
Lokamínútur hálfleikja í Laugardalnum að skila okkur mörgum stigum

Ísland náði Króötum að stigum þökk sé sigurmarki Harðar Björgvins Magnússonar en hefði verið jafntefli þá hefði Ísland dottið niður í fjórða sæti riðilsins.
Ísland hefur spilað þrjá heimaleiki í undankeppninni og unnið þá alla. Íslenska liðið er með fullt hús á Laugardalsvellinum og það er ekki síst því að þakka að íslensku strákarnir hafa verið að skora mörk á lokamínútum hálfleikjanna í Dalnum.
Í 3-2 endurkomusigrinum á Finnum í október í fyrra þá var Ísland 1-2 undir í leiknum þegar klukkan sló 90. mínútur. Alfreð Finnbogason og Ragnar Sigurðsson skoruðu báðir í uppbótartíma og tryggðu íslenska liðinu öll þrjú stigin.
Í næsta heimaleik á móti Tyrkjum vann Ísland 2-0 sigur en bæði mörkin komu í lok fyrri hálfleiks. Fyrra markið var sjálfsmark Tyrkja á 42. mínútu leiksins og tveimur mínútum síðar skoraði Alfreð Finnbogason annað markið.
Ísland hefur því unnið þrjá leiki og fengið níu stig í Laugardalnum. Fimm af sex mörkum liðsins í þessum leikjum hafa komið á lokamínútum hálfleikja sem hafa því heldur betur verið dýrmætar fyrir strákana okkar í þessari undankeppni.
Tengdar fréttir

Twitter eftir leik: „Hörður Björgvin axlaði ábyrgð“
Leik Íslands og Króatíu var að ljúka rétt í þessu en Ísland sigraði 1-0. Hörður Björgvin tryggði okkur sigurinn á 90 mínútu. Hér má sjá viðbrögðin á Twitter yfir leiknum en Emil og Hörður voru vinsælir.

Einkunnir íslenska liðsins | Aron Einar maður leiksins
Aron Einar Gunnarsson var besti leikmaður íslenska landsliðsins í sigrinum glæsilega á Króatíu.

Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum
Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri.

Íslenska liðið var á leiðinni niður í fjórða sætið í riðlinum þegar Hörður skoraði
Íslenska karlalandsliðið vann dramatískan 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvellinum í kvöld en með sigrinum náði Ísland að komast upp að hlið Króötum á toppnum.

Voru búnir að bíða í 426 mínútur eftir marki á móti Króatíu
Hörður Björgvin Magnússon tryggði Íslandi 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM 2018 á Laugardalsvellinum í kvöld.