Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2017 19:01 Eins og sjá má mölbrotnuðu rúður á flugstöðvarbyggingunni. Eftirför lögreglunnar á Suðurnesjum á sjötta tímanum í dag lauk með því að ökumaðurinn sem fylgt var eftir ók niður hindranir og eftir göngustígum áður en hann klessti á flugstöðvarbygginguna í Keflavík. Áður hafði maðurinn kýlt lögreglumann og rænt bíl af konu á Reykjanesbrautinni. Lögreglan á Suðurnesjum verst fregna af málinu en staðfestir þó að maðurinn hafi verið handtekinn við flugstöðina. Samkvæmt heimildum Vísis náði eftirför lögreglu að Reykjanesbraut nærri hringtorginu, skammt frá flugstöðinni þar sem nú standa yfir vegaframkvæmdir. Þar steig maðurinn út úr bílnum og virtist sem hann ætlaði að gefast upp, leyfa lögreglu að færa sig í járn. Einn lögreglumaður kom til móts við manninn þótt fleiri lögreglumenn í öðrum bílum og mótorhjólum væru á svæðinu. Maðurinn kýldi hins vegar lögreglumanninn og hljóp í burtu. Bílaröð var á þeim stað þar sem för mannsins hafði verið stöðvuð. Meðal þeirra sem fylgdust með því sem fram fór var kona nokkur, starfsmaður á flugvellinum. Sat konan í bíl sínum en hún var á leið heim úr vinnunni. Maðurinn ók bíl sínum í gegnum þessar hindranir. Búið er að skipta um slár.Vísir/Jóhann K. JóhannssonKonan tók upp símann sinn til að mynda það sem fram fór en sá svo hvar maðurinn kom hlaupandi eftir Reykjanesbrautinni og nálgaðist hennar bíl. Hljóp hann framhjá nokkrum bílum framar í bílaröðinni. Þegar maðurinn nálgaðist fór konan að ókyrrast og skrúfa upp rúðuna á bíl sínum. Kom hann að bílnum og kýldi svo fast í rúðuna að konan öskraði. Í framhaldinu reif hann upp hurðina, togaði konuna út úr bílnum og settist í bílstjórasætið.Skipti engum toga heldur steig maðurinn á bensíngjöfina og ók á ógnarhraða í áttina að flugstöðinni með lögreglubíla og -mótorhjól á hælum sér. Ók hann í gegnum aðgangshlið við flugstöðina með þeim afleiðingum að slá brotnaði. Eftirförinni lauk svo fyrir fullt og allt þegar maðurinn ók bílnum á flugstöðvarbygginguna, komusalsmegin, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn og fluttur af vettvangi.Vettvangurinn við flugstöðina var í framhaldinu afgirtur. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að unnið sé að viðgerð á byggingunni. Fólksbíllinn sem maðurinn rændi er enn á sínum stað við flugstöðvarbygginguna að ósk lögreglu. Var eigandi bílsins, fyrrnefnd kona, sótt af unnusta sínum. Mun henni ekki hafa verið boðin áfallahjálp samkvæmt upplýsingum Vísi.Lögregla verst fregna af málinu en vænta má frekari upplýsinga frá embættinu í kvöld.Uppfært klukkan 22:06Jóhann K. Jóhannsson ræddi við Ólaf Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumann hjá lögreglunni á Suðurnesjum suður með sjó í kvöld. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Eftirför lögreglunnar á Suðurnesjum á sjötta tímanum í dag lauk með því að ökumaðurinn sem fylgt var eftir ók niður hindranir og eftir göngustígum áður en hann klessti á flugstöðvarbygginguna í Keflavík. Áður hafði maðurinn kýlt lögreglumann og rænt bíl af konu á Reykjanesbrautinni. Lögreglan á Suðurnesjum verst fregna af málinu en staðfestir þó að maðurinn hafi verið handtekinn við flugstöðina. Samkvæmt heimildum Vísis náði eftirför lögreglu að Reykjanesbraut nærri hringtorginu, skammt frá flugstöðinni þar sem nú standa yfir vegaframkvæmdir. Þar steig maðurinn út úr bílnum og virtist sem hann ætlaði að gefast upp, leyfa lögreglu að færa sig í járn. Einn lögreglumaður kom til móts við manninn þótt fleiri lögreglumenn í öðrum bílum og mótorhjólum væru á svæðinu. Maðurinn kýldi hins vegar lögreglumanninn og hljóp í burtu. Bílaröð var á þeim stað þar sem för mannsins hafði verið stöðvuð. Meðal þeirra sem fylgdust með því sem fram fór var kona nokkur, starfsmaður á flugvellinum. Sat konan í bíl sínum en hún var á leið heim úr vinnunni. Maðurinn ók bíl sínum í gegnum þessar hindranir. Búið er að skipta um slár.Vísir/Jóhann K. JóhannssonKonan tók upp símann sinn til að mynda það sem fram fór en sá svo hvar maðurinn kom hlaupandi eftir Reykjanesbrautinni og nálgaðist hennar bíl. Hljóp hann framhjá nokkrum bílum framar í bílaröðinni. Þegar maðurinn nálgaðist fór konan að ókyrrast og skrúfa upp rúðuna á bíl sínum. Kom hann að bílnum og kýldi svo fast í rúðuna að konan öskraði. Í framhaldinu reif hann upp hurðina, togaði konuna út úr bílnum og settist í bílstjórasætið.Skipti engum toga heldur steig maðurinn á bensíngjöfina og ók á ógnarhraða í áttina að flugstöðinni með lögreglubíla og -mótorhjól á hælum sér. Ók hann í gegnum aðgangshlið við flugstöðina með þeim afleiðingum að slá brotnaði. Eftirförinni lauk svo fyrir fullt og allt þegar maðurinn ók bílnum á flugstöðvarbygginguna, komusalsmegin, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn og fluttur af vettvangi.Vettvangurinn við flugstöðina var í framhaldinu afgirtur. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að unnið sé að viðgerð á byggingunni. Fólksbíllinn sem maðurinn rændi er enn á sínum stað við flugstöðvarbygginguna að ósk lögreglu. Var eigandi bílsins, fyrrnefnd kona, sótt af unnusta sínum. Mun henni ekki hafa verið boðin áfallahjálp samkvæmt upplýsingum Vísi.Lögregla verst fregna af málinu en vænta má frekari upplýsinga frá embættinu í kvöld.Uppfært klukkan 22:06Jóhann K. Jóhannsson ræddi við Ólaf Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumann hjá lögreglunni á Suðurnesjum suður með sjó í kvöld.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira