Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 11:20 Formennirnir þrír þegar þeir kynntu sáttmálann í morgun. vísir/eyþór Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeim varð tíðrætt um að sáttmálinn væri óvenju ítarlegur og að í honum kvæði við nýjan tón en ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, ætlar sér meðal annars að efla Alþingi, fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir þjóðina og fara í stórsókn í menntamálum. Vinstri græn fara með forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í stjórninni og Framsókn með samgöngu-og sveitarstjórnarmál, félags-og húsnæðismál og mennta-og menningarmál. Sjálfstæðisflokkurinn fer síðan með efnahags-og viðskiptaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, ferðamála-og iðnaðarráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið. Þá fá Vinstri græn forseta Alþingis. Taka höndum saman um tiltekin verkefni „Þetta er ekki bara spurning um þetta ríkisstjórnarsamstarf heldur líka eflingu Alþingis. Það er mikilvægt að við reynum að breyta vinnubrögðum og það er nýr tónn að þessir flokkir setjist niður og skrifi sáttmála og að jafn ólíkir flokkar taki höndum saman og brúi þau bil sem þar eru á milli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars. Hún hóf fundinn og sagði það liggja fyrir að það væru stór verkefni fram undan í íslensku samfélagi. „Þau felast ekki síst í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega menntakerfið, heilbrigðiskerfið og samgöngumálin. Þá sagði hún jafnframt mikilvægt að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og skapa sátt á vinnumarkaði. „Það verður forgangsmál okkar fljótlega að setjast niður til funda með aðilum vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín.Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.Tímamót hvernig horft er til Alþingis Hún sagði það leiðarljós í stjórnarsáttmálanum að flokkarnir þrír væru að taka höndum saman um tiltekin verkefni sem þeir telja vera lykilatriði fyrir íslenst samfélag og íslenska þjóð. Þá snerist sáttmálinn ekki bara um framkvæmdavaldið. „Heldur er einbeittur vilji til þess að efla Alþingi og hlutverk þess og styðja Alþingi,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði sáttmálann sýna þjóð í sóknarhug og að verið væri að sækja fram. „Það er mikið talað um innviðauppbyggingu og það dylst engum að þeir sem að honum standa hafa mikla trú á því að hér sé hægt að gera vel,“ sagði Bjarni. Hann sagði það jafnframt tímamót hvernig horft sé til Alþingis í sáttmálanum. Upptöku frá fundinum má sjá hér.Frítekjumark aldraðra hækkað upp í 100 þúsund krónur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarsáttmálann óvenju ítarlegan og að flokkarnir hefðu gefið sér góðan tíma til þess að tala um flesta hluti. „Þessi sáttmáli endurspeglar það kannski sem sameinar alla stjórnmálaflokka á Íslandi og sérstaklega þá þrjá sem hér eru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann fór síðan yfir nokkur af þeim málum sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd og sagði að meðal annars yrði tekið á því vandamáli sem væri uppi varðandi skammtímaleigu á íbúðum, til að mynda til ferðamanna. Þá yrði tekið á verðtryggingunni og frítekjumark aldraðra verður hækkað upp í 100 þúsund krónur. Einnig er stefnt að því að gera úttekt á kjörum þeirra tekjulægstu. „Í heildina séð er þetta ítarlegur sáttmáli sem tekur á mörgum þáttum og horfir til þess að gera hag hins venjulega Íslendings betri,“ sagði Sigurður Ingi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeim varð tíðrætt um að sáttmálinn væri óvenju ítarlegur og að í honum kvæði við nýjan tón en ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, ætlar sér meðal annars að efla Alþingi, fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir þjóðina og fara í stórsókn í menntamálum. Vinstri græn fara með forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í stjórninni og Framsókn með samgöngu-og sveitarstjórnarmál, félags-og húsnæðismál og mennta-og menningarmál. Sjálfstæðisflokkurinn fer síðan með efnahags-og viðskiptaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, ferðamála-og iðnaðarráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið. Þá fá Vinstri græn forseta Alþingis. Taka höndum saman um tiltekin verkefni „Þetta er ekki bara spurning um þetta ríkisstjórnarsamstarf heldur líka eflingu Alþingis. Það er mikilvægt að við reynum að breyta vinnubrögðum og það er nýr tónn að þessir flokkir setjist niður og skrifi sáttmála og að jafn ólíkir flokkar taki höndum saman og brúi þau bil sem þar eru á milli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars. Hún hóf fundinn og sagði það liggja fyrir að það væru stór verkefni fram undan í íslensku samfélagi. „Þau felast ekki síst í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega menntakerfið, heilbrigðiskerfið og samgöngumálin. Þá sagði hún jafnframt mikilvægt að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og skapa sátt á vinnumarkaði. „Það verður forgangsmál okkar fljótlega að setjast niður til funda með aðilum vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín.Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.Tímamót hvernig horft er til Alþingis Hún sagði það leiðarljós í stjórnarsáttmálanum að flokkarnir þrír væru að taka höndum saman um tiltekin verkefni sem þeir telja vera lykilatriði fyrir íslenst samfélag og íslenska þjóð. Þá snerist sáttmálinn ekki bara um framkvæmdavaldið. „Heldur er einbeittur vilji til þess að efla Alþingi og hlutverk þess og styðja Alþingi,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði sáttmálann sýna þjóð í sóknarhug og að verið væri að sækja fram. „Það er mikið talað um innviðauppbyggingu og það dylst engum að þeir sem að honum standa hafa mikla trú á því að hér sé hægt að gera vel,“ sagði Bjarni. Hann sagði það jafnframt tímamót hvernig horft sé til Alþingis í sáttmálanum. Upptöku frá fundinum má sjá hér.Frítekjumark aldraðra hækkað upp í 100 þúsund krónur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarsáttmálann óvenju ítarlegan og að flokkarnir hefðu gefið sér góðan tíma til þess að tala um flesta hluti. „Þessi sáttmáli endurspeglar það kannski sem sameinar alla stjórnmálaflokka á Íslandi og sérstaklega þá þrjá sem hér eru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann fór síðan yfir nokkur af þeim málum sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd og sagði að meðal annars yrði tekið á því vandamáli sem væri uppi varðandi skammtímaleigu á íbúðum, til að mynda til ferðamanna. Þá yrði tekið á verðtryggingunni og frítekjumark aldraðra verður hækkað upp í 100 þúsund krónur. Einnig er stefnt að því að gera úttekt á kjörum þeirra tekjulægstu. „Í heildina séð er þetta ítarlegur sáttmáli sem tekur á mörgum þáttum og horfir til þess að gera hag hins venjulega Íslendings betri,“ sagði Sigurður Ingi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Milljarða uppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Sjá meira
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent