Farið fram á þyngri dóma vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls með Norrænu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2017 11:30 Frá meðferð málsins í Hæstarétti í gær. vísir/gva Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn þeim Davíð Berndsen Bjarkasyni, Baldri Guðmundssyni, Jeffrey Felice Angelo Uylman og Peter Schmitz fór fram í Hæstarétti í gær. Ákæruvaldið fer fram á þyngri dóma en fjórmenningarnir hlutu í héraði í september síðastliðnum þar sem þeir voru dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að umfangsmiklu fíkniefnasmygli með Norrænu haustið 2015. Davíð var dæmdur í fangelsi í átta ár og sex mánuði, Baldur fékk sex ára dóm og þeir Angelo og Peter voru dæmdir í fimm ára fangelsi. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til landsins annars vegar 19,5 kíló af amfetamíni og hins vegar 2,5 kíló af kókaíni en efnin voru falin í Volkswagen Touran sem Angelo kom á hingað til lands þann 22. september 2015. Angelo var ákærður fyrir flutninginn á efnunum hingað til lands og Peter ákærður fyrir að hafa undirbúið og aðstoðað þann fyrrnefnda vegna ferða hans hingað til Íslands en Angelo fór af landi brott þann 25. september og kom aftur þremur dögum síðar. Þá var Peter með honum í för. Þeir Baldur og Davíð voru svo ákærðir fyrir að hafa skipulagt innflutninginn á fíkniefnunum til Íslands og að hafa fjármagnað kaupin á efnunum að hluta. Fyrir Hæstarétti í gær fór saksóknari fram á að þeir Angelo og Peter yrðu dæmdir í sex til átta ára fangelsi og að þeir Baldur og Davíð yrðu dæmdir í tíu ára fangelsi vegna málsins þar sem þeirra þáttur væri metinn alvarlegri en hinna tveggja. Vísaði ákæruvaldið máli sínu til stuðnings í mikið magn fíkniefna og það hversu skipulagt brot fjórmenninganna væri. Tengdar fréttir Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31 Norrænusmyglið: Þungir dómar féllu í héraðsdómi Íslendingarnir fengu átta ára dóm en Hollendingarnir fimm ára dóm í málinu. 21. september 2016 14:00 Hinn Íslendingurinn um rannsókn lögreglu: „Þetta er bara hlægilegt“ Ákærði segir skjöl sem fundust í tölvu hans ekki tengjast fíkniefnaviðskiptum með neinum hætti. 11. ágúst 2016 15:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn þeim Davíð Berndsen Bjarkasyni, Baldri Guðmundssyni, Jeffrey Felice Angelo Uylman og Peter Schmitz fór fram í Hæstarétti í gær. Ákæruvaldið fer fram á þyngri dóma en fjórmenningarnir hlutu í héraði í september síðastliðnum þar sem þeir voru dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að umfangsmiklu fíkniefnasmygli með Norrænu haustið 2015. Davíð var dæmdur í fangelsi í átta ár og sex mánuði, Baldur fékk sex ára dóm og þeir Angelo og Peter voru dæmdir í fimm ára fangelsi. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til landsins annars vegar 19,5 kíló af amfetamíni og hins vegar 2,5 kíló af kókaíni en efnin voru falin í Volkswagen Touran sem Angelo kom á hingað til lands þann 22. september 2015. Angelo var ákærður fyrir flutninginn á efnunum hingað til lands og Peter ákærður fyrir að hafa undirbúið og aðstoðað þann fyrrnefnda vegna ferða hans hingað til Íslands en Angelo fór af landi brott þann 25. september og kom aftur þremur dögum síðar. Þá var Peter með honum í för. Þeir Baldur og Davíð voru svo ákærðir fyrir að hafa skipulagt innflutninginn á fíkniefnunum til Íslands og að hafa fjármagnað kaupin á efnunum að hluta. Fyrir Hæstarétti í gær fór saksóknari fram á að þeir Angelo og Peter yrðu dæmdir í sex til átta ára fangelsi og að þeir Baldur og Davíð yrðu dæmdir í tíu ára fangelsi vegna málsins þar sem þeirra þáttur væri metinn alvarlegri en hinna tveggja. Vísaði ákæruvaldið máli sínu til stuðnings í mikið magn fíkniefna og það hversu skipulagt brot fjórmenninganna væri.
Tengdar fréttir Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31 Norrænusmyglið: Þungir dómar féllu í héraðsdómi Íslendingarnir fengu átta ára dóm en Hollendingarnir fimm ára dóm í málinu. 21. september 2016 14:00 Hinn Íslendingurinn um rannsókn lögreglu: „Þetta er bara hlægilegt“ Ákærði segir skjöl sem fundust í tölvu hans ekki tengjast fíkniefnaviðskiptum með neinum hætti. 11. ágúst 2016 15:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31
Norrænusmyglið: Þungir dómar féllu í héraðsdómi Íslendingarnir fengu átta ára dóm en Hollendingarnir fimm ára dóm í málinu. 21. september 2016 14:00
Hinn Íslendingurinn um rannsókn lögreglu: „Þetta er bara hlægilegt“ Ákærði segir skjöl sem fundust í tölvu hans ekki tengjast fíkniefnaviðskiptum með neinum hætti. 11. ágúst 2016 15:11