Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 11:20 Formennirnir þrír þegar þeir kynntu sáttmálann í morgun. vísir/eyþór Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeim varð tíðrætt um að sáttmálinn væri óvenju ítarlegur og að í honum kvæði við nýjan tón en ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, ætlar sér meðal annars að efla Alþingi, fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir þjóðina og fara í stórsókn í menntamálum. Vinstri græn fara með forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í stjórninni og Framsókn með samgöngu-og sveitarstjórnarmál, félags-og húsnæðismál og mennta-og menningarmál. Sjálfstæðisflokkurinn fer síðan með efnahags-og viðskiptaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, ferðamála-og iðnaðarráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið. Þá fá Vinstri græn forseta Alþingis. Taka höndum saman um tiltekin verkefni „Þetta er ekki bara spurning um þetta ríkisstjórnarsamstarf heldur líka eflingu Alþingis. Það er mikilvægt að við reynum að breyta vinnubrögðum og það er nýr tónn að þessir flokkir setjist niður og skrifi sáttmála og að jafn ólíkir flokkar taki höndum saman og brúi þau bil sem þar eru á milli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars. Hún hóf fundinn og sagði það liggja fyrir að það væru stór verkefni fram undan í íslensku samfélagi. „Þau felast ekki síst í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega menntakerfið, heilbrigðiskerfið og samgöngumálin. Þá sagði hún jafnframt mikilvægt að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og skapa sátt á vinnumarkaði. „Það verður forgangsmál okkar fljótlega að setjast niður til funda með aðilum vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín.Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.Tímamót hvernig horft er til Alþingis Hún sagði það leiðarljós í stjórnarsáttmálanum að flokkarnir þrír væru að taka höndum saman um tiltekin verkefni sem þeir telja vera lykilatriði fyrir íslenst samfélag og íslenska þjóð. Þá snerist sáttmálinn ekki bara um framkvæmdavaldið. „Heldur er einbeittur vilji til þess að efla Alþingi og hlutverk þess og styðja Alþingi,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði sáttmálann sýna þjóð í sóknarhug og að verið væri að sækja fram. „Það er mikið talað um innviðauppbyggingu og það dylst engum að þeir sem að honum standa hafa mikla trú á því að hér sé hægt að gera vel,“ sagði Bjarni. Hann sagði það jafnframt tímamót hvernig horft sé til Alþingis í sáttmálanum. Upptöku frá fundinum má sjá hér.Frítekjumark aldraðra hækkað upp í 100 þúsund krónur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarsáttmálann óvenju ítarlegan og að flokkarnir hefðu gefið sér góðan tíma til þess að tala um flesta hluti. „Þessi sáttmáli endurspeglar það kannski sem sameinar alla stjórnmálaflokka á Íslandi og sérstaklega þá þrjá sem hér eru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann fór síðan yfir nokkur af þeim málum sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd og sagði að meðal annars yrði tekið á því vandamáli sem væri uppi varðandi skammtímaleigu á íbúðum, til að mynda til ferðamanna. Þá yrði tekið á verðtryggingunni og frítekjumark aldraðra verður hækkað upp í 100 þúsund krónur. Einnig er stefnt að því að gera úttekt á kjörum þeirra tekjulægstu. „Í heildina séð er þetta ítarlegur sáttmáli sem tekur á mörgum þáttum og horfir til þess að gera hag hins venjulega Íslendings betri,“ sagði Sigurður Ingi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeim varð tíðrætt um að sáttmálinn væri óvenju ítarlegur og að í honum kvæði við nýjan tón en ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, ætlar sér meðal annars að efla Alþingi, fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir þjóðina og fara í stórsókn í menntamálum. Vinstri græn fara með forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í stjórninni og Framsókn með samgöngu-og sveitarstjórnarmál, félags-og húsnæðismál og mennta-og menningarmál. Sjálfstæðisflokkurinn fer síðan með efnahags-og viðskiptaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, ferðamála-og iðnaðarráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið. Þá fá Vinstri græn forseta Alþingis. Taka höndum saman um tiltekin verkefni „Þetta er ekki bara spurning um þetta ríkisstjórnarsamstarf heldur líka eflingu Alþingis. Það er mikilvægt að við reynum að breyta vinnubrögðum og það er nýr tónn að þessir flokkir setjist niður og skrifi sáttmála og að jafn ólíkir flokkar taki höndum saman og brúi þau bil sem þar eru á milli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars. Hún hóf fundinn og sagði það liggja fyrir að það væru stór verkefni fram undan í íslensku samfélagi. „Þau felast ekki síst í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega menntakerfið, heilbrigðiskerfið og samgöngumálin. Þá sagði hún jafnframt mikilvægt að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og skapa sátt á vinnumarkaði. „Það verður forgangsmál okkar fljótlega að setjast niður til funda með aðilum vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín.Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.Tímamót hvernig horft er til Alþingis Hún sagði það leiðarljós í stjórnarsáttmálanum að flokkarnir þrír væru að taka höndum saman um tiltekin verkefni sem þeir telja vera lykilatriði fyrir íslenst samfélag og íslenska þjóð. Þá snerist sáttmálinn ekki bara um framkvæmdavaldið. „Heldur er einbeittur vilji til þess að efla Alþingi og hlutverk þess og styðja Alþingi,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði sáttmálann sýna þjóð í sóknarhug og að verið væri að sækja fram. „Það er mikið talað um innviðauppbyggingu og það dylst engum að þeir sem að honum standa hafa mikla trú á því að hér sé hægt að gera vel,“ sagði Bjarni. Hann sagði það jafnframt tímamót hvernig horft sé til Alþingis í sáttmálanum. Upptöku frá fundinum má sjá hér.Frítekjumark aldraðra hækkað upp í 100 þúsund krónur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarsáttmálann óvenju ítarlegan og að flokkarnir hefðu gefið sér góðan tíma til þess að tala um flesta hluti. „Þessi sáttmáli endurspeglar það kannski sem sameinar alla stjórnmálaflokka á Íslandi og sérstaklega þá þrjá sem hér eru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann fór síðan yfir nokkur af þeim málum sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd og sagði að meðal annars yrði tekið á því vandamáli sem væri uppi varðandi skammtímaleigu á íbúðum, til að mynda til ferðamanna. Þá yrði tekið á verðtryggingunni og frítekjumark aldraðra verður hækkað upp í 100 þúsund krónur. Einnig er stefnt að því að gera úttekt á kjörum þeirra tekjulægstu. „Í heildina séð er þetta ítarlegur sáttmáli sem tekur á mörgum þáttum og horfir til þess að gera hag hins venjulega Íslendings betri,“ sagði Sigurður Ingi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15