Haukur Páll: Hann tók náttúrulega aldrei boltann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2017 23:08 Haukur Páll í leiknum í kvöld. vísir/Andri Marinó „Það er svekkjandi að tapa þessum leik, mér fannst við loka þokkalega á þá í seinni hálfleik og fannst þeir ekki ná að opna okkur mikið. Ég hefði viljað halda þessu bara í 1-1 svo ég er svekktur bara,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliða Valsmanna, Hauks Páls Sigurðssonar, eftir tap Vals á Hlíðarenda í kvöld.Valur tók á móti NK Domzale frá Slóveníu í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fór 1-2 fyrir gestunum og eru Valsmenn í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Slóveníu eftir viku. Heimamenn voru frekar stressaðir í byrjun leiksins en náðu svo að spila sig inn í leikinn. Staðan var 1-1 í hálfleik og voru Valsmenn líklegri til að skora sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum bara búnir að sjá tvo leiki frá þeim og vissum lítið um þá svo það tók smá tíma að finna taktinn hjá okkur. Við létum boltann ganga í fáum snertingum og þegar við náðum upp okkar leik þá opnuðum við þá alveg. Við fengum færi og sénsa til að komast í færi en hefðum mátt gera aðeins betur í því,“ sagði Haukur. „Hann tók náttúrulega aldrei boltann,“ sagði Haukur Páll um atvik þegar Ivan Firer tæklaði hann á miðjum vellinum en dómarinn dæmdi ekkert. „Hann fer klárlega í mig, þetta var svona frekar ruddaleg tækling fannst mér. Ég hefði viljað fá aukaspyrnu, mér skilst að hann hafi ekki dæmt neitt.“ Það var mjög umdeilt atvik sem leiddi til sigurmarks Domzale, Sigurður Egill Lárusson tæklaði Amedej Vetrih inni í eigin vítateig og fékk dæmt á sig vítaspyrnu. „Ég get eiginlega ekki sagt til um þetta víti fyrr en ég sé það í sjónvarpinu. Siggi segist hafa farið beint í boltann og þá er það ansi dýrt ef hann fór í boltann,“ sagði Haukur Páll um dóminn. „Mér fannst hann smá soft þessi dómari, kannski á báða vegu bara, fyrir utan náttúrulega þetta atvik á miðjum vellinum. Ég held ég verði að sjá þetta aftur, en ég verð bara líka að trúa Sigga. Hann segist hafa farið beint í boltann og þá er þetta klárlega ekki víti.“ „Þetta er hörku lið. Þeir eru hrikalega góðir í fótbolta og láta boltann ganga vel. Erfitt að spila á móti þeim, þeir eru snöggir og með góða tækni. Við eigum samt enn þá séns í þessu. Það er alltaf séns í fótbolta, en við förum klárlega út bara til að sækja til sigurs, það er ekkert annað í boði. En það verður heitt, fáum við ekki bara einhverja vatnspásu inn á milli. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sækja til sigurs.“ Leikjaplanið er ansi þétt fyrir Valsmenn þessa dagana. Þeir spiluðu við Stjörnuna á sunnudaginn og mæta Víkíngi Reykjavík næsta sunnudag í Pepsi deildinni áður en þeir halda út til Slóveníu. Haukur Páll vill þó ekki taka undir það að leikjaplanið sé of þétt. „Þetta er eins og maður vill hafa þetta. Sumir leikmenn eru kannski með smá eymsli hér og þar og þá er þetta kannski full þétt en það er lang best að æfa sem minnst og spila sem mest.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
„Það er svekkjandi að tapa þessum leik, mér fannst við loka þokkalega á þá í seinni hálfleik og fannst þeir ekki ná að opna okkur mikið. Ég hefði viljað halda þessu bara í 1-1 svo ég er svekktur bara,“ voru fyrstu viðbrögð fyrirliða Valsmanna, Hauks Páls Sigurðssonar, eftir tap Vals á Hlíðarenda í kvöld.Valur tók á móti NK Domzale frá Slóveníu í annari umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fór 1-2 fyrir gestunum og eru Valsmenn í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram í Slóveníu eftir viku. Heimamenn voru frekar stressaðir í byrjun leiksins en náðu svo að spila sig inn í leikinn. Staðan var 1-1 í hálfleik og voru Valsmenn líklegri til að skora sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. „Við vorum bara búnir að sjá tvo leiki frá þeim og vissum lítið um þá svo það tók smá tíma að finna taktinn hjá okkur. Við létum boltann ganga í fáum snertingum og þegar við náðum upp okkar leik þá opnuðum við þá alveg. Við fengum færi og sénsa til að komast í færi en hefðum mátt gera aðeins betur í því,“ sagði Haukur. „Hann tók náttúrulega aldrei boltann,“ sagði Haukur Páll um atvik þegar Ivan Firer tæklaði hann á miðjum vellinum en dómarinn dæmdi ekkert. „Hann fer klárlega í mig, þetta var svona frekar ruddaleg tækling fannst mér. Ég hefði viljað fá aukaspyrnu, mér skilst að hann hafi ekki dæmt neitt.“ Það var mjög umdeilt atvik sem leiddi til sigurmarks Domzale, Sigurður Egill Lárusson tæklaði Amedej Vetrih inni í eigin vítateig og fékk dæmt á sig vítaspyrnu. „Ég get eiginlega ekki sagt til um þetta víti fyrr en ég sé það í sjónvarpinu. Siggi segist hafa farið beint í boltann og þá er það ansi dýrt ef hann fór í boltann,“ sagði Haukur Páll um dóminn. „Mér fannst hann smá soft þessi dómari, kannski á báða vegu bara, fyrir utan náttúrulega þetta atvik á miðjum vellinum. Ég held ég verði að sjá þetta aftur, en ég verð bara líka að trúa Sigga. Hann segist hafa farið beint í boltann og þá er þetta klárlega ekki víti.“ „Þetta er hörku lið. Þeir eru hrikalega góðir í fótbolta og láta boltann ganga vel. Erfitt að spila á móti þeim, þeir eru snöggir og með góða tækni. Við eigum samt enn þá séns í þessu. Það er alltaf séns í fótbolta, en við förum klárlega út bara til að sækja til sigurs, það er ekkert annað í boði. En það verður heitt, fáum við ekki bara einhverja vatnspásu inn á milli. Það verður erfitt en við ætlum okkur að sækja til sigurs.“ Leikjaplanið er ansi þétt fyrir Valsmenn þessa dagana. Þeir spiluðu við Stjörnuna á sunnudaginn og mæta Víkíngi Reykjavík næsta sunnudag í Pepsi deildinni áður en þeir halda út til Slóveníu. Haukur Páll vill þó ekki taka undir það að leikjaplanið sé of þétt. „Þetta er eins og maður vill hafa þetta. Sumir leikmenn eru kannski með smá eymsli hér og þar og þá er þetta kannski full þétt en það er lang best að æfa sem minnst og spila sem mest.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Domzale 1-2 | Valsmenn fara með bakið upp við vegg til Slóveníu Valsmenn eru í erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í Slóveníu. 13. júlí 2017 23:00