttur og sérsveitin er alltaf vopnuð í útköllum. Reglurnar samræmdu og stórjuku hins vegar þjálfun allra almennra lögreglumanna. Þjálfun svokallaðra aðgerðahópa er nú 99 klukkustundir, sem jafngildir um tveimur og hálfri vinnuviku, á hverju ári. Inni í þeim tíma eru skotæfingar en einnig svokölluð mannfjöldastjórnun. Almennt útkallslið lögreglunnar hlýtur 69 klukkustunda þjálfun árlega, eða tæplega tvær vinnuvikur. Mismunurinn á milli aðgerðahópa og almenns útkallsliðs felst fyrst og fremst í þeim tímafjölda sem fer í þjálfun mannfjöldastjórnunar. „Fjöldi skotæfinga getur verið mismunandi milli ára. Áður fyrr var mjög mismunandi á milli embætta hversu mikil skotvopnaþjálfunin var og hjá sumum liðum hafði dregið úr skotæfingum,“ segir Jón. Áður en reglur voru settar um 69 eða 99 klukkustunda þjálfun á ári var ekkert skipulag á því hversu mikla skotvopnaþjálfun almennir lögreglumenn skyldu fá árlega og mjög misjafnlega að því staðið á milli embætta. Æfingar jukust í öllum tilfellum við setningu nýju þjálfunaráætlunarinnar. Það var í lok árs 2015 sem skammbyssum var komið fyrir í vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lengi hefur tíðkast að lögreglan í dreifðari byggðum hafi aðgang að skotvopni til að bregðast við útköllum þar sem viðbragðstími sérsveitar væri langur.
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira