Aldrei ætlunin að nota myndirnar til að selja kjóla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. júlí 2017 18:48 Hér sést Björt í kjól Galvan á Instagram hönnunarmerkisins. Mynd/Skjáskot af Instagram Tilgangurinn með myndum af Björtu Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra í kjól frá Galvan London í þingsal var aldrei að selja kjóla „út í hinum stóra heimi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sólveigu Káradóttur, einum stofnanda Galvan London, sem Vísir hefur undir höndum. „Hugmyndin var sú að nota GalvanLondon til þess að þjóna íslenskum konum, ekki íslenska konu til þess að þjóna GalvanLondon, með því að sýna heiminum hvernig íslenskar konur geta risið til valda í okkar kyrkingslegu stjórnmálum þrátt fyrir æsku og fegurð,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Sólveigu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Björt hafi látið mynda sig í kjól frá fyrirtækinu breska fyrirtækinu Galvan, en Sólveig Káradóttir er góð vinkona hennar. Fréttin vakti mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að gagnrýna ráðherra fyrir að vera á afar gráu siðferðilegu svæði með því að misnota aðstöðu sína og auglýsa varning fyrir vinkonu sína á vettvangi hins háa Alþingis. Björt hefur í tvígang í dag beðist afsökunar á málinu.Tilkynning Sólveigar í heild sinni: Fyrir nokkrum árum stofnaði ég ásamt vinkonum mínum tveimur tískufyrirtæki sem heitir GalvanLondon sem hannar og býr til fínan klæðnað á konur. Vörur frá fyrirtækinu eru nú í um það bil 70 þekktustu tískuvöruverslunum heims og myndir af frægum konum beggja vegna Atlantshafsins klæddar í fötin okkar birtast reglulega í heimspressunni.Þegar við Björt Ólafsdóttir vinkona mín og ráðherra létum taka af henni myndir í einum af kjólunum okkar í salarkynnum Alþingis var hugmyndin aldrei sú að nota þær til þess að selja kjóla út í hinum stóra heimi vegna þess að þrátt fyrir ótrúlega mikla verðleika hefur hún líklega ekki það til að bera sem selur kjóla utan Íslands sem er ekki á markaðssvæði GalvanLondon.Hugmyndin var að sýna heiminum íslenska konu sem sameinar það að vera ung og falleg og glæsileg og sterk og gáfuð og kjarkmikil, sýna heiminum konu sem hefur sýnt langt nef þeim karlrembukúltúr sem ríður röftum í íslenskum stjórnmálum. Hugmyndin var sú að nota GalvanLondon til þess að þjóna íslenskum konum, ekki íslenska konu til þess að þjóna GalvanLondon, með því að sýna heiminum hvernig íslenskar konur geta risið til valda í okkar kyrkingslegu stjórnmálum þrátt fyrir æsku og fegurð. Tengdar fréttir Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00 Stóra kjólamálið: Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi Umhverfisráðherra játar að hafa farið fram úr sér í fyrstu viðbrögðum og biðst nú afsökunar. 31. júlí 2017 13:29 Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. 31. júlí 2017 11:49 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Tilgangurinn með myndum af Björtu Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra í kjól frá Galvan London í þingsal var aldrei að selja kjóla „út í hinum stóra heimi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sólveigu Káradóttur, einum stofnanda Galvan London, sem Vísir hefur undir höndum. „Hugmyndin var sú að nota GalvanLondon til þess að þjóna íslenskum konum, ekki íslenska konu til þess að þjóna GalvanLondon, með því að sýna heiminum hvernig íslenskar konur geta risið til valda í okkar kyrkingslegu stjórnmálum þrátt fyrir æsku og fegurð,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Sólveigu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Björt hafi látið mynda sig í kjól frá fyrirtækinu breska fyrirtækinu Galvan, en Sólveig Káradóttir er góð vinkona hennar. Fréttin vakti mikla athygli og hafa ýmsir orðið til að gagnrýna ráðherra fyrir að vera á afar gráu siðferðilegu svæði með því að misnota aðstöðu sína og auglýsa varning fyrir vinkonu sína á vettvangi hins háa Alþingis. Björt hefur í tvígang í dag beðist afsökunar á málinu.Tilkynning Sólveigar í heild sinni: Fyrir nokkrum árum stofnaði ég ásamt vinkonum mínum tveimur tískufyrirtæki sem heitir GalvanLondon sem hannar og býr til fínan klæðnað á konur. Vörur frá fyrirtækinu eru nú í um það bil 70 þekktustu tískuvöruverslunum heims og myndir af frægum konum beggja vegna Atlantshafsins klæddar í fötin okkar birtast reglulega í heimspressunni.Þegar við Björt Ólafsdóttir vinkona mín og ráðherra létum taka af henni myndir í einum af kjólunum okkar í salarkynnum Alþingis var hugmyndin aldrei sú að nota þær til þess að selja kjóla út í hinum stóra heimi vegna þess að þrátt fyrir ótrúlega mikla verðleika hefur hún líklega ekki það til að bera sem selur kjóla utan Íslands sem er ekki á markaðssvæði GalvanLondon.Hugmyndin var að sýna heiminum íslenska konu sem sameinar það að vera ung og falleg og glæsileg og sterk og gáfuð og kjarkmikil, sýna heiminum konu sem hefur sýnt langt nef þeim karlrembukúltúr sem ríður röftum í íslenskum stjórnmálum. Hugmyndin var sú að nota GalvanLondon til þess að þjóna íslenskum konum, ekki íslenska konu til þess að þjóna GalvanLondon, með því að sýna heiminum hvernig íslenskar konur geta risið til valda í okkar kyrkingslegu stjórnmálum þrátt fyrir æsku og fegurð.
Tengdar fréttir Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00 Stóra kjólamálið: Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi Umhverfisráðherra játar að hafa farið fram úr sér í fyrstu viðbrögðum og biðst nú afsökunar. 31. júlí 2017 13:29 Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. 31. júlí 2017 11:49 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00
Stóra kjólamálið: Björt segist hafa sýnt dómgreindarleysi Umhverfisráðherra játar að hafa farið fram úr sér í fyrstu viðbrögðum og biðst nú afsökunar. 31. júlí 2017 13:29
Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. 31. júlí 2017 11:49