Borgarstjóri ekki látinn vita af vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júní 2017 19:30 Borgarstjóri telur eðlilegt að hann sé látinn vita steðji ógn að íbúum borgarinnar en hann segist ekki hafa verið upplýstur um ákvörðun Ríkislögreglustjóra að sérsveitarmenn beri skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn þar sem fjölmenni kemur saman, hefur vakið upp misjöfn viðbrögð. Borgarstjóri vill fá rök fyrir því af hverju þessi ákvörðun var tekin og á hvaða grundvelli og vill funda með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. „Ég hef verið talsmaður sýnilegrar löggæslu, almennrar löggæslu sem er óvopnuð og ég held að það sé svona hinn íslenski stíll,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.En ertu sáttur við ákvörðunina?„Ég þarf að fara yfir og heyra rökin fyrir henni áður en ég get tjáð mig um það og ég á fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í næstu viku,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar fordæmdi ákvörðun Ríkislögreglustjóra í færslu á samfélagsmiðlum gær og í umræðuþræði tengdum færslunni segir Líf að; "Það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað." Er ekki hættulegt þegar stjórnmálamenn úr pólitíkinni eru að tjá sig með þessum hætti eins og forseti borgarstjórnar gerir, að þau eru í rauninni að taka á sig ábyrgð með þessum orðum sem að Ríkislögreglustjóri á að vera með? „Ég held að þarna sé verið að spyrja spurninga. Til hvers er verið að vísa? Hvaða mat liggi til grundvallar eða bara hvort það sé verið að taka upp nýjan stíl?Treystir þú ákvörðun Ríkislögreglustjóra?„Ég ætla að fara yfir þetta með lögreglunni og...“En treystir þú ákvörðuninni?„Hans er valdið að taka þessa ákvörðun en við sem að berum ábyrgð á samfélaginu. Ef að þetta snýst um nýtt hættumat að þá teldi ég eðlilegt að mér yrði gert viðvart um það fyrir fram ef að íbúum þessarar borgar væri hætta búin,“ segir Dagur. Skotvopn lögreglu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Borgarstjóri telur eðlilegt að hann sé látinn vita steðji ógn að íbúum borgarinnar en hann segist ekki hafa verið upplýstur um ákvörðun Ríkislögreglustjóra að sérsveitarmenn beri skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn þar sem fjölmenni kemur saman, hefur vakið upp misjöfn viðbrögð. Borgarstjóri vill fá rök fyrir því af hverju þessi ákvörðun var tekin og á hvaða grundvelli og vill funda með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. „Ég hef verið talsmaður sýnilegrar löggæslu, almennrar löggæslu sem er óvopnuð og ég held að það sé svona hinn íslenski stíll,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.En ertu sáttur við ákvörðunina?„Ég þarf að fara yfir og heyra rökin fyrir henni áður en ég get tjáð mig um það og ég á fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í næstu viku,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar fordæmdi ákvörðun Ríkislögreglustjóra í færslu á samfélagsmiðlum gær og í umræðuþræði tengdum færslunni segir Líf að; "Það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað." Er ekki hættulegt þegar stjórnmálamenn úr pólitíkinni eru að tjá sig með þessum hætti eins og forseti borgarstjórnar gerir, að þau eru í rauninni að taka á sig ábyrgð með þessum orðum sem að Ríkislögreglustjóri á að vera með? „Ég held að þarna sé verið að spyrja spurninga. Til hvers er verið að vísa? Hvaða mat liggi til grundvallar eða bara hvort það sé verið að taka upp nýjan stíl?Treystir þú ákvörðun Ríkislögreglustjóra?„Ég ætla að fara yfir þetta með lögreglunni og...“En treystir þú ákvörðuninni?„Hans er valdið að taka þessa ákvörðun en við sem að berum ábyrgð á samfélaginu. Ef að þetta snýst um nýtt hættumat að þá teldi ég eðlilegt að mér yrði gert viðvart um það fyrir fram ef að íbúum þessarar borgar væri hætta búin,“ segir Dagur.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira