Boða þyngri refsistefnu við sölu og innflutningi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar var samþykktur í gær. Vísir/Ernir Tekjuafgangur verður 10 milljörðum lægri en stefnt var að í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í október síðastliðnum, samkvæmt málefnasamningi verðandi ríkisstjórnar. Þessir tíu milljarðar verða að langstærstum hluta nýttir til heilbrigðismála. Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningnum sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykktu í gær eru áform um afnám verðtryggingar í áföngum, móttaka fleiri flóttamanna, áhersla á uppbyggingu í samgöngumálum, bæði á suðvesturhorninu og landsbyggðinni. Sporna á gegn launamun kynjanna með nýjum skilyrðum í ársreikningagerð fyrirtækja og kanna kosti þess að beita aðgangsstýringu í ferðaþjónustu. Þá verður ekki af hækkun virðisaukaskatts á greinina sem síðasta ríkisstjórn stefndi á. Hinsegin málefni eru í fyrsta sinn nefnd í stjórnarsáttmála með áherslu á kynrænt sjálfræði. Ný ríkisstjórn hyggst herða refsingar fyrir sölu og innflutning fíkniefna en draga úr refsingum fyrir vörslu neysluskammta. Löggæsla verður efld, réttarstaða þolenda kynferðisofbeldis bætt og aðstoð til þeirra betur tryggð.Loftslagsmálin eru fyrirferðarmikil í málefnasamningnum. Þótt Parísarsamkomulagði verði leiðarljós er markmiðið að ganga enn lengra og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Meðal aðgerða til að stuðla að þessum markmiðum er að tvöfalda kolefnisgjaldið strax og hækka það svo áfram í samræmi við áætlun í loftslagsmálum. Ný ríkisstjórn stefnir einnig að því að ná meðaltali OECD í fjármögnun háskóla á árinu 2020. Meðal breytinga á námslánakerfinu verða nýmæli sem stuðla eiga að því að fólk setjist að á landsbyggðinni. Ríkisfjármálin eru fyrirferðarmikil í sáttmálanum, bæði vegna komandi kjaraviðræðna en einnig vegna áherslu flokkanna á tekjur ríkisins af ríkiseignum og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Aðild að ESB er ekki á dagskrá nýrrar stjórnar og ekki er minnst á aðild að Atlantshafsbandalaginu en Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa ætíð verið á öndverðum meiði í afstöðu sinni til þess. Í samningnum er hins vegar vísað til þjóðaröryggisstefnunnar sem Alþingi hefur samþykkt og þar kemur fram að aðildin að NATO sé hornsteinn varna landsins. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Tekjuafgangur verður 10 milljörðum lægri en stefnt var að í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í október síðastliðnum, samkvæmt málefnasamningi verðandi ríkisstjórnar. Þessir tíu milljarðar verða að langstærstum hluta nýttir til heilbrigðismála. Meðal þess sem fram kemur í málefnasamningnum sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykktu í gær eru áform um afnám verðtryggingar í áföngum, móttaka fleiri flóttamanna, áhersla á uppbyggingu í samgöngumálum, bæði á suðvesturhorninu og landsbyggðinni. Sporna á gegn launamun kynjanna með nýjum skilyrðum í ársreikningagerð fyrirtækja og kanna kosti þess að beita aðgangsstýringu í ferðaþjónustu. Þá verður ekki af hækkun virðisaukaskatts á greinina sem síðasta ríkisstjórn stefndi á. Hinsegin málefni eru í fyrsta sinn nefnd í stjórnarsáttmála með áherslu á kynrænt sjálfræði. Ný ríkisstjórn hyggst herða refsingar fyrir sölu og innflutning fíkniefna en draga úr refsingum fyrir vörslu neysluskammta. Löggæsla verður efld, réttarstaða þolenda kynferðisofbeldis bætt og aðstoð til þeirra betur tryggð.Loftslagsmálin eru fyrirferðarmikil í málefnasamningnum. Þótt Parísarsamkomulagði verði leiðarljós er markmiðið að ganga enn lengra og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Meðal aðgerða til að stuðla að þessum markmiðum er að tvöfalda kolefnisgjaldið strax og hækka það svo áfram í samræmi við áætlun í loftslagsmálum. Ný ríkisstjórn stefnir einnig að því að ná meðaltali OECD í fjármögnun háskóla á árinu 2020. Meðal breytinga á námslánakerfinu verða nýmæli sem stuðla eiga að því að fólk setjist að á landsbyggðinni. Ríkisfjármálin eru fyrirferðarmikil í sáttmálanum, bæði vegna komandi kjaraviðræðna en einnig vegna áherslu flokkanna á tekjur ríkisins af ríkiseignum og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Aðild að ESB er ekki á dagskrá nýrrar stjórnar og ekki er minnst á aðild að Atlantshafsbandalaginu en Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hafa ætíð verið á öndverðum meiði í afstöðu sinni til þess. Í samningnum er hins vegar vísað til þjóðaröryggisstefnunnar sem Alþingi hefur samþykkt og þar kemur fram að aðildin að NATO sé hornsteinn varna landsins.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira