Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2017 09:15 Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. Í vikunni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að veita skyldi Robert Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, lögmannréttindi sín á ný en hann missti þau eftir dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkum árið 2008. Robert fékk uppreist æru í september í fyrra. Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra, segir að hún hefði skoðað umsókn Roberts sérstaklega. Hún hafi hafið skoðun á svipuðu máli fyrir nokkru. „ Það er að segja hvernig þessum málum er háttað. Það er auðvitað tvennt í þessari stöðu. Menn auðvitað eru að sækja um uppreist æru til þess að geta notið tiltekinna borgaralegra réttinda. Það er kveðið um það í lögum að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gengt tilteknum störfum og menn fá það ekki með uppreist æru. Mér finnst koma til greina að skoða þessi mál frá ýmsum sjónarhólum. Hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum um óflekkað mannorð og svo hins vegar mögulega hvort þurfi að endurskoða framkvæmdina er varðar uppreist æru.“ Hún er með svipað mál á sínu borði. „Maður sem hefur afplánað dóm fyrir kynferðisafbrot og þá velti ég því fyrir mér hvaða reglur giltu um þetta fyrir utan lögin sem eru býsna skýr. Það þarf að líta til fleiri ákvæða en bara lagaákvæðanna og það þarf að líta líka til framkvæmdarinnar sem er áratug venja í ráðuneytinu að veita mönnum uppreist æru að gefnum uppfylltum skilyrðum. Fannst mér ekki ástæða til þess að afgreiða þessa umsögn sjálfkrafa.“ Sigríður segir að ekki sé sjálfgefið að menn sem brjóti kynferðislega gegn börnum hafi lögmannsréttindi. „Mér finnst alveg sjálfsagt að til dæmis lögmannafélagið fjalli sérstaklega um þessi mál og löggjafinn. Ef vilji manna stendur til þess að takmarka uppreist æru við tiltekin brot og útiloka tiltekin brot þá finnst mér sjálfsagt að löggjafinn komi að því,“ segir Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. Í vikunni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að veita skyldi Robert Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, lögmannréttindi sín á ný en hann missti þau eftir dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkum árið 2008. Robert fékk uppreist æru í september í fyrra. Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra, segir að hún hefði skoðað umsókn Roberts sérstaklega. Hún hafi hafið skoðun á svipuðu máli fyrir nokkru. „ Það er að segja hvernig þessum málum er háttað. Það er auðvitað tvennt í þessari stöðu. Menn auðvitað eru að sækja um uppreist æru til þess að geta notið tiltekinna borgaralegra réttinda. Það er kveðið um það í lögum að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gengt tilteknum störfum og menn fá það ekki með uppreist æru. Mér finnst koma til greina að skoða þessi mál frá ýmsum sjónarhólum. Hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum um óflekkað mannorð og svo hins vegar mögulega hvort þurfi að endurskoða framkvæmdina er varðar uppreist æru.“ Hún er með svipað mál á sínu borði. „Maður sem hefur afplánað dóm fyrir kynferðisafbrot og þá velti ég því fyrir mér hvaða reglur giltu um þetta fyrir utan lögin sem eru býsna skýr. Það þarf að líta til fleiri ákvæða en bara lagaákvæðanna og það þarf að líta líka til framkvæmdarinnar sem er áratug venja í ráðuneytinu að veita mönnum uppreist æru að gefnum uppfylltum skilyrðum. Fannst mér ekki ástæða til þess að afgreiða þessa umsögn sjálfkrafa.“ Sigríður segir að ekki sé sjálfgefið að menn sem brjóti kynferðislega gegn börnum hafi lögmannsréttindi. „Mér finnst alveg sjálfsagt að til dæmis lögmannafélagið fjalli sérstaklega um þessi mál og löggjafinn. Ef vilji manna stendur til þess að takmarka uppreist æru við tiltekin brot og útiloka tiltekin brot þá finnst mér sjálfsagt að löggjafinn komi að því,“ segir Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira