Segir styrkina til Viðreisnar vera í samræmi við lög og reglur Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Viðreisn hefði þegið 2,4 milljónir frá Helga og félögum honum tengdum. Flokkurinn fékk 800 þúsund krónur frá Helga og 800 þúsund krónur frá einkahlutafélögum í eigu Helga. Svo fékk flokkurinn 800 þúsund krónur frá olíufélaginu N1 og Bláa lóninu, en Helgi situr í stjórn beggja fyrirtækja. „Öll framlög og framkvæmd á þeim er lögum samkvæmt og við höfum lagt mikla vinnu í að tryggja að öll umgjörð á rekstrinum sé fagleg,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Guðbrandur R. Leósson, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, segir að skoðun reiknings Viðreisnar hafi verið eftir lögum og hefðbundnu ferli, en reikningurinn verði skoðaður áfram. „Í fyrstu yfirferð sjáum við að það er ekkert athugavert við þetta og þá birtum við reikninginn. Síðan erum við að skoða hvort það eru einhver tengsl milli manna.“ Guðbrandur segir skilgreininguna á tengdum aðilum flókna. „Þetta liggur ekki alveg uppi, en við þekkjum regluna,“ segir hann. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði við RÚV í gær að meta þurfi hvort það að styrkja stjórnmálasamtök gegnum fjölda félaga sé í samræmi við lög um fjármál stjórnmálasamtaka. Tilefni sé til að skoða hvort lög um fjármál stjórnmálasamtaka séu nógu skýr. „Að sjálfsögðu þarf að skoða þessi ákvæði fyrst að ríkisendurskoðandi er að benda á þetta,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við Fréttablaðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Viðreisnar fullyrðir að flokkurinn hafi fylgt lögum þegar hann þáði styrk frá Helga Magnússyni fjárfesti í aðdraganda síðustu kosninga. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Viðreisn hefði þegið 2,4 milljónir frá Helga og félögum honum tengdum. Flokkurinn fékk 800 þúsund krónur frá Helga og 800 þúsund krónur frá einkahlutafélögum í eigu Helga. Svo fékk flokkurinn 800 þúsund krónur frá olíufélaginu N1 og Bláa lóninu, en Helgi situr í stjórn beggja fyrirtækja. „Öll framlög og framkvæmd á þeim er lögum samkvæmt og við höfum lagt mikla vinnu í að tryggja að öll umgjörð á rekstrinum sé fagleg,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Guðbrandur R. Leósson, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, segir að skoðun reiknings Viðreisnar hafi verið eftir lögum og hefðbundnu ferli, en reikningurinn verði skoðaður áfram. „Í fyrstu yfirferð sjáum við að það er ekkert athugavert við þetta og þá birtum við reikninginn. Síðan erum við að skoða hvort það eru einhver tengsl milli manna.“ Guðbrandur segir skilgreininguna á tengdum aðilum flókna. „Þetta liggur ekki alveg uppi, en við þekkjum regluna,“ segir hann. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði við RÚV í gær að meta þurfi hvort það að styrkja stjórnmálasamtök gegnum fjölda félaga sé í samræmi við lög um fjármál stjórnmálasamtaka. Tilefni sé til að skoða hvort lög um fjármál stjórnmálasamtaka séu nógu skýr. „Að sjálfsögðu þarf að skoða þessi ákvæði fyrst að ríkisendurskoðandi er að benda á þetta,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við Fréttablaðið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira