Forsætisráðherra hress eins og ávallt og nýbúinn að kaupa slátur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 15:33 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra þegar hún mætti á ríkisráðsfund rétt fyrir klukkan 15 í dag. vísir/ernir Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mættu hver af öðrum á ríkisráðsfund á Bessastaði rétt fyrir klukkan 15 í dag. Það lá vel á þeim öllum eins og við var að búast og var forsætisráðherra sérstaklega hress þar sem hún ræddi við fjölmiðlamenn á tröppunum á Bessastöðum. „Ég er bara hress eins og ávallt,“ sagði Katrín. „Ég var áðan að kaupa slátur og það var mikill hressleiki þar sem ég var í matvörubúðinni þannig að ég fann góða strauma,“ bætti hún síðar við. Svandís Svavarsdóttir, verðandi heilbrigðisráðherra fyrir VG, sagðist verkefnið leggjast mjög vel í sig. „Það er gaman að takast á við nýja hluti. Það þarf að taka til hendinni í heilbrigðismálunum og það á vel við mig að taka til hendinni,“ sagði Svandís. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, hafði orð á því að alþekkt væri að það ætti það til að gusta og blása um heilbrigðisráðherra. „Já, það gustaði og blés um mig í umhverfisráðuneytinu og ég kann áægtlega við við mig þar sem blæs um og gustar,“ sagði Svandís.Auðmjúkur og þakklátur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verðandi umhverfisráðherra, sagði nýja starfið leggjast ágætlega í sig. „Ég er auðmjúkur og þakklátur og hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Katrínu fyrst hafa hringt í sig í gær og svo aftur í gærkvöldi. „Ég hugsaði mig um, já að sjálfsögðu gerir maður það með svona stórar ákvarðanir.“ Lilja Alfreðsdóttir, verðandi mennta-og menningarmálaráðherra, sagði að til stæði að efla verk-og iðnnám og veita meira fé til framhaldsskólanna og háskólanna. Þá leggst nýja starfið vel í Ásmund Einar Daðason, verðandi félagsmálaráðherra, og kvaðst hann mjög ánægður með nýja ríkisstjórn. Þá fengi málaflokkur hans mikinn sess í stjórnarsáttmálanum. „Þetta er spennandi og krefjandi,“ sagði Ásmundur Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi sveitarstjórnar- og samgönguráðherra sagði það leggjast vel í sig að mæta á ríkisráðsfund. „Ég rata svo sem,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði og bætti svo við að þetta væri skemmtilegur dagur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03 Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47 Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mættu hver af öðrum á ríkisráðsfund á Bessastaði rétt fyrir klukkan 15 í dag. Það lá vel á þeim öllum eins og við var að búast og var forsætisráðherra sérstaklega hress þar sem hún ræddi við fjölmiðlamenn á tröppunum á Bessastöðum. „Ég er bara hress eins og ávallt,“ sagði Katrín. „Ég var áðan að kaupa slátur og það var mikill hressleiki þar sem ég var í matvörubúðinni þannig að ég fann góða strauma,“ bætti hún síðar við. Svandís Svavarsdóttir, verðandi heilbrigðisráðherra fyrir VG, sagðist verkefnið leggjast mjög vel í sig. „Það er gaman að takast á við nýja hluti. Það þarf að taka til hendinni í heilbrigðismálunum og það á vel við mig að taka til hendinni,“ sagði Svandís. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, hafði orð á því að alþekkt væri að það ætti það til að gusta og blása um heilbrigðisráðherra. „Já, það gustaði og blés um mig í umhverfisráðuneytinu og ég kann áægtlega við við mig þar sem blæs um og gustar,“ sagði Svandís.Auðmjúkur og þakklátur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verðandi umhverfisráðherra, sagði nýja starfið leggjast ágætlega í sig. „Ég er auðmjúkur og þakklátur og hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Katrínu fyrst hafa hringt í sig í gær og svo aftur í gærkvöldi. „Ég hugsaði mig um, já að sjálfsögðu gerir maður það með svona stórar ákvarðanir.“ Lilja Alfreðsdóttir, verðandi mennta-og menningarmálaráðherra, sagði að til stæði að efla verk-og iðnnám og veita meira fé til framhaldsskólanna og háskólanna. Þá leggst nýja starfið vel í Ásmund Einar Daðason, verðandi félagsmálaráðherra, og kvaðst hann mjög ánægður með nýja ríkisstjórn. Þá fengi málaflokkur hans mikinn sess í stjórnarsáttmálanum. „Þetta er spennandi og krefjandi,“ sagði Ásmundur Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi sveitarstjórnar- og samgönguráðherra sagði það leggjast vel í sig að mæta á ríkisráðsfund. „Ég rata svo sem,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði og bætti svo við að þetta væri skemmtilegur dagur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03 Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47 Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03
Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47
Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20