Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2017 11:05 Vísir Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. Kristján Þór hefur frá árinu 2013 gegnt embætti heilbrigðisráðherra. Hann segist taka glaður við nýjum áskorunum á nýjum vettvangi. Aðspurður segist Kristján Þór ekki ósáttur við að færa sig til um ráðuneyti. „Ég er aldrei svekktur ef ég lít nýjan og góðan dag. Ég hef ekki tamið mér það, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Ég skil sáttur við verkefni mitt í heilbrigðisráðuneytinu og tekst glaður við nýjar áskoranir á nýjum vettvangi,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi.Hvernig list þér á arftaka þinn í heilbrigðisráðuneytinu? „Mjög vel. Óttarr er vandaður maður og ég bind bara miklar vonir við hann og óska honum velfarnaðar. Það er got fólk að vinna með, bæði inni í ráðuneyti og úti í heilbrigðisþjónustunni og ég er sannfærður um það að honum muni farnast vel í sínu vandasama starfi.“Hvernig líst þér á stöðuna sem þú ert að taka við? Nú er til dæmis kurr innan kennarastéttarinnar. „Það er allt of snemmt, ég hef enga skoðun á því í dag. Ég ætla að taka við þessu embætti síðar í dag og fer þá bara yfir stöðuna og skoða mig um og heyri í fólki.“Íslensk menning ómetanlegur fjársjóður Kristján Þór hefur mikla reynslu í stjórnmálum og var hann bæjarstjóri Dalvíkur á árunum 1986-1994 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Þá hefur hann setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2007. Kristján segist það hafa gagnast sér vel í starfi sínu sem ráðherra að hafa svo fjölbreytta reynslu. „Það hefur gagnast mér mjög vel. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa traust til að gegna ýmsum ábyrgðarstöðum. Sama hvort heldur að hafa verið trúað fyrir skipi og áhöfn, að koma því hvorutveggja heilu til lands eða stýra bæjarfélagi og bera ábyrgð á því eða vera kjörinn til setu á löggjafarþinginu með þeim verkum sem þar eru innanborðs. Öll þessi reynsla sem ég hef sankað að mér mun nýtast mér alveg tvímælalaust.“Er eitthvað sérstakt við þennan málaflokk sem þér finnst spennandi? „Það eru gríðarlega skemmtileg verkefni á þeim vettvangi og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður sem að okkur er trúað fyrir, okkur íslendingum, og ber að varðveita og standa mjög styrkan vörð um. Það er bara þannig.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. Kristján Þór hefur frá árinu 2013 gegnt embætti heilbrigðisráðherra. Hann segist taka glaður við nýjum áskorunum á nýjum vettvangi. Aðspurður segist Kristján Þór ekki ósáttur við að færa sig til um ráðuneyti. „Ég er aldrei svekktur ef ég lít nýjan og góðan dag. Ég hef ekki tamið mér það, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Ég skil sáttur við verkefni mitt í heilbrigðisráðuneytinu og tekst glaður við nýjar áskoranir á nýjum vettvangi,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi.Hvernig list þér á arftaka þinn í heilbrigðisráðuneytinu? „Mjög vel. Óttarr er vandaður maður og ég bind bara miklar vonir við hann og óska honum velfarnaðar. Það er got fólk að vinna með, bæði inni í ráðuneyti og úti í heilbrigðisþjónustunni og ég er sannfærður um það að honum muni farnast vel í sínu vandasama starfi.“Hvernig líst þér á stöðuna sem þú ert að taka við? Nú er til dæmis kurr innan kennarastéttarinnar. „Það er allt of snemmt, ég hef enga skoðun á því í dag. Ég ætla að taka við þessu embætti síðar í dag og fer þá bara yfir stöðuna og skoða mig um og heyri í fólki.“Íslensk menning ómetanlegur fjársjóður Kristján Þór hefur mikla reynslu í stjórnmálum og var hann bæjarstjóri Dalvíkur á árunum 1986-1994 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Þá hefur hann setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2007. Kristján segist það hafa gagnast sér vel í starfi sínu sem ráðherra að hafa svo fjölbreytta reynslu. „Það hefur gagnast mér mjög vel. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa traust til að gegna ýmsum ábyrgðarstöðum. Sama hvort heldur að hafa verið trúað fyrir skipi og áhöfn, að koma því hvorutveggja heilu til lands eða stýra bæjarfélagi og bera ábyrgð á því eða vera kjörinn til setu á löggjafarþinginu með þeim verkum sem þar eru innanborðs. Öll þessi reynsla sem ég hef sankað að mér mun nýtast mér alveg tvímælalaust.“Er eitthvað sérstakt við þennan málaflokk sem þér finnst spennandi? „Það eru gríðarlega skemmtileg verkefni á þeim vettvangi og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður sem að okkur er trúað fyrir, okkur íslendingum, og ber að varðveita og standa mjög styrkan vörð um. Það er bara þannig.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00