Karlar breyta ekki því sem konur ákváðu sjálfar um húsmæðraorlof Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. vísir/eyþór „Mér finnst bara forkastanlegt hvernig hefur verið unnið að þessu,“ segir Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúi minnihluta E-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðismanna varðandi útgreiðslu húsmæðraorlofs. Kvenfélagið Líkn hafði í heilt ár reynt að innheimta lögbundnar greiðslur frá Vestmannaeyjabæ í svokallað húsmæðraorlof. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðismanna neituðu að borga. Þeir vísuðu meðal annars í ályktun sem gerð var á sérstökum kvennafundi bæjarstjórnar á kvenréttindadaginn 2008 um að greiðsla húsmæðraorlofs „væri ekki í anda jafnréttis“. Meirihlutinn gaf sig ekki fyrr en í síðustu viku eftir að innheimtubréf barst frá lögmanni Líknar.Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúi minnihluta E-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja„Þetta brýtur í bága við lög frá 1972 sem eru í gildi og ég hef gert athugasemdir við það á hverjum einasta fundi í bæði bæjarstjórn og bæjarráði,“ segir Stefán sem kveðst ávallt hafa verið á móti þessari afstöðu Sjálfstæðismanna. „Ég er svo hrifinn af konunum í Kvenfélaginu Líkn, að gefast ekki upp fyrir bæjaryfirvöldum,“ heldur Stefán áfram. „Það er ekkert grín að vera með lögfræðinga og í orðaskaki við kjörna fulltrúa í samfélagi sem maður vill eiga heima í að berjast fyrir réttindum sem maður veit að eru hundrað prósent rétt. Þær eiga þetta svo sannarlega skilið.“ Hvorki náðist tal af formanni eða lögmanni Líknar en að sögn Stefáns íhuga kvenfélagskonurnar nú stöðuna í ljósi þess að kröfur þeirra um greiðslu húsmæðraorlofs hafi verið hunsaðar árum saman, ekki bara greiðsla ársins 2016 sem endaði í 603 þúsund króna kröfu með vöxtum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að á kvennafundinum í bæjarstjórn á kvennafrídaginn 2008 hafi helsta baráttumálið verið að framlög til kvennaorlofs yrðu afnumin. „Enda myndi þetta ganga í berhögg við þeirra hugmyndir um kvenfrelsi og jafnrétti. Og síðan þá hefur bæjarstjórn bara fylgt þeirri línu sem konur ákváðu sjálfar,“ segir hann. Málið snúist ekki um peninga. „Konur í bæjarstjórn völdu kvennafrídaginn og eina kvennafundinn sem haldinn hefur verið í bæjarstjórn til að leggjast gegn akkúrat þessu atriði og þá finnst mér nú þurfa ansi sterk rök fyrir okkur karla sem síðar skipum bæjarstjórn til að fara gegn því,“ segir Elliði. Og þau rök séu reyndar enn ekki fundin þótt samþykkt hafi verið að greiða Líkn áðurnefndar 700 þúsund krónur.vísir/pjetur„Við greiðum Kvenfélaginu Líkn framlög en við greiðum þau óháð því hvernig þær nota þau og hvetjum þær til að nota þetta til líknarmála,“ segir Elliði. Því hefur Edda Ólafsdóttir, formaður Líknar, þegar hafnað í samtali við Fréttablaðið með vísan í lögin. Stefán gefur lítið fyrir að bæjarstjórinn vitni til fyrrnefnds kvennafundar. „Það var bara bæjarstjórn Vestmannaeyja að álykta. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ræður ekki landslögum með einhverri ályktun.“ Aðspurður kveðst Stefán hins vegar telja að alveg megi endurskoða lögin um húsmæðraorlof eins og hefur ítrekað verið lagt til á Alþingi. „En á meðan lögin frá 1972 eru í gildi þá ber að fara eftir þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Húsmæðraorlofið ekki ætlað í góðgerðarmálin Bæjarráð Vestmannaeyja segir húsmæðraorlof ekki í anda jafnréttis en borgar loks árs gamla kröfu kvenfélagsins Líknar með hvatningu um að féð fari í góðgerðarmál. Peningarnir fara samt í húsmæðraorlof, að sögn formanns Líknar. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Mér finnst bara forkastanlegt hvernig hefur verið unnið að þessu,“ segir Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúi minnihluta E-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðismanna varðandi útgreiðslu húsmæðraorlofs. Kvenfélagið Líkn hafði í heilt ár reynt að innheimta lögbundnar greiðslur frá Vestmannaeyjabæ í svokallað húsmæðraorlof. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðismanna neituðu að borga. Þeir vísuðu meðal annars í ályktun sem gerð var á sérstökum kvennafundi bæjarstjórnar á kvenréttindadaginn 2008 um að greiðsla húsmæðraorlofs „væri ekki í anda jafnréttis“. Meirihlutinn gaf sig ekki fyrr en í síðustu viku eftir að innheimtubréf barst frá lögmanni Líknar.Stefán Óskar Jónasson, bæjarfulltrúi minnihluta E-listans í bæjarstjórn Vestmannaeyja„Þetta brýtur í bága við lög frá 1972 sem eru í gildi og ég hef gert athugasemdir við það á hverjum einasta fundi í bæði bæjarstjórn og bæjarráði,“ segir Stefán sem kveðst ávallt hafa verið á móti þessari afstöðu Sjálfstæðismanna. „Ég er svo hrifinn af konunum í Kvenfélaginu Líkn, að gefast ekki upp fyrir bæjaryfirvöldum,“ heldur Stefán áfram. „Það er ekkert grín að vera með lögfræðinga og í orðaskaki við kjörna fulltrúa í samfélagi sem maður vill eiga heima í að berjast fyrir réttindum sem maður veit að eru hundrað prósent rétt. Þær eiga þetta svo sannarlega skilið.“ Hvorki náðist tal af formanni eða lögmanni Líknar en að sögn Stefáns íhuga kvenfélagskonurnar nú stöðuna í ljósi þess að kröfur þeirra um greiðslu húsmæðraorlofs hafi verið hunsaðar árum saman, ekki bara greiðsla ársins 2016 sem endaði í 603 þúsund króna kröfu með vöxtum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að á kvennafundinum í bæjarstjórn á kvennafrídaginn 2008 hafi helsta baráttumálið verið að framlög til kvennaorlofs yrðu afnumin. „Enda myndi þetta ganga í berhögg við þeirra hugmyndir um kvenfrelsi og jafnrétti. Og síðan þá hefur bæjarstjórn bara fylgt þeirri línu sem konur ákváðu sjálfar,“ segir hann. Málið snúist ekki um peninga. „Konur í bæjarstjórn völdu kvennafrídaginn og eina kvennafundinn sem haldinn hefur verið í bæjarstjórn til að leggjast gegn akkúrat þessu atriði og þá finnst mér nú þurfa ansi sterk rök fyrir okkur karla sem síðar skipum bæjarstjórn til að fara gegn því,“ segir Elliði. Og þau rök séu reyndar enn ekki fundin þótt samþykkt hafi verið að greiða Líkn áðurnefndar 700 þúsund krónur.vísir/pjetur„Við greiðum Kvenfélaginu Líkn framlög en við greiðum þau óháð því hvernig þær nota þau og hvetjum þær til að nota þetta til líknarmála,“ segir Elliði. Því hefur Edda Ólafsdóttir, formaður Líknar, þegar hafnað í samtali við Fréttablaðið með vísan í lögin. Stefán gefur lítið fyrir að bæjarstjórinn vitni til fyrrnefnds kvennafundar. „Það var bara bæjarstjórn Vestmannaeyja að álykta. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ræður ekki landslögum með einhverri ályktun.“ Aðspurður kveðst Stefán hins vegar telja að alveg megi endurskoða lögin um húsmæðraorlof eins og hefur ítrekað verið lagt til á Alþingi. „En á meðan lögin frá 1972 eru í gildi þá ber að fara eftir þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Húsmæðraorlofið ekki ætlað í góðgerðarmálin Bæjarráð Vestmannaeyja segir húsmæðraorlof ekki í anda jafnréttis en borgar loks árs gamla kröfu kvenfélagsins Líknar með hvatningu um að féð fari í góðgerðarmál. Peningarnir fara samt í húsmæðraorlof, að sögn formanns Líknar. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Húsmæðraorlofið ekki ætlað í góðgerðarmálin Bæjarráð Vestmannaeyja segir húsmæðraorlof ekki í anda jafnréttis en borgar loks árs gamla kröfu kvenfélagsins Líknar með hvatningu um að féð fari í góðgerðarmál. Peningarnir fara samt í húsmæðraorlof, að sögn formanns Líknar. 13. maí 2017 07:00