Samkvæmt heimildum Vísis var leikarinn svo í myndatöku á Sólheimajökli í dag.
Í myndbandinu sem Nikolaj birti skömmu eftir hádegi í gær segist hann vera nýkominn til hins „fallega Íslands“. Þar kynnir hann söfnun sem hann er að halda fyrir Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna.
Tökur fyrir Game of Thrones hafa farið fram á Íslandi, en Nikolaj hefur þó aldrei komið hingað fyrir framleiðslu þeirra.
Just posted a video @ Hotel Rangá https://t.co/H5ejhcBm7z
— Nikolaj CosterWaldau (@nikolajcw) August 9, 2017