Einar segir Björn Val hafa staðið í vegi fyrir fimm flokka ríkisstjórn: „Hans orð hljóta að hafa einhverja vigt“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 11. janúar 2017 21:03 Einar segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hans mat en hann tekur það fram að Björn hljóti að hafa einhver völd í Vinstri grænum. Vísir /Anton Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi gagnrýndi Björn Val Gíslason harðlega á samfélagsmiðlum í gær og gaf í skyn að Björn bæri ábyrgð á því að Vinstri grænum tókst ekki að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Einar nefnir meðal annars að ástæðan fyrir því að upp úr viðræðunum slitnaði sé vegna þess að Björn sé mikill stuðningsmaður útgerðarinnar enda sé hann sjálfur fyrrverandi skipstjóri. Hann gagnrýnir sömuleiðis orð Björns Vals sem hann lét falla í Vikulokunum á RÚV 10. desember þar sem Björn sýndi fram á vilja að ræða við Sjálfstæðisflokkinn þegar viðkvæmar viðræður voru í gangi milli flokkanna fimm. Þetta kemur fram hjá DV.Hálfgert bríarí Vísir hafði samband við Einar sem sagði að viðbrögð hans hefðu verið við tilvitnun sem gerð var í Björn Val Gíslason þar sem sá síðarnefndi er sagður hafa talað fyrir málamiðlunum í ríkistjórnarviðræðum. Einar segist gruna að Björn Valur hafi ekki verði tilbúinn að gera málamiðlanir varðandi sjávarútvegsmál og því hafi viðræðurnar ekki náð lengra. „Þetta var náttúrulega bara í hálfgerðu bríaríi. Það var á einhverjum þræðinum á Facebook, einum af ansi mörgum, þá voru höfð eftir Birni Vali Gíslasyni þau orð að menn þyrftu að gera málamiðlanir annars væru þeir að eftirláta öðrum að stjórna. Í tilefni af þessu skrifaði ég eitthvað á þann veg að mér þætti skemmtilegt að þarna væri verið að vitna í Björn Val Gíslason, manninn sem hefði sett sand í gírkassann í þessum viðræðum,“ segir Einar. Einar segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hans mat en hann tekur það fram að Björn hljóti að hafa einhver völd í Vinstri grænum. „Þó hann sé ekki á þingi, þá er hann varaformaður og hans orð hljóta að hafa einhverja vigt,“ Einar segir að hann hafi fengið nokkur viðbrögð og að fólk sé að senda honum skilaboð. Viðbrögðin séu sterk og jákvæð enn sem komið er en hann væntir þess að neikvæð viðbrögð séu handan við hornið.Björn Valur segist ekki hafa haft áhrif á viðræðurnar á milli flokkanna fimm.visir/gvaKemur af fjöllum Vísir hafði samband við Björn Val Gíslason en hann sagðist hreinlega koma af fjöllum hvað þessi ummæli varðar. „Ég tók ekki þátt í þessum viðræðum og hafði engin áhrif á þær,“segir Björn. Hann segir það reyndar vera rétt hjá Einari að vissulega hafi orð hans vigt innan flokksins þar sem hann sé varaformaður en hann hafi ekki haft nein áhrif á þessar viðræður. Hvað varðar ummæli Einars um hátterni Björns í Vikulokunum kveðst hann að nokkru leyti geta tekið undir það að orð sín um viðræður við Sjálfstæðisflokkinn hafi kannski ekki hjálpað til. Björn segir einnig að ekki sé hægt að vitna í fyrrverandi starf hans sem skipstjóri og ýja að því að það sé ástæðan fyrir því að málamiðlanir voru ekki gerðar í sjávarútvegsmálum. „Hann hefur greinilega þá skoðun að fólk sé eign atvinnurekenda. Það er að segja vinnurðu á sjó þá sértu handbendi útgerðarmanna og vinnurðu í verslun sértu handbendi verslunar og þjónustu. Sjómenn eru rétt eins og annað fólk, hafa stjórnmálaskoðanir og skoðanir á lífinu og tilverunni. Það hefur aldrei neinn átt mig. Það á mig enginn nema ég sjálfur,“ segir Björn og segist í raun standa á gati hvað allt þetta varðar.“ Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Einar Brynjólfsson þingmaður Pírata í Norðausturkjördæmi gagnrýndi Björn Val Gíslason harðlega á samfélagsmiðlum í gær og gaf í skyn að Björn bæri ábyrgð á því að Vinstri grænum tókst ekki að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Einar nefnir meðal annars að ástæðan fyrir því að upp úr viðræðunum slitnaði sé vegna þess að Björn sé mikill stuðningsmaður útgerðarinnar enda sé hann sjálfur fyrrverandi skipstjóri. Hann gagnrýnir sömuleiðis orð Björns Vals sem hann lét falla í Vikulokunum á RÚV 10. desember þar sem Björn sýndi fram á vilja að ræða við Sjálfstæðisflokkinn þegar viðkvæmar viðræður voru í gangi milli flokkanna fimm. Þetta kemur fram hjá DV.Hálfgert bríarí Vísir hafði samband við Einar sem sagði að viðbrögð hans hefðu verið við tilvitnun sem gerð var í Björn Val Gíslason þar sem sá síðarnefndi er sagður hafa talað fyrir málamiðlunum í ríkistjórnarviðræðum. Einar segist gruna að Björn Valur hafi ekki verði tilbúinn að gera málamiðlanir varðandi sjávarútvegsmál og því hafi viðræðurnar ekki náð lengra. „Þetta var náttúrulega bara í hálfgerðu bríaríi. Það var á einhverjum þræðinum á Facebook, einum af ansi mörgum, þá voru höfð eftir Birni Vali Gíslasyni þau orð að menn þyrftu að gera málamiðlanir annars væru þeir að eftirláta öðrum að stjórna. Í tilefni af þessu skrifaði ég eitthvað á þann veg að mér þætti skemmtilegt að þarna væri verið að vitna í Björn Val Gíslason, manninn sem hefði sett sand í gírkassann í þessum viðræðum,“ segir Einar. Einar segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hans mat en hann tekur það fram að Björn hljóti að hafa einhver völd í Vinstri grænum. „Þó hann sé ekki á þingi, þá er hann varaformaður og hans orð hljóta að hafa einhverja vigt,“ Einar segir að hann hafi fengið nokkur viðbrögð og að fólk sé að senda honum skilaboð. Viðbrögðin séu sterk og jákvæð enn sem komið er en hann væntir þess að neikvæð viðbrögð séu handan við hornið.Björn Valur segist ekki hafa haft áhrif á viðræðurnar á milli flokkanna fimm.visir/gvaKemur af fjöllum Vísir hafði samband við Björn Val Gíslason en hann sagðist hreinlega koma af fjöllum hvað þessi ummæli varðar. „Ég tók ekki þátt í þessum viðræðum og hafði engin áhrif á þær,“segir Björn. Hann segir það reyndar vera rétt hjá Einari að vissulega hafi orð hans vigt innan flokksins þar sem hann sé varaformaður en hann hafi ekki haft nein áhrif á þessar viðræður. Hvað varðar ummæli Einars um hátterni Björns í Vikulokunum kveðst hann að nokkru leyti geta tekið undir það að orð sín um viðræður við Sjálfstæðisflokkinn hafi kannski ekki hjálpað til. Björn segir einnig að ekki sé hægt að vitna í fyrrverandi starf hans sem skipstjóri og ýja að því að það sé ástæðan fyrir því að málamiðlanir voru ekki gerðar í sjávarútvegsmálum. „Hann hefur greinilega þá skoðun að fólk sé eign atvinnurekenda. Það er að segja vinnurðu á sjó þá sértu handbendi útgerðarmanna og vinnurðu í verslun sértu handbendi verslunar og þjónustu. Sjómenn eru rétt eins og annað fólk, hafa stjórnmálaskoðanir og skoðanir á lífinu og tilverunni. Það hefur aldrei neinn átt mig. Það á mig enginn nema ég sjálfur,“ segir Björn og segist í raun standa á gati hvað allt þetta varðar.“
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði