Samstarf um sölu sáraroðs í þremur löndum í Asíu Svavar Hávarðsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Talið er að koma megi í veg fyrir 85% allra aflimana vegna sykursýki – ekki síst með réttri sárameðferð. Mynd/Kerecis Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen. Lyfjarisinn mun markaðssetja sáraroð Kerecis í Asíu, en það er nýtt til meðhöndlunar á þrálátum sárum, sem oft eru tilkomin vegna sykursýki. Samstarf fyrirtækjanna nær fyrst um sinn til Suður-Kóreu, Taívans og Taílands. Þar verða vörur Kerecis, sem gerðar eru úr þorskroði, hluti af vöruframboði Alvogen sem ætlað er sérstaklega fyrir sjúkrahús. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, segir að opinberar tölur frá Alþjóðasamtökum sykursjúkra (IMF) bendi til þess að ekki færri en níu milljónir manna þjáist af sykursýki í löndunum þremur. Á sama tíma séu líkurnar fyrir því að einstaklingur með sykursýki missi útlim vegna sykursýki tuttugu og fimm faldar miðað við þá sem ekki hafa sjúkdóminn. Á sama tíma þurfa 30 til 50% allra sem misst hafa útlim vegna sjúkdómsins að undirgangast aðra slíka aðgerð, en koma má í veg fyrir allt að 85% aflimana með réttri meðferð. Sáraroð Kerecis er einmitt til þess ætlað; að lækna þrálát sár sem annars valda því að læknum er nauðugur einn kostur að aflima sjúklinga sína. Það er aukinn áhugi hjá lyfjafyrirtækjum á vefjaviðgerð á heimsvísu en fyrr í ár keypti lyfjarisinn Allergan vefjaviðgerðarfyrirtækið Lifecell fyrir 2,9 milljarða dollara. Lifecell byggir vörur sínar á svína- og líkhúð. Rætur Allergan eru að hluta íslenskar en Actavis keypti Allergan árið 2014 og breytti nafni hins sameinaða fyrirtækis í Allergan. „Við erum samkeppnisaðili Lifecell og með betri tækni að okkar mati, en auðvitað komin miklu skemur á veg,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að 60% aflimana vegna sykursýki á heimsvísu séu í Asíu. „Á sama tíma hefur vara eins og okkar verið lítið notuð í álfunni og við teljum Alvogen réttan samstarfsaðila til að kynna okkar vöru á þessum stóra markaði,“ segir Guðmundur. Í tilefni samningsins sagði forstjóri Alvogen, Róbert Wessman, að lyf og meðhöndlunarefni fyrir sykursýki og fylgikvilla séu vaxtarmarkaður sem Alvogen leggi áherslu á. „Samstarfssamningur Kerecis og Alvogen mun styrkja vöruframboð okkar á markaði fyrir sykursýki og bæta vöruframboð Alvogen á sjúkrahúshluta þessa mikilvæga markaðar,“ segir Róbert. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að góð reynsla af samstarfi Kerecis og bandarískra varnarmálayfirvalda hefur orðið til þess að síðar á þessu ári verður nýrri vöru fyrirtækisins hleypt af stokkunum. Nýja varan er til að meðhöndla skot- og brunasár. Vel hefur gengið að byggja upp sölukerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum, byggt á þeim árangri sem samstarfið hefur skilað. Kerecis hefur vaxið hratt undanfarin misseri og leggur félagið megináherslu á Bandaríkjamarkað þar sem sáraroð félagsins er endurgreitt hjá tryggingafélögum í öllum fylkjum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Stefna á 5% hlut af 80 milljarða markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á n 25. mars 2017 07:00 Unnið með skot- og brunasár Lækningavörufyrirtækið Kerecis útvíkkar samstarf sitt við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fjölmargir sérfræðingar í meðhöndlun lífshættulegra sára hittast á ráðstefnu á vegum Kerecis árlega. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen. Lyfjarisinn mun markaðssetja sáraroð Kerecis í Asíu, en það er nýtt til meðhöndlunar á þrálátum sárum, sem oft eru tilkomin vegna sykursýki. Samstarf fyrirtækjanna nær fyrst um sinn til Suður-Kóreu, Taívans og Taílands. Þar verða vörur Kerecis, sem gerðar eru úr þorskroði, hluti af vöruframboði Alvogen sem ætlað er sérstaklega fyrir sjúkrahús. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, segir að opinberar tölur frá Alþjóðasamtökum sykursjúkra (IMF) bendi til þess að ekki færri en níu milljónir manna þjáist af sykursýki í löndunum þremur. Á sama tíma séu líkurnar fyrir því að einstaklingur með sykursýki missi útlim vegna sykursýki tuttugu og fimm faldar miðað við þá sem ekki hafa sjúkdóminn. Á sama tíma þurfa 30 til 50% allra sem misst hafa útlim vegna sjúkdómsins að undirgangast aðra slíka aðgerð, en koma má í veg fyrir allt að 85% aflimana með réttri meðferð. Sáraroð Kerecis er einmitt til þess ætlað; að lækna þrálát sár sem annars valda því að læknum er nauðugur einn kostur að aflima sjúklinga sína. Það er aukinn áhugi hjá lyfjafyrirtækjum á vefjaviðgerð á heimsvísu en fyrr í ár keypti lyfjarisinn Allergan vefjaviðgerðarfyrirtækið Lifecell fyrir 2,9 milljarða dollara. Lifecell byggir vörur sínar á svína- og líkhúð. Rætur Allergan eru að hluta íslenskar en Actavis keypti Allergan árið 2014 og breytti nafni hins sameinaða fyrirtækis í Allergan. „Við erum samkeppnisaðili Lifecell og með betri tækni að okkar mati, en auðvitað komin miklu skemur á veg,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að 60% aflimana vegna sykursýki á heimsvísu séu í Asíu. „Á sama tíma hefur vara eins og okkar verið lítið notuð í álfunni og við teljum Alvogen réttan samstarfsaðila til að kynna okkar vöru á þessum stóra markaði,“ segir Guðmundur. Í tilefni samningsins sagði forstjóri Alvogen, Róbert Wessman, að lyf og meðhöndlunarefni fyrir sykursýki og fylgikvilla séu vaxtarmarkaður sem Alvogen leggi áherslu á. „Samstarfssamningur Kerecis og Alvogen mun styrkja vöruframboð okkar á markaði fyrir sykursýki og bæta vöruframboð Alvogen á sjúkrahúshluta þessa mikilvæga markaðar,“ segir Róbert. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að góð reynsla af samstarfi Kerecis og bandarískra varnarmálayfirvalda hefur orðið til þess að síðar á þessu ári verður nýrri vöru fyrirtækisins hleypt af stokkunum. Nýja varan er til að meðhöndla skot- og brunasár. Vel hefur gengið að byggja upp sölukerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum, byggt á þeim árangri sem samstarfið hefur skilað. Kerecis hefur vaxið hratt undanfarin misseri og leggur félagið megináherslu á Bandaríkjamarkað þar sem sáraroð félagsins er endurgreitt hjá tryggingafélögum í öllum fylkjum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Stefna á 5% hlut af 80 milljarða markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á n 25. mars 2017 07:00 Unnið með skot- og brunasár Lækningavörufyrirtækið Kerecis útvíkkar samstarf sitt við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fjölmargir sérfræðingar í meðhöndlun lífshættulegra sára hittast á ráðstefnu á vegum Kerecis árlega. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Stefna á 5% hlut af 80 milljarða markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á n 25. mars 2017 07:00
Unnið með skot- og brunasár Lækningavörufyrirtækið Kerecis útvíkkar samstarf sitt við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fjölmargir sérfræðingar í meðhöndlun lífshættulegra sára hittast á ráðstefnu á vegum Kerecis árlega. 15. mars 2017 10:00