Köfurum í Silfru verður fækkað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 19:00 Sátt náðist á milli Þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, Umhverfisráðuneytisins, Samgöngustofu og aðila í ferðaþjónustu um hertari kröfur til að tryggja öryggi þeirra sem kafa í Silfru. Kröfurnar koma til með að fækka þeim sem stunda köfun í gjánni. „Silfra verður opnuð aftur á morgun klukkan átta.“ Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum að loknum fundi með ferðaþjónustuaðilum í Umhverfisráðuneytinu í dag. Gjánni var lokað á föstudag eftir banaslys, það fimmta frá árinu 2010. Í kjölfar slyssins lokaði þjóðgarðsvörður svæðinu á meðan hertari fyrirmæli yrðu settar um starfsemina á svæðinu. Alla helgina hefur Umhverfisráðuneytið, Samgöngustofa, Þjóðgarðsvörður og níu aðilar sem hafa starfsemi við Silfru fundað vegna málsins, en þjóðgarðsvörður sagði í fréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 í gær að þjóðgarðurinn myndi ekki leggja landsvæði sitt undir starfsemina nema fyrirtækin gangist undir hertari kröfur um öryggi. „Þessir fundir í gær og í dag, hafa skila mjög miklu. Það hefur verið samhljómur og sá skilningur að þetta sé sameiginlegt viðfangsefni að tryggja öryggi. Metnaður um betri þjónustu og á allan hátt að þjóðgarðurinn og köfunarfyrirtækin standa saman að þessu,“ sagði Ólafur í dag „Þetta hefur ekkert með fjárhagslega hluti að gera. Þarna varð slys sem þarf að taka á og það er mjög ánægjulegt að hið opinbera og við höfum sest niður og farið yfir þetta saman en að þetta sé ekki bara annar aðilinn að vinna heldur vinnum við þetta saman,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures sem er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á köfun í Silfru. Þjóðgarðurinn mun fylgjast með því að ferðaþjónustufyrirtækin fylgi þeim fyrirmælum sem sett voru í dag en þau eru í sex liðum. Meðal annars verður köfurum sem fylgja hverjum leiðsögumanni við köfun eða yfirborðsköfun fækkað og gerð verður krafa um að menn hafi reynslu af þurrbúningum og leggi fram gögn um andleg og líkamlegt heilbrigði. „Við ætlum að vera með eftirlit. Ekki allan daginn alla daga heldur tilviljanabundið,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þessar hertu öryggiskröfur komi til með að hafa áhrif á ásóknina í Silfru. Um fimmtíu þúsund manns stunduðu köfun eða yfirborðsköfun í gjánni á síðasta ári „Já þetta hefur áhrif á köfunina sérstaklega vegna þess að þar er þetta þrengt mjög mikið og mun örugglega fækka köfurum hjá fyrirtækjunum,“ sagði Ólafur. „Þetta hefur vissulega einhver áhrif á reksturinn. Við horfum ekki á þetta þannig. Við horfum á þetta til lengri tíma, að gera umhverfi Silfru þannig að það sér hægt að bjóða fólki, okkar viðskiptavinum, upp á að koma í Silfru um ókomna framtíð. Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Sátt náðist á milli Þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, Umhverfisráðuneytisins, Samgöngustofu og aðila í ferðaþjónustu um hertari kröfur til að tryggja öryggi þeirra sem kafa í Silfru. Kröfurnar koma til með að fækka þeim sem stunda köfun í gjánni. „Silfra verður opnuð aftur á morgun klukkan átta.“ Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum að loknum fundi með ferðaþjónustuaðilum í Umhverfisráðuneytinu í dag. Gjánni var lokað á föstudag eftir banaslys, það fimmta frá árinu 2010. Í kjölfar slyssins lokaði þjóðgarðsvörður svæðinu á meðan hertari fyrirmæli yrðu settar um starfsemina á svæðinu. Alla helgina hefur Umhverfisráðuneytið, Samgöngustofa, Þjóðgarðsvörður og níu aðilar sem hafa starfsemi við Silfru fundað vegna málsins, en þjóðgarðsvörður sagði í fréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 í gær að þjóðgarðurinn myndi ekki leggja landsvæði sitt undir starfsemina nema fyrirtækin gangist undir hertari kröfur um öryggi. „Þessir fundir í gær og í dag, hafa skila mjög miklu. Það hefur verið samhljómur og sá skilningur að þetta sé sameiginlegt viðfangsefni að tryggja öryggi. Metnaður um betri þjónustu og á allan hátt að þjóðgarðurinn og köfunarfyrirtækin standa saman að þessu,“ sagði Ólafur í dag „Þetta hefur ekkert með fjárhagslega hluti að gera. Þarna varð slys sem þarf að taka á og það er mjög ánægjulegt að hið opinbera og við höfum sest niður og farið yfir þetta saman en að þetta sé ekki bara annar aðilinn að vinna heldur vinnum við þetta saman,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures sem er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á köfun í Silfru. Þjóðgarðurinn mun fylgjast með því að ferðaþjónustufyrirtækin fylgi þeim fyrirmælum sem sett voru í dag en þau eru í sex liðum. Meðal annars verður köfurum sem fylgja hverjum leiðsögumanni við köfun eða yfirborðsköfun fækkað og gerð verður krafa um að menn hafi reynslu af þurrbúningum og leggi fram gögn um andleg og líkamlegt heilbrigði. „Við ætlum að vera með eftirlit. Ekki allan daginn alla daga heldur tilviljanabundið,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þessar hertu öryggiskröfur komi til með að hafa áhrif á ásóknina í Silfru. Um fimmtíu þúsund manns stunduðu köfun eða yfirborðsköfun í gjánni á síðasta ári „Já þetta hefur áhrif á köfunina sérstaklega vegna þess að þar er þetta þrengt mjög mikið og mun örugglega fækka köfurum hjá fyrirtækjunum,“ sagði Ólafur. „Þetta hefur vissulega einhver áhrif á reksturinn. Við horfum ekki á þetta þannig. Við horfum á þetta til lengri tíma, að gera umhverfi Silfru þannig að það sér hægt að bjóða fólki, okkar viðskiptavinum, upp á að koma í Silfru um ókomna framtíð.
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30
Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26
Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30