Köfurum í Silfru verður fækkað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2017 19:00 Sátt náðist á milli Þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, Umhverfisráðuneytisins, Samgöngustofu og aðila í ferðaþjónustu um hertari kröfur til að tryggja öryggi þeirra sem kafa í Silfru. Kröfurnar koma til með að fækka þeim sem stunda köfun í gjánni. „Silfra verður opnuð aftur á morgun klukkan átta.“ Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum að loknum fundi með ferðaþjónustuaðilum í Umhverfisráðuneytinu í dag. Gjánni var lokað á föstudag eftir banaslys, það fimmta frá árinu 2010. Í kjölfar slyssins lokaði þjóðgarðsvörður svæðinu á meðan hertari fyrirmæli yrðu settar um starfsemina á svæðinu. Alla helgina hefur Umhverfisráðuneytið, Samgöngustofa, Þjóðgarðsvörður og níu aðilar sem hafa starfsemi við Silfru fundað vegna málsins, en þjóðgarðsvörður sagði í fréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 í gær að þjóðgarðurinn myndi ekki leggja landsvæði sitt undir starfsemina nema fyrirtækin gangist undir hertari kröfur um öryggi. „Þessir fundir í gær og í dag, hafa skila mjög miklu. Það hefur verið samhljómur og sá skilningur að þetta sé sameiginlegt viðfangsefni að tryggja öryggi. Metnaður um betri þjónustu og á allan hátt að þjóðgarðurinn og köfunarfyrirtækin standa saman að þessu,“ sagði Ólafur í dag „Þetta hefur ekkert með fjárhagslega hluti að gera. Þarna varð slys sem þarf að taka á og það er mjög ánægjulegt að hið opinbera og við höfum sest niður og farið yfir þetta saman en að þetta sé ekki bara annar aðilinn að vinna heldur vinnum við þetta saman,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures sem er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á köfun í Silfru. Þjóðgarðurinn mun fylgjast með því að ferðaþjónustufyrirtækin fylgi þeim fyrirmælum sem sett voru í dag en þau eru í sex liðum. Meðal annars verður köfurum sem fylgja hverjum leiðsögumanni við köfun eða yfirborðsköfun fækkað og gerð verður krafa um að menn hafi reynslu af þurrbúningum og leggi fram gögn um andleg og líkamlegt heilbrigði. „Við ætlum að vera með eftirlit. Ekki allan daginn alla daga heldur tilviljanabundið,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þessar hertu öryggiskröfur komi til með að hafa áhrif á ásóknina í Silfru. Um fimmtíu þúsund manns stunduðu köfun eða yfirborðsköfun í gjánni á síðasta ári „Já þetta hefur áhrif á köfunina sérstaklega vegna þess að þar er þetta þrengt mjög mikið og mun örugglega fækka köfurum hjá fyrirtækjunum,“ sagði Ólafur. „Þetta hefur vissulega einhver áhrif á reksturinn. Við horfum ekki á þetta þannig. Við horfum á þetta til lengri tíma, að gera umhverfi Silfru þannig að það sér hægt að bjóða fólki, okkar viðskiptavinum, upp á að koma í Silfru um ókomna framtíð. Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Sátt náðist á milli Þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, Umhverfisráðuneytisins, Samgöngustofu og aðila í ferðaþjónustu um hertari kröfur til að tryggja öryggi þeirra sem kafa í Silfru. Kröfurnar koma til með að fækka þeim sem stunda köfun í gjánni. „Silfra verður opnuð aftur á morgun klukkan átta.“ Þetta sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum að loknum fundi með ferðaþjónustuaðilum í Umhverfisráðuneytinu í dag. Gjánni var lokað á föstudag eftir banaslys, það fimmta frá árinu 2010. Í kjölfar slyssins lokaði þjóðgarðsvörður svæðinu á meðan hertari fyrirmæli yrðu settar um starfsemina á svæðinu. Alla helgina hefur Umhverfisráðuneytið, Samgöngustofa, Þjóðgarðsvörður og níu aðilar sem hafa starfsemi við Silfru fundað vegna málsins, en þjóðgarðsvörður sagði í fréttum Bylgjunnar og Stöðvar 2 í gær að þjóðgarðurinn myndi ekki leggja landsvæði sitt undir starfsemina nema fyrirtækin gangist undir hertari kröfur um öryggi. „Þessir fundir í gær og í dag, hafa skila mjög miklu. Það hefur verið samhljómur og sá skilningur að þetta sé sameiginlegt viðfangsefni að tryggja öryggi. Metnaður um betri þjónustu og á allan hátt að þjóðgarðurinn og köfunarfyrirtækin standa saman að þessu,“ sagði Ólafur í dag „Þetta hefur ekkert með fjárhagslega hluti að gera. Þarna varð slys sem þarf að taka á og það er mjög ánægjulegt að hið opinbera og við höfum sest niður og farið yfir þetta saman en að þetta sé ekki bara annar aðilinn að vinna heldur vinnum við þetta saman,“ sagði Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures sem er eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á köfun í Silfru. Þjóðgarðurinn mun fylgjast með því að ferðaþjónustufyrirtækin fylgi þeim fyrirmælum sem sett voru í dag en þau eru í sex liðum. Meðal annars verður köfurum sem fylgja hverjum leiðsögumanni við köfun eða yfirborðsköfun fækkað og gerð verður krafa um að menn hafi reynslu af þurrbúningum og leggi fram gögn um andleg og líkamlegt heilbrigði. „Við ætlum að vera með eftirlit. Ekki allan daginn alla daga heldur tilviljanabundið,“ segir Ólafur. Ólafur segir að þessar hertu öryggiskröfur komi til með að hafa áhrif á ásóknina í Silfru. Um fimmtíu þúsund manns stunduðu köfun eða yfirborðsköfun í gjánni á síðasta ári „Já þetta hefur áhrif á köfunina sérstaklega vegna þess að þar er þetta þrengt mjög mikið og mun örugglega fækka köfurum hjá fyrirtækjunum,“ sagði Ólafur. „Þetta hefur vissulega einhver áhrif á reksturinn. Við horfum ekki á þetta þannig. Við horfum á þetta til lengri tíma, að gera umhverfi Silfru þannig að það sér hægt að bjóða fólki, okkar viðskiptavinum, upp á að koma í Silfru um ókomna framtíð.
Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30
Silfra opnuð á ný Fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgarðinum hafa verið hert og öryggiskröfur auknar. 12. mars 2017 16:26
Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30