Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 11:20 Formennirnir þrír þegar þeir kynntu sáttmálann í morgun. vísir/eyþór Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeim varð tíðrætt um að sáttmálinn væri óvenju ítarlegur og að í honum kvæði við nýjan tón en ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, ætlar sér meðal annars að efla Alþingi, fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir þjóðina og fara í stórsókn í menntamálum. Vinstri græn fara með forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í stjórninni og Framsókn með samgöngu-og sveitarstjórnarmál, félags-og húsnæðismál og mennta-og menningarmál. Sjálfstæðisflokkurinn fer síðan með efnahags-og viðskiptaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, ferðamála-og iðnaðarráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið. Þá fá Vinstri græn forseta Alþingis. Taka höndum saman um tiltekin verkefni „Þetta er ekki bara spurning um þetta ríkisstjórnarsamstarf heldur líka eflingu Alþingis. Það er mikilvægt að við reynum að breyta vinnubrögðum og það er nýr tónn að þessir flokkir setjist niður og skrifi sáttmála og að jafn ólíkir flokkar taki höndum saman og brúi þau bil sem þar eru á milli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars. Hún hóf fundinn og sagði það liggja fyrir að það væru stór verkefni fram undan í íslensku samfélagi. „Þau felast ekki síst í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega menntakerfið, heilbrigðiskerfið og samgöngumálin. Þá sagði hún jafnframt mikilvægt að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og skapa sátt á vinnumarkaði. „Það verður forgangsmál okkar fljótlega að setjast niður til funda með aðilum vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín.Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.Tímamót hvernig horft er til Alþingis Hún sagði það leiðarljós í stjórnarsáttmálanum að flokkarnir þrír væru að taka höndum saman um tiltekin verkefni sem þeir telja vera lykilatriði fyrir íslenst samfélag og íslenska þjóð. Þá snerist sáttmálinn ekki bara um framkvæmdavaldið. „Heldur er einbeittur vilji til þess að efla Alþingi og hlutverk þess og styðja Alþingi,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði sáttmálann sýna þjóð í sóknarhug og að verið væri að sækja fram. „Það er mikið talað um innviðauppbyggingu og það dylst engum að þeir sem að honum standa hafa mikla trú á því að hér sé hægt að gera vel,“ sagði Bjarni. Hann sagði það jafnframt tímamót hvernig horft sé til Alþingis í sáttmálanum. Upptöku frá fundinum má sjá hér.Frítekjumark aldraðra hækkað upp í 100 þúsund krónur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarsáttmálann óvenju ítarlegan og að flokkarnir hefðu gefið sér góðan tíma til þess að tala um flesta hluti. „Þessi sáttmáli endurspeglar það kannski sem sameinar alla stjórnmálaflokka á Íslandi og sérstaklega þá þrjá sem hér eru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann fór síðan yfir nokkur af þeim málum sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd og sagði að meðal annars yrði tekið á því vandamáli sem væri uppi varðandi skammtímaleigu á íbúðum, til að mynda til ferðamanna. Þá yrði tekið á verðtryggingunni og frítekjumark aldraðra verður hækkað upp í 100 þúsund krónur. Einnig er stefnt að því að gera úttekt á kjörum þeirra tekjulægstu. „Í heildina séð er þetta ítarlegur sáttmáli sem tekur á mörgum þáttum og horfir til þess að gera hag hins venjulega Íslendings betri,“ sagði Sigurður Ingi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeim varð tíðrætt um að sáttmálinn væri óvenju ítarlegur og að í honum kvæði við nýjan tón en ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, ætlar sér meðal annars að efla Alþingi, fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir þjóðina og fara í stórsókn í menntamálum. Vinstri græn fara með forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í stjórninni og Framsókn með samgöngu-og sveitarstjórnarmál, félags-og húsnæðismál og mennta-og menningarmál. Sjálfstæðisflokkurinn fer síðan með efnahags-og viðskiptaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, ferðamála-og iðnaðarráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið. Þá fá Vinstri græn forseta Alþingis. Taka höndum saman um tiltekin verkefni „Þetta er ekki bara spurning um þetta ríkisstjórnarsamstarf heldur líka eflingu Alþingis. Það er mikilvægt að við reynum að breyta vinnubrögðum og það er nýr tónn að þessir flokkir setjist niður og skrifi sáttmála og að jafn ólíkir flokkar taki höndum saman og brúi þau bil sem þar eru á milli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars. Hún hóf fundinn og sagði það liggja fyrir að það væru stór verkefni fram undan í íslensku samfélagi. „Þau felast ekki síst í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega menntakerfið, heilbrigðiskerfið og samgöngumálin. Þá sagði hún jafnframt mikilvægt að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og skapa sátt á vinnumarkaði. „Það verður forgangsmál okkar fljótlega að setjast niður til funda með aðilum vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín.Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.Tímamót hvernig horft er til Alþingis Hún sagði það leiðarljós í stjórnarsáttmálanum að flokkarnir þrír væru að taka höndum saman um tiltekin verkefni sem þeir telja vera lykilatriði fyrir íslenst samfélag og íslenska þjóð. Þá snerist sáttmálinn ekki bara um framkvæmdavaldið. „Heldur er einbeittur vilji til þess að efla Alþingi og hlutverk þess og styðja Alþingi,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði sáttmálann sýna þjóð í sóknarhug og að verið væri að sækja fram. „Það er mikið talað um innviðauppbyggingu og það dylst engum að þeir sem að honum standa hafa mikla trú á því að hér sé hægt að gera vel,“ sagði Bjarni. Hann sagði það jafnframt tímamót hvernig horft sé til Alþingis í sáttmálanum. Upptöku frá fundinum má sjá hér.Frítekjumark aldraðra hækkað upp í 100 þúsund krónur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarsáttmálann óvenju ítarlegan og að flokkarnir hefðu gefið sér góðan tíma til þess að tala um flesta hluti. „Þessi sáttmáli endurspeglar það kannski sem sameinar alla stjórnmálaflokka á Íslandi og sérstaklega þá þrjá sem hér eru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann fór síðan yfir nokkur af þeim málum sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd og sagði að meðal annars yrði tekið á því vandamáli sem væri uppi varðandi skammtímaleigu á íbúðum, til að mynda til ferðamanna. Þá yrði tekið á verðtryggingunni og frítekjumark aldraðra verður hækkað upp í 100 þúsund krónur. Einnig er stefnt að því að gera úttekt á kjörum þeirra tekjulægstu. „Í heildina séð er þetta ítarlegur sáttmáli sem tekur á mörgum þáttum og horfir til þess að gera hag hins venjulega Íslendings betri,“ sagði Sigurður Ingi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15