Veiðiþjófar með maðkastöng gripnir glóðvolgir í Kjarrá Jakob Bjarnar skrifar 13. júlí 2017 15:38 Þorsteinn veiðivörður furðar sig á bíræfninni og útskýringunum sem voru þær að veiðileyfi væru orðin svo dýr. Um er að ræða vana veiðimenn og Þorsteinn telur einsýnt að þeir séu í stöðum sem eru þannig að þeir ættu vel að hafa efni á að kaupa sér leyfi. „Já, þetta er mikil ósvífni,“ segir Þorsteinn Eggertsson veiðivörður í Kjarrá/Þverá í Borgarfirði. Hann greip tvo veiðiþjófa glóðvolga við veiðar í Kjarrá í gærkvöldi. Þeir voru þar við veiðar í þekktum hyl, Efra-Rauðaberg, með tvær stangir og beittu maðki, en slík veiði hefur verið stranglega bönnuð í Kjarrá nú í tuttugu ár. Víst má telja að mennirnir verði kærðir. Skessuhorn greindi frá þessu í dag og lýsir aðstæðum. Þorsteinn segir í samtali við Vísi að hann hafi verið hringdur út klukkan hálf átta.Tóku ekki eftir drónanum„Þá hafði maður farið þarna inneftir og flaug dróna yfir talsvert svæði og þá voru þar menn að veiðum. Í Lambárfossi sem er hluti Þverá/Kjarrá svæðinu. Þeir urðu ekki Drónans varir því það er mikill niður í fossinum. Hann hringdi á mig og lét mig vita. Ég fór þá uppeftir, og þá voru þeir komnir niður í Kjarrá sjálfa, í Efra-Rauðaberg, sem er þekktur hylur,“ segir Þorsteinn sem lýsir þessu fyrir blaðamanni.Þetta er talsverð ósvífni? „Já, mikil. Og þeir eru með tvær stangir, báðir að veiða með maðk og það hefur ekki verið leyfður maðkur í ánni í 20 ár. Og stórum hluta aflans er sleppt en þarna voru þeir búnir að drepa einn lax en voru salla rólegir þegar ég kom þarna. Náði að mynda þetta nokkuð sæmilega,“ segir Þorsteinn.Sögðu leyfin svo dýr og því fóru þeir í leyfisleysi Sekt mannanna liggur fyrir ljós. Og Þorsteinn segir mennina svo sem ekki hafa reynt að bera á móti því.Þorsteinn veiðivörður fór með veiðiþjófana tvo á lögreglustöðina í Borgarnesi hvar tekin var af þeim skýrsla. Þorsteinn gerir fastlega ráð fyrir því að mennirnir muni verða kærðir, en það er leigutaka að ákveða það.„Aðalástæðan var að þeirra sögn að þetta væru orðin dýr veiðileyfi. Sem manni finnst nú ekki alveg rökrétt, að beita þá þessari aðferð. Að sjá, menn sem gætu, held ég, bara vel keypt veiðileyfi. Að koma á þessum tíma í ánna og beita maðki svona grimmt er rosalegt. Ég þykist vita að þessi staður verði einhvern tíma að jafna sig eftir þetta. Hann verður þá tregari að taka þegar menn koma og veiða á löglegan hátt. Þá getur þessi staður orðið úti alveg upp undir viku.“Hylurinn verður á viku að jafna sig eftir maðkastandið Þetta er hið versta mál að sögn Þorsteins. Þetta er uppáhalds á margra laxveiðimanna og ræddi Vísir við einn sem var að veiðum í Kjarrá í gær. Hann segir ánna kjaftfulla af laxi en Efra-Rauðaberg er efsti hylurinn sem menn leggja á sig að labba uppí, en það tekur um 50 mínútur. „Þetta er uppáhaldsá margra og hefur gefið langflesta laxa í sumar, komnir yfir þúsund laxa. Samkvæmt veiðitölum sem voru gefnar upp í gær. 1001 lax.“Vanir menn sem ættu að hafa efni á leyfumÞorsteinn segir spurður það veiðifélagsins og leigutaka að kæra, en hann telur fullvíst að svo verði. „Ég fór með þessa menn á lögreglustöð í Borgarnesi og þar var tekin skýrsla. Þetta er rosalegt að fá svona í andlitið. Það fer mikill peningur í að vernda ánna og menn á launum við að halda mink í skefjum og svo kemur svona í ofanálag. Ekki mjög gaman.“ Þorsteinn segir ekki fara á milli mála að um vana veiðimenn sé að ræða, sem ættu að gera sér fullvel ljóst hversu alvarlegt mál þetta hlýtur að teljast. „Ég var að fara yfir fésbækur og annað í morgun og þar hafa þessir menn verið að veiða í sumar í góðum ám þannig að þeir hafa alveg efni á að fara í laxveiði.“Uppfært 21:55Mennirnir munu verða kærðir Erfitt hefur reynst að ná upp í Kjarrá en þar er ekkert símsamband. Vísi tókst nú í kvöld að ná í Ingólf Ásgeirsson en hann er einn leigutaka Þverár og Kjarrár. Hann staðfestir að að mennirnir muni verða kærðir fyrir þennan verknað. Ingólfur hefur rætt við stjórn veiðifélags Þverár, sem hefur tekið þá ákvörðun að kæra mennina tvo þá fyrir veiðiþjófnað. „Og málið mun fara sína leið í framhaldinu. Þeir verða væntanlega krafðir fjársektir fyrir þetta brot.“ Ingólfur segir að líklega verði um einskonar prófmál að ræða en mikilvægt sé að senda út skýr skilaboð þess efnis að svona sé liðið. „Þetta er náttúrlega hreint og klárt lögbrot. Þetta heitir veiðiþjófnaður. Það er verið að ráðast inn á veiðilendur sem eru í einkaeigu landeigenda, sem eru áframleigir til leigutaka. Þetta er hreinn og klár þjófnaður. Eigendur Þverár/Kjarrár munu klárlega ekki líða það að veiðiþjófnaður fái að viðgangast og menn skilyrðislaust sóttir til saka ef þeir verða uppvísir af slíkum verknaði.“ Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Já, þetta er mikil ósvífni,“ segir Þorsteinn Eggertsson veiðivörður í Kjarrá/Þverá í Borgarfirði. Hann greip tvo veiðiþjófa glóðvolga við veiðar í Kjarrá í gærkvöldi. Þeir voru þar við veiðar í þekktum hyl, Efra-Rauðaberg, með tvær stangir og beittu maðki, en slík veiði hefur verið stranglega bönnuð í Kjarrá nú í tuttugu ár. Víst má telja að mennirnir verði kærðir. Skessuhorn greindi frá þessu í dag og lýsir aðstæðum. Þorsteinn segir í samtali við Vísi að hann hafi verið hringdur út klukkan hálf átta.Tóku ekki eftir drónanum„Þá hafði maður farið þarna inneftir og flaug dróna yfir talsvert svæði og þá voru þar menn að veiðum. Í Lambárfossi sem er hluti Þverá/Kjarrá svæðinu. Þeir urðu ekki Drónans varir því það er mikill niður í fossinum. Hann hringdi á mig og lét mig vita. Ég fór þá uppeftir, og þá voru þeir komnir niður í Kjarrá sjálfa, í Efra-Rauðaberg, sem er þekktur hylur,“ segir Þorsteinn sem lýsir þessu fyrir blaðamanni.Þetta er talsverð ósvífni? „Já, mikil. Og þeir eru með tvær stangir, báðir að veiða með maðk og það hefur ekki verið leyfður maðkur í ánni í 20 ár. Og stórum hluta aflans er sleppt en þarna voru þeir búnir að drepa einn lax en voru salla rólegir þegar ég kom þarna. Náði að mynda þetta nokkuð sæmilega,“ segir Þorsteinn.Sögðu leyfin svo dýr og því fóru þeir í leyfisleysi Sekt mannanna liggur fyrir ljós. Og Þorsteinn segir mennina svo sem ekki hafa reynt að bera á móti því.Þorsteinn veiðivörður fór með veiðiþjófana tvo á lögreglustöðina í Borgarnesi hvar tekin var af þeim skýrsla. Þorsteinn gerir fastlega ráð fyrir því að mennirnir muni verða kærðir, en það er leigutaka að ákveða það.„Aðalástæðan var að þeirra sögn að þetta væru orðin dýr veiðileyfi. Sem manni finnst nú ekki alveg rökrétt, að beita þá þessari aðferð. Að sjá, menn sem gætu, held ég, bara vel keypt veiðileyfi. Að koma á þessum tíma í ánna og beita maðki svona grimmt er rosalegt. Ég þykist vita að þessi staður verði einhvern tíma að jafna sig eftir þetta. Hann verður þá tregari að taka þegar menn koma og veiða á löglegan hátt. Þá getur þessi staður orðið úti alveg upp undir viku.“Hylurinn verður á viku að jafna sig eftir maðkastandið Þetta er hið versta mál að sögn Þorsteins. Þetta er uppáhalds á margra laxveiðimanna og ræddi Vísir við einn sem var að veiðum í Kjarrá í gær. Hann segir ánna kjaftfulla af laxi en Efra-Rauðaberg er efsti hylurinn sem menn leggja á sig að labba uppí, en það tekur um 50 mínútur. „Þetta er uppáhaldsá margra og hefur gefið langflesta laxa í sumar, komnir yfir þúsund laxa. Samkvæmt veiðitölum sem voru gefnar upp í gær. 1001 lax.“Vanir menn sem ættu að hafa efni á leyfumÞorsteinn segir spurður það veiðifélagsins og leigutaka að kæra, en hann telur fullvíst að svo verði. „Ég fór með þessa menn á lögreglustöð í Borgarnesi og þar var tekin skýrsla. Þetta er rosalegt að fá svona í andlitið. Það fer mikill peningur í að vernda ánna og menn á launum við að halda mink í skefjum og svo kemur svona í ofanálag. Ekki mjög gaman.“ Þorsteinn segir ekki fara á milli mála að um vana veiðimenn sé að ræða, sem ættu að gera sér fullvel ljóst hversu alvarlegt mál þetta hlýtur að teljast. „Ég var að fara yfir fésbækur og annað í morgun og þar hafa þessir menn verið að veiða í sumar í góðum ám þannig að þeir hafa alveg efni á að fara í laxveiði.“Uppfært 21:55Mennirnir munu verða kærðir Erfitt hefur reynst að ná upp í Kjarrá en þar er ekkert símsamband. Vísi tókst nú í kvöld að ná í Ingólf Ásgeirsson en hann er einn leigutaka Þverár og Kjarrár. Hann staðfestir að að mennirnir muni verða kærðir fyrir þennan verknað. Ingólfur hefur rætt við stjórn veiðifélags Þverár, sem hefur tekið þá ákvörðun að kæra mennina tvo þá fyrir veiðiþjófnað. „Og málið mun fara sína leið í framhaldinu. Þeir verða væntanlega krafðir fjársektir fyrir þetta brot.“ Ingólfur segir að líklega verði um einskonar prófmál að ræða en mikilvægt sé að senda út skýr skilaboð þess efnis að svona sé liðið. „Þetta er náttúrlega hreint og klárt lögbrot. Þetta heitir veiðiþjófnaður. Það er verið að ráðast inn á veiðilendur sem eru í einkaeigu landeigenda, sem eru áframleigir til leigutaka. Þetta er hreinn og klár þjófnaður. Eigendur Þverár/Kjarrár munu klárlega ekki líða það að veiðiþjófnaður fái að viðgangast og menn skilyrðislaust sóttir til saka ef þeir verða uppvísir af slíkum verknaði.“
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira