Rannsóknarblaðamennirnir að baki Panama-lekanum stilla miðið á Donald Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 23:21 Donald Trump. Vísir/Getty Rannsóknarblaðamennirnir Frederik Obermaier og Bastian Obermeyer hvetja fjölmiðla í Bandaríkjunum til þess að taka höndum saman, líkt og fjölmiðlar gerðu í Panama-lekanum, til þess fjalla um Donald Trump og þá ógn sem þeir segja að seta hans í Hvíta húsinu sé gegn lýðræði í Bandaríkjunum.Þetta kemur fram í skoðanagrein sem þeir skrifa í The Guardian. Þeir starfa hjá Süddeutsche Zeitung í Þýskalandi. Gátu þeir sér gott orð fyrir umfjöllun þeirra um Panama-skjölin sem lekið var til fjölmiðla og urðu meðal annars til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra Íslands. Segja þeir að samstarf þeirra 107 fjölmiðla sem komu að fréttaflutningi af Panama-skjölunum í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists hafi orðið til af einni ástæðu. Þær upplýsingar um eignir auðmanna á aflandssvæðum sem þar komu fram hafi einfaldlega verið of miklar og of mikilvægar til þess að einn fjölmiðill gæti fjallað um þær á sómasamlegan hátt. Nú standi bandarískir fjölmiðlar frammi fyrir frétt sem sé svo mikilvæg og svo stór að enginn einn fjölmiðill geti fjallað um hana. Að mati blaðamannanna er fréttin möguleg ógn Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna við lýðræði þar í landi. Segja þeir að árásir Trump á blaðamenn séu skipulagðar og nefna þeir sem dæmi nýlegar árásir fjölmiðlafulltrúa Trump á blaðamenn vegna fréttaflutnings um mismuninn á fjölda þeirra sem voru viðstaddir innsetningarathöfn Barack Obama miðað við innsetningarathöfn Trump. Segja þeir mikilvægt að fjölmiðlar starfi saman til þess að varpa ljósi á tengsl Trump við Rússland, alþjóðleg viðskiptatengsll Trump og ríkisstjórnar hans og mögulega hagsmunaárekstra. Benda þeir á að Donald Trump eigi hluti í hundruð fyrirtækja og því sé ómögulegt fyrir einn fjölmiðil að fjalla um viðskiptatengsl Donald Trump.Lesa má grein þeirra hér í heild sinni hér.Uppfært:Í fréttinni var því haldið fram að Frederik og Bastian væru bræður. Þrátt fyrir keimlík eftirnöfn eru þeir það ekki. Það hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Rannsóknarblaðamennirnir Frederik Obermaier og Bastian Obermeyer hvetja fjölmiðla í Bandaríkjunum til þess að taka höndum saman, líkt og fjölmiðlar gerðu í Panama-lekanum, til þess fjalla um Donald Trump og þá ógn sem þeir segja að seta hans í Hvíta húsinu sé gegn lýðræði í Bandaríkjunum.Þetta kemur fram í skoðanagrein sem þeir skrifa í The Guardian. Þeir starfa hjá Süddeutsche Zeitung í Þýskalandi. Gátu þeir sér gott orð fyrir umfjöllun þeirra um Panama-skjölin sem lekið var til fjölmiðla og urðu meðal annars til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra Íslands. Segja þeir að samstarf þeirra 107 fjölmiðla sem komu að fréttaflutningi af Panama-skjölunum í samstarfi við International Consortium of Investigative Journalists hafi orðið til af einni ástæðu. Þær upplýsingar um eignir auðmanna á aflandssvæðum sem þar komu fram hafi einfaldlega verið of miklar og of mikilvægar til þess að einn fjölmiðill gæti fjallað um þær á sómasamlegan hátt. Nú standi bandarískir fjölmiðlar frammi fyrir frétt sem sé svo mikilvæg og svo stór að enginn einn fjölmiðill geti fjallað um hana. Að mati blaðamannanna er fréttin möguleg ógn Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna við lýðræði þar í landi. Segja þeir að árásir Trump á blaðamenn séu skipulagðar og nefna þeir sem dæmi nýlegar árásir fjölmiðlafulltrúa Trump á blaðamenn vegna fréttaflutnings um mismuninn á fjölda þeirra sem voru viðstaddir innsetningarathöfn Barack Obama miðað við innsetningarathöfn Trump. Segja þeir mikilvægt að fjölmiðlar starfi saman til þess að varpa ljósi á tengsl Trump við Rússland, alþjóðleg viðskiptatengsll Trump og ríkisstjórnar hans og mögulega hagsmunaárekstra. Benda þeir á að Donald Trump eigi hluti í hundruð fyrirtækja og því sé ómögulegt fyrir einn fjölmiðil að fjalla um viðskiptatengsl Donald Trump.Lesa má grein þeirra hér í heild sinni hér.Uppfært:Í fréttinni var því haldið fram að Frederik og Bastian væru bræður. Þrátt fyrir keimlík eftirnöfn eru þeir það ekki. Það hefur verið leiðrétt og beðist er velvirðingar á mistökunum
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira