Samstarf um sölu sáraroðs í þremur löndum í Asíu Svavar Hávarðsson skrifar 15. apríl 2017 07:00 Talið er að koma megi í veg fyrir 85% allra aflimana vegna sykursýki – ekki síst með réttri sárameðferð. Mynd/Kerecis Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen. Lyfjarisinn mun markaðssetja sáraroð Kerecis í Asíu, en það er nýtt til meðhöndlunar á þrálátum sárum, sem oft eru tilkomin vegna sykursýki. Samstarf fyrirtækjanna nær fyrst um sinn til Suður-Kóreu, Taívans og Taílands. Þar verða vörur Kerecis, sem gerðar eru úr þorskroði, hluti af vöruframboði Alvogen sem ætlað er sérstaklega fyrir sjúkrahús. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, segir að opinberar tölur frá Alþjóðasamtökum sykursjúkra (IMF) bendi til þess að ekki færri en níu milljónir manna þjáist af sykursýki í löndunum þremur. Á sama tíma séu líkurnar fyrir því að einstaklingur með sykursýki missi útlim vegna sykursýki tuttugu og fimm faldar miðað við þá sem ekki hafa sjúkdóminn. Á sama tíma þurfa 30 til 50% allra sem misst hafa útlim vegna sjúkdómsins að undirgangast aðra slíka aðgerð, en koma má í veg fyrir allt að 85% aflimana með réttri meðferð. Sáraroð Kerecis er einmitt til þess ætlað; að lækna þrálát sár sem annars valda því að læknum er nauðugur einn kostur að aflima sjúklinga sína. Það er aukinn áhugi hjá lyfjafyrirtækjum á vefjaviðgerð á heimsvísu en fyrr í ár keypti lyfjarisinn Allergan vefjaviðgerðarfyrirtækið Lifecell fyrir 2,9 milljarða dollara. Lifecell byggir vörur sínar á svína- og líkhúð. Rætur Allergan eru að hluta íslenskar en Actavis keypti Allergan árið 2014 og breytti nafni hins sameinaða fyrirtækis í Allergan. „Við erum samkeppnisaðili Lifecell og með betri tækni að okkar mati, en auðvitað komin miklu skemur á veg,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að 60% aflimana vegna sykursýki á heimsvísu séu í Asíu. „Á sama tíma hefur vara eins og okkar verið lítið notuð í álfunni og við teljum Alvogen réttan samstarfsaðila til að kynna okkar vöru á þessum stóra markaði,“ segir Guðmundur. Í tilefni samningsins sagði forstjóri Alvogen, Róbert Wessman, að lyf og meðhöndlunarefni fyrir sykursýki og fylgikvilla séu vaxtarmarkaður sem Alvogen leggi áherslu á. „Samstarfssamningur Kerecis og Alvogen mun styrkja vöruframboð okkar á markaði fyrir sykursýki og bæta vöruframboð Alvogen á sjúkrahúshluta þessa mikilvæga markaðar,“ segir Róbert. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að góð reynsla af samstarfi Kerecis og bandarískra varnarmálayfirvalda hefur orðið til þess að síðar á þessu ári verður nýrri vöru fyrirtækisins hleypt af stokkunum. Nýja varan er til að meðhöndla skot- og brunasár. Vel hefur gengið að byggja upp sölukerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum, byggt á þeim árangri sem samstarfið hefur skilað. Kerecis hefur vaxið hratt undanfarin misseri og leggur félagið megináherslu á Bandaríkjamarkað þar sem sáraroð félagsins er endurgreitt hjá tryggingafélögum í öllum fylkjum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Stefna á 5% hlut af 80 milljarða markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á n 25. mars 2017 07:00 Unnið með skot- og brunasár Lækningavörufyrirtækið Kerecis útvíkkar samstarf sitt við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fjölmargir sérfræðingar í meðhöndlun lífshættulegra sára hittast á ráðstefnu á vegum Kerecis árlega. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Ísfirska lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen. Lyfjarisinn mun markaðssetja sáraroð Kerecis í Asíu, en það er nýtt til meðhöndlunar á þrálátum sárum, sem oft eru tilkomin vegna sykursýki. Samstarf fyrirtækjanna nær fyrst um sinn til Suður-Kóreu, Taívans og Taílands. Þar verða vörur Kerecis, sem gerðar eru úr þorskroði, hluti af vöruframboði Alvogen sem ætlað er sérstaklega fyrir sjúkrahús. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, segir að opinberar tölur frá Alþjóðasamtökum sykursjúkra (IMF) bendi til þess að ekki færri en níu milljónir manna þjáist af sykursýki í löndunum þremur. Á sama tíma séu líkurnar fyrir því að einstaklingur með sykursýki missi útlim vegna sykursýki tuttugu og fimm faldar miðað við þá sem ekki hafa sjúkdóminn. Á sama tíma þurfa 30 til 50% allra sem misst hafa útlim vegna sjúkdómsins að undirgangast aðra slíka aðgerð, en koma má í veg fyrir allt að 85% aflimana með réttri meðferð. Sáraroð Kerecis er einmitt til þess ætlað; að lækna þrálát sár sem annars valda því að læknum er nauðugur einn kostur að aflima sjúklinga sína. Það er aukinn áhugi hjá lyfjafyrirtækjum á vefjaviðgerð á heimsvísu en fyrr í ár keypti lyfjarisinn Allergan vefjaviðgerðarfyrirtækið Lifecell fyrir 2,9 milljarða dollara. Lifecell byggir vörur sínar á svína- og líkhúð. Rætur Allergan eru að hluta íslenskar en Actavis keypti Allergan árið 2014 og breytti nafni hins sameinaða fyrirtækis í Allergan. „Við erum samkeppnisaðili Lifecell og með betri tækni að okkar mati, en auðvitað komin miklu skemur á veg,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að 60% aflimana vegna sykursýki á heimsvísu séu í Asíu. „Á sama tíma hefur vara eins og okkar verið lítið notuð í álfunni og við teljum Alvogen réttan samstarfsaðila til að kynna okkar vöru á þessum stóra markaði,“ segir Guðmundur. Í tilefni samningsins sagði forstjóri Alvogen, Róbert Wessman, að lyf og meðhöndlunarefni fyrir sykursýki og fylgikvilla séu vaxtarmarkaður sem Alvogen leggi áherslu á. „Samstarfssamningur Kerecis og Alvogen mun styrkja vöruframboð okkar á markaði fyrir sykursýki og bæta vöruframboð Alvogen á sjúkrahúshluta þessa mikilvæga markaðar,“ segir Róbert. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að góð reynsla af samstarfi Kerecis og bandarískra varnarmálayfirvalda hefur orðið til þess að síðar á þessu ári verður nýrri vöru fyrirtækisins hleypt af stokkunum. Nýja varan er til að meðhöndla skot- og brunasár. Vel hefur gengið að byggja upp sölukerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum, byggt á þeim árangri sem samstarfið hefur skilað. Kerecis hefur vaxið hratt undanfarin misseri og leggur félagið megináherslu á Bandaríkjamarkað þar sem sáraroð félagsins er endurgreitt hjá tryggingafélögum í öllum fylkjum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Stefna á 5% hlut af 80 milljarða markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á n 25. mars 2017 07:00 Unnið með skot- og brunasár Lækningavörufyrirtækið Kerecis útvíkkar samstarf sitt við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fjölmargir sérfræðingar í meðhöndlun lífshættulegra sára hittast á ráðstefnu á vegum Kerecis árlega. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Kerecis hefur gert samning um sölu á nýrri vöru til meðhöndlunar á brunasárum á Bandaríkjamarkaði. Stefna á 5% hlut af 80 milljarða markaði innan fimm ára. Sölunet samstarfsaðila Kerecis spannar 36 þjóðlönd sem litið er til á n 25. mars 2017 07:00
Unnið með skot- og brunasár Lækningavörufyrirtækið Kerecis útvíkkar samstarf sitt við bandarísk varnarmálayfirvöld. Fjölmargir sérfræðingar í meðhöndlun lífshættulegra sára hittast á ráðstefnu á vegum Kerecis árlega. 15. mars 2017 10:00