Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2017 09:15 Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. Í vikunni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að veita skyldi Robert Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, lögmannréttindi sín á ný en hann missti þau eftir dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkum árið 2008. Robert fékk uppreist æru í september í fyrra. Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra, segir að hún hefði skoðað umsókn Roberts sérstaklega. Hún hafi hafið skoðun á svipuðu máli fyrir nokkru. „ Það er að segja hvernig þessum málum er háttað. Það er auðvitað tvennt í þessari stöðu. Menn auðvitað eru að sækja um uppreist æru til þess að geta notið tiltekinna borgaralegra réttinda. Það er kveðið um það í lögum að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gengt tilteknum störfum og menn fá það ekki með uppreist æru. Mér finnst koma til greina að skoða þessi mál frá ýmsum sjónarhólum. Hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum um óflekkað mannorð og svo hins vegar mögulega hvort þurfi að endurskoða framkvæmdina er varðar uppreist æru.“ Hún er með svipað mál á sínu borði. „Maður sem hefur afplánað dóm fyrir kynferðisafbrot og þá velti ég því fyrir mér hvaða reglur giltu um þetta fyrir utan lögin sem eru býsna skýr. Það þarf að líta til fleiri ákvæða en bara lagaákvæðanna og það þarf að líta líka til framkvæmdarinnar sem er áratug venja í ráðuneytinu að veita mönnum uppreist æru að gefnum uppfylltum skilyrðum. Fannst mér ekki ástæða til þess að afgreiða þessa umsögn sjálfkrafa.“ Sigríður segir að ekki sé sjálfgefið að menn sem brjóti kynferðislega gegn börnum hafi lögmannsréttindi. „Mér finnst alveg sjálfsagt að til dæmis lögmannafélagið fjalli sérstaklega um þessi mál og löggjafinn. Ef vilji manna stendur til þess að takmarka uppreist æru við tiltekin brot og útiloka tiltekin brot þá finnst mér sjálfsagt að löggjafinn komi að því,“ segir Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra. Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. Í vikunni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að veita skyldi Robert Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, lögmannréttindi sín á ný en hann missti þau eftir dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkum árið 2008. Robert fékk uppreist æru í september í fyrra. Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra, segir að hún hefði skoðað umsókn Roberts sérstaklega. Hún hafi hafið skoðun á svipuðu máli fyrir nokkru. „ Það er að segja hvernig þessum málum er háttað. Það er auðvitað tvennt í þessari stöðu. Menn auðvitað eru að sækja um uppreist æru til þess að geta notið tiltekinna borgaralegra réttinda. Það er kveðið um það í lögum að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gengt tilteknum störfum og menn fá það ekki með uppreist æru. Mér finnst koma til greina að skoða þessi mál frá ýmsum sjónarhólum. Hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum um óflekkað mannorð og svo hins vegar mögulega hvort þurfi að endurskoða framkvæmdina er varðar uppreist æru.“ Hún er með svipað mál á sínu borði. „Maður sem hefur afplánað dóm fyrir kynferðisafbrot og þá velti ég því fyrir mér hvaða reglur giltu um þetta fyrir utan lögin sem eru býsna skýr. Það þarf að líta til fleiri ákvæða en bara lagaákvæðanna og það þarf að líta líka til framkvæmdarinnar sem er áratug venja í ráðuneytinu að veita mönnum uppreist æru að gefnum uppfylltum skilyrðum. Fannst mér ekki ástæða til þess að afgreiða þessa umsögn sjálfkrafa.“ Sigríður segir að ekki sé sjálfgefið að menn sem brjóti kynferðislega gegn börnum hafi lögmannsréttindi. „Mér finnst alveg sjálfsagt að til dæmis lögmannafélagið fjalli sérstaklega um þessi mál og löggjafinn. Ef vilji manna stendur til þess að takmarka uppreist æru við tiltekin brot og útiloka tiltekin brot þá finnst mér sjálfsagt að löggjafinn komi að því,“ segir Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra.
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira