Þau kveðja ráðherrastólana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 14:03 Þorgerður Katrín kvaddi bílstjóra sinn með virktum áður en hún hélt á síðasta ríkisráðsfund sinn sem ráðherra. Vísir/Ernir Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Viðreisnar auk Jóns Gunnarssonar úr röðum Sjálfstæðisflokksins mættu á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan 13:30 í dag. Eftir tæplega ár í embætti sem ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar verða þau almennir þingmenn eða hverfa af þingi.Björt Ólafsdóttir er nýkjörin formaður Bjartrar framtíðar. Hún hverfur af þingi.Vísir/ErnirBjört Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, hafði á orði þegar hún mætti á Bessastaði að ýmislegt í stjórnarsáttmálanum væri komið úr sáttmála fyrri ríkisstjórnar. Benedikt Jóhannesson, fráfarandi fjármálaráðherra, sagði að margt úr fyrri sáttmála væri „stolið“.Þorsteinn Víglundsson verður áfram þingmaður Viðreisnar en nú í stjórnarandstöðu.Vísir/ErnirÞorsteinn Víglundsson, fráfarandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist sjá á eftir ríkisstjórninni en vona að þeirri nýju myndi farnast vel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var nýkomin úr líkamsrækt og því með tvær töskur með sér. Hún sagðist voan að Kristján Þór Júlíusson myndi fylgja eftir góðum verkum í ráðuneytinu.Jón Gunnarsson verður óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/ErnirJón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, missti ráðherraembætti sitt hjá Sjálfstæðisflokknum en ráðherrum flokksins fækkar um einn í nýju samstarfi. Hann vildi bíða með að tjá sig við fjölmiðla þar til eftir fundinn með forseta.Benedikt Jóhannesson náði ekki sæti á Alþingi í kosningunum á dögunum.Vísir/ErnirÞá er Óttar Proppé staddur erlendis og því ekki viðstaddur fundinn. Hann er í Bangladess ásamt fullrúm Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.Ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Óttari Proppé frátöldum á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag.Vísir/Ernir
Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Viðreisnar auk Jóns Gunnarssonar úr röðum Sjálfstæðisflokksins mættu á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan 13:30 í dag. Eftir tæplega ár í embætti sem ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar verða þau almennir þingmenn eða hverfa af þingi.Björt Ólafsdóttir er nýkjörin formaður Bjartrar framtíðar. Hún hverfur af þingi.Vísir/ErnirBjört Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, hafði á orði þegar hún mætti á Bessastaði að ýmislegt í stjórnarsáttmálanum væri komið úr sáttmála fyrri ríkisstjórnar. Benedikt Jóhannesson, fráfarandi fjármálaráðherra, sagði að margt úr fyrri sáttmála væri „stolið“.Þorsteinn Víglundsson verður áfram þingmaður Viðreisnar en nú í stjórnarandstöðu.Vísir/ErnirÞorsteinn Víglundsson, fráfarandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist sjá á eftir ríkisstjórninni en vona að þeirri nýju myndi farnast vel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var nýkomin úr líkamsrækt og því með tvær töskur með sér. Hún sagðist voan að Kristján Þór Júlíusson myndi fylgja eftir góðum verkum í ráðuneytinu.Jón Gunnarsson verður óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/ErnirJón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, missti ráðherraembætti sitt hjá Sjálfstæðisflokknum en ráðherrum flokksins fækkar um einn í nýju samstarfi. Hann vildi bíða með að tjá sig við fjölmiðla þar til eftir fundinn með forseta.Benedikt Jóhannesson náði ekki sæti á Alþingi í kosningunum á dögunum.Vísir/ErnirÞá er Óttar Proppé staddur erlendis og því ekki viðstaddur fundinn. Hann er í Bangladess ásamt fullrúm Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.Ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Óttari Proppé frátöldum á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag.Vísir/Ernir
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira