Danirnir segja Ísland vera með betra lið en Kólumbía, Sviss og Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson er aðalstjarna liðsins hjá Dönunum og Ragnar Sigurðsson er líka nefndur. Vísir/Getty Danir verða eins og við Íslendingar í pottinum þegar dregið verður í riðli í úrslitakeppni HM í fótbolta en drátturinn fer fram á morgun í Kremlín höllinni í Moskvu. Danska ríkisstjórnvarpið, DR, hefur raðað öllum 32 þjóðunum í styrkleikaröð fyrir dráttinn. Danirnir segja þar að aðeins fjórtán þjóðir séu með betra landslið en Ísland en strákarnir okkar eru í fimmtánda sæti á lista DR. Sérfræðingar DR hafa auðvitað trú á sínu landsliði en Danir sjálfir eru í þrettánda sæti og því aðeins tveimur sætum ofar en við Íslendingar. Á milli Dana og Íslendinga eru Nígeríumenn og Króatarnir eru síðan þremur sætum ofar en íslenska landsliðið þrátt fyrir að Ísland hafi skilið þá eftir í öðru sæti riðilsins í undankeppninni. Meðal þjóða sem Danir telja að séu með slakara lið en Ísland eru Kólumbía, Sviss og Svíþjóð. Stærstu stjörnur íslenska liðsins að mati DR eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Bikir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson. Íslenska liðið fær hrós fyrir að vinna riðil með sterkum knattspyrnuþjóðum eins og Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi og þá er rifjað upp þegar íslenska liðið komst alla leið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi 2016. Styrkir liðsins eru hinsvegar ekki stjörnurnar heldur liðsheildin, samheldnin og stemmningin. „Ísland er í fyrsta sinn með á HM og eru Íslendinga mjög ánægðir með það. Liðið verður skeinuhættur mótherji fyrir allar þjóðir í lokakeppninni,“ segir í umfjölluninni um Ísland. DR hefur birt efstu 22 liðin á listanum sínum sem má sjá hér (10 til 19) og hér (20 til 32) en topplistinn er síðan hér fyrir neðan.Styrkleikaröð DR: (10. til 32. sæti) 10. sæti Úrúgvæ 11. sæti Mexíkó 12. sæti Króatía 13. sæti Danmörk 14. sæti Nígería 15. sæti Ísland 16. sæti Sviss 17. sæti Kólumbía 18. sæti Senegal 19. sæti Svíþjóð 20. sæti Marokkó 21. sæti Egyptaland 22. sæti Serbía 23. sæti Japan 24. sæti Kosta Ríka 25. sæti Íran 26. sæti Perú 27. sæti Túnis 28. sæti Suður-Kórea 29. sæti Sádí-Arabía 30. sæti Rússland 31. sæti Panama 32. sæti Ástralía HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Danir verða eins og við Íslendingar í pottinum þegar dregið verður í riðli í úrslitakeppni HM í fótbolta en drátturinn fer fram á morgun í Kremlín höllinni í Moskvu. Danska ríkisstjórnvarpið, DR, hefur raðað öllum 32 þjóðunum í styrkleikaröð fyrir dráttinn. Danirnir segja þar að aðeins fjórtán þjóðir séu með betra landslið en Ísland en strákarnir okkar eru í fimmtánda sæti á lista DR. Sérfræðingar DR hafa auðvitað trú á sínu landsliði en Danir sjálfir eru í þrettánda sæti og því aðeins tveimur sætum ofar en við Íslendingar. Á milli Dana og Íslendinga eru Nígeríumenn og Króatarnir eru síðan þremur sætum ofar en íslenska landsliðið þrátt fyrir að Ísland hafi skilið þá eftir í öðru sæti riðilsins í undankeppninni. Meðal þjóða sem Danir telja að séu með slakara lið en Ísland eru Kólumbía, Sviss og Svíþjóð. Stærstu stjörnur íslenska liðsins að mati DR eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Bikir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson. Íslenska liðið fær hrós fyrir að vinna riðil með sterkum knattspyrnuþjóðum eins og Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi og þá er rifjað upp þegar íslenska liðið komst alla leið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi 2016. Styrkir liðsins eru hinsvegar ekki stjörnurnar heldur liðsheildin, samheldnin og stemmningin. „Ísland er í fyrsta sinn með á HM og eru Íslendinga mjög ánægðir með það. Liðið verður skeinuhættur mótherji fyrir allar þjóðir í lokakeppninni,“ segir í umfjölluninni um Ísland. DR hefur birt efstu 22 liðin á listanum sínum sem má sjá hér (10 til 19) og hér (20 til 32) en topplistinn er síðan hér fyrir neðan.Styrkleikaröð DR: (10. til 32. sæti) 10. sæti Úrúgvæ 11. sæti Mexíkó 12. sæti Króatía 13. sæti Danmörk 14. sæti Nígería 15. sæti Ísland 16. sæti Sviss 17. sæti Kólumbía 18. sæti Senegal 19. sæti Svíþjóð 20. sæti Marokkó 21. sæti Egyptaland 22. sæti Serbía 23. sæti Japan 24. sæti Kosta Ríka 25. sæti Íran 26. sæti Perú 27. sæti Túnis 28. sæti Suður-Kórea 29. sæti Sádí-Arabía 30. sæti Rússland 31. sæti Panama 32. sæti Ástralía
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira