Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. júní 2017 18:00 Um hundrað og tuttugu lögreglumenn koma að löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir sérstöku áhættumati frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra vegna leiksins líkt og gert var fyrir fjölmenna fjölskylduhátíð sem fram fór í miðbænum í gær en þá vakti mikla athygli að sérsveitarmenn báru skotvopn við almennt eftirlit. Ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn við almennt eftirlit á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman hefur vakið mikla athygli en ákvörðunin er byggð á áhættumati vegna hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. Ákvörðunin ætti kannski ekki að koma á óvart því heimildin er til staðar í sérstökum vopnareglum sem Ólöf Nordal heitin, þáverandi Innanríkisráðherra gerði opinberar árið 2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir ákvörðun Ríkislögreglustjóra ekki hafa áhrif á viðbúnað almennra lögreglumanna. „Við hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erum almenn lögregla og það hefur ekkert breyst vopnaburður hjá okkur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir að árið 2016 hafi verið tekin sú ákvörðun að vopn skyldu vera til staðar í lögreglubílum almennra lögreglumanna og sú ákvörðun hafi verið tekin til þess að stytta viðbragðstímann komi til þess að lögregla þurfi að vopnast. Sömu reglur gilda þó um hvenær almenn lögreglan megi vopnast. Í áhættumati Ríkislögreglustjóra sem gefið var út í desember síðast liðnum með fram að áhættan á því að hryðjuverk verði farið hér á landi sé í meðal lagi og miðað við það segir lögreglustjóri ekki ástæðu til þess að lögregla beri skotvopn. „Ég get ekki talað fyrir sérsveitina. Það er Ríkislögreglustóri sem rekur sérsveit og það er allt annarskonar þjálfun og verkefni sem sinna heldur en almenn löggæsla. En miðað við þann viðbúnaðarstig sem við erum á núna þá er engin ástæða til breytinga,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun njóta liðsinnis Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og lögreglunnar á Suðurnesjum við löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld og að auki munu lögreglumenn frá Króatíu standa við hlið íslenskra lögreglumanna. Í heildina koma um 120 lögreglumenn að löggæslu á leiknum í kvöld og 140 björgunarsveitarmenn. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Það hefur verið gert sérstakt hættumat og upplýsingaöflun um þá mögulega stuðningsmenn sem að eru á bannlista í heimalandinu,“ segir Sigríður. Verður gert sérstakt hættumat fyrir alla þá viðburði sem verða haldnir eða er eitt hættumat sem gildir? „Við höfum óskað eftir sérstöku hættumati núna í ljósi þeirra hræðilegu atburða sem hafa verið í nágrannalöndum okkar. Þá höfum við talið mikilvægt að það sé gert hættumat fyrir stóra viðburði í borginni,“ segir Sigríður. Ljóst er að lögreglan er farin að beita mun öflugri úrræðum til þess að tryggja öryggi almennings á fjölmennum samkomum. Ríkislögreglustjóri hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu í dag um hvort sérsveitarmenn muni bera skotvopn við löggæslu á landsleiknum í kvöld. Tengdar fréttir Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Um hundrað og tuttugu lögreglumenn koma að löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir sérstöku áhættumati frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra vegna leiksins líkt og gert var fyrir fjölmenna fjölskylduhátíð sem fram fór í miðbænum í gær en þá vakti mikla athygli að sérsveitarmenn báru skotvopn við almennt eftirlit. Ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn við almennt eftirlit á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman hefur vakið mikla athygli en ákvörðunin er byggð á áhættumati vegna hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. Ákvörðunin ætti kannski ekki að koma á óvart því heimildin er til staðar í sérstökum vopnareglum sem Ólöf Nordal heitin, þáverandi Innanríkisráðherra gerði opinberar árið 2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir ákvörðun Ríkislögreglustjóra ekki hafa áhrif á viðbúnað almennra lögreglumanna. „Við hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erum almenn lögregla og það hefur ekkert breyst vopnaburður hjá okkur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður segir að árið 2016 hafi verið tekin sú ákvörðun að vopn skyldu vera til staðar í lögreglubílum almennra lögreglumanna og sú ákvörðun hafi verið tekin til þess að stytta viðbragðstímann komi til þess að lögregla þurfi að vopnast. Sömu reglur gilda þó um hvenær almenn lögreglan megi vopnast. Í áhættumati Ríkislögreglustjóra sem gefið var út í desember síðast liðnum með fram að áhættan á því að hryðjuverk verði farið hér á landi sé í meðal lagi og miðað við það segir lögreglustjóri ekki ástæðu til þess að lögregla beri skotvopn. „Ég get ekki talað fyrir sérsveitina. Það er Ríkislögreglustóri sem rekur sérsveit og það er allt annarskonar þjálfun og verkefni sem sinna heldur en almenn löggæsla. En miðað við þann viðbúnaðarstig sem við erum á núna þá er engin ástæða til breytinga,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun njóta liðsinnis Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og lögreglunnar á Suðurnesjum við löggæslu á leik Íslands og Króatíu sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld og að auki munu lögreglumenn frá Króatíu standa við hlið íslenskra lögreglumanna. Í heildina koma um 120 lögreglumenn að löggæslu á leiknum í kvöld og 140 björgunarsveitarmenn. Það er enn í fersku minni þegar þessi tvö lið mættust síðast en spilað var á tómum velli vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í öðrum leik. „Það hefur verið gert sérstakt hættumat og upplýsingaöflun um þá mögulega stuðningsmenn sem að eru á bannlista í heimalandinu,“ segir Sigríður. Verður gert sérstakt hættumat fyrir alla þá viðburði sem verða haldnir eða er eitt hættumat sem gildir? „Við höfum óskað eftir sérstöku hættumati núna í ljósi þeirra hræðilegu atburða sem hafa verið í nágrannalöndum okkar. Þá höfum við talið mikilvægt að það sé gert hættumat fyrir stóra viðburði í borginni,“ segir Sigríður. Ljóst er að lögreglan er farin að beita mun öflugri úrræðum til þess að tryggja öryggi almennings á fjölmennum samkomum. Ríkislögreglustjóri hefur ekki svarað fyrirspurn fréttastofu í dag um hvort sérsveitarmenn muni bera skotvopn við löggæslu á landsleiknum í kvöld.
Tengdar fréttir Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30