Nýlega greindur með alzheimer og leiðir fjölskylduna áfram í Reykjarvíkurmaraþoni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 20:00 Aldrei hafa fleiri hlaupið til styrktar Alzheimersamtökunum en nú í ár. Hlaupahópurinn „Gleymum ekki gleðinni“ samanstendur af fjölskyldu og vinum Stefáns Hrafnkelssonar sem greindist nýlega með alzheimer. Hann hljóp fremstur í flokki - og að sögn barna hans - leiddi hópinn áfram. Stefán greindist með alzheimer nýlega, aðeins 59 ára gamall. Hann hefur það að markmiði að halda áfram að njóta lífsins í stað þess að lifa í skugga veikindanna. „Ég hef gert það og hef engar vangaveltur um það. Ég bara held mínu striki," segir hann. Fréttir Stöðvar 2 hitti Stefán og þrjú börn hans á hlaupaæfingu í vikunni en þau hlupu öll í maraþoninu í dag til styrktar Alzheimersamtökunum. Stefán er fyrstur með alzheimer-greiningu til að hlaupa til styrktar samtökunum en hingað til hafa eingöngu aðstandendur verið í hlaupagöllunum. Hann ætlar að hlaupa tíu kílómetra og börnin hans þrjú hlaupa með honum. „Það er að segja ef við náum að halda í við pabba, sem er í betra formi," segir Hrafnkell, sonur Stefáns. Stefán segist nú ætla að bíða eftir þeim. Fjölskyldan er í hlaupahópnum „Gleymum ekki gleðinni“ og hefur safnað 400.000 krónum en hægt er að heita á hópinn fram í næstu viku. Fjölskyldan er samheldin og einblínir á að takast á við ný verkefni af gleði og jákvæðni. „Við systkinin þrjú hlaupum með pabba og svo öll sex systkini pabba,“ segir Arndís, dóttir Stefáns. Stefán segist sjálfur vera snortinn yfir stuðningnum og vonast til að vera öðrum alzheimersjúklingum hvatning til góðra verka. Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Aldrei hafa fleiri hlaupið til styrktar Alzheimersamtökunum en nú í ár. Hlaupahópurinn „Gleymum ekki gleðinni“ samanstendur af fjölskyldu og vinum Stefáns Hrafnkelssonar sem greindist nýlega með alzheimer. Hann hljóp fremstur í flokki - og að sögn barna hans - leiddi hópinn áfram. Stefán greindist með alzheimer nýlega, aðeins 59 ára gamall. Hann hefur það að markmiði að halda áfram að njóta lífsins í stað þess að lifa í skugga veikindanna. „Ég hef gert það og hef engar vangaveltur um það. Ég bara held mínu striki," segir hann. Fréttir Stöðvar 2 hitti Stefán og þrjú börn hans á hlaupaæfingu í vikunni en þau hlupu öll í maraþoninu í dag til styrktar Alzheimersamtökunum. Stefán er fyrstur með alzheimer-greiningu til að hlaupa til styrktar samtökunum en hingað til hafa eingöngu aðstandendur verið í hlaupagöllunum. Hann ætlar að hlaupa tíu kílómetra og börnin hans þrjú hlaupa með honum. „Það er að segja ef við náum að halda í við pabba, sem er í betra formi," segir Hrafnkell, sonur Stefáns. Stefán segist nú ætla að bíða eftir þeim. Fjölskyldan er í hlaupahópnum „Gleymum ekki gleðinni“ og hefur safnað 400.000 krónum en hægt er að heita á hópinn fram í næstu viku. Fjölskyldan er samheldin og einblínir á að takast á við ný verkefni af gleði og jákvæðni. „Við systkinin þrjú hlaupum með pabba og svo öll sex systkini pabba,“ segir Arndís, dóttir Stefáns. Stefán segist sjálfur vera snortinn yfir stuðningnum og vonast til að vera öðrum alzheimersjúklingum hvatning til góðra verka.
Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent