Nýr félags-og jafnréttismálaráðherra í sókn gegn fátækt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2017 16:24 Allt kapp verður lagt á að sporna gegn fátækt barna að sögn nýs félags-og jafnréttismálaráðherra. vísir/pjetur Fyrsta verk nýs félags-og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, verður að kortleggja þær leiðir sem eru færar til þess að sporna gegn fátækt og þá sérstaklega fátækt barna. Ásmundur Einar kallar í næstu viku saman hóp hagsmunaaðila og sérfræðinga á sviði fátæktar og verður sá málaflokkur forgangsmál hjá nýjum félags-og jafnréttismálaráðherra. Samtökin Barnaheill er á meðal þeirra sem boðuð verða til fundar. „Ég mun kalla til mín fólk sem hefur sérþekkingu á þessu sviði og fólk sem hefur látið að sér kveða á þessu sviði, bæði í kerfinu og í stjórnmálunum og víðar. Þetta á að vera verkefni okkar allra, að mér finnst,“ segir Ásmundur Einar í samtali við Vísi. Ásmundur Einar vekur athygli á því að áhersla sé á lögð á að sporna gegn fátækt barna í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég vil leggja áherslu á í mínu starfi og það er allt sem snýr að börnum og þá sérstaklega fátækt barna. Af öllum öðrum mikilvægum málum þessa málaflokks þá finnst mér þetta vera það sem ég vil byrja á og ætla að byrja á því strax í næstu viku.“ Ásmundur Einar vill að við sem samfélag snúum bökum saman og leitum leiða til þess að draga úr fátækt barna eins og frekast er unnt. „Ég vil beita mínum kröftum í þágu þessa verkefnis.“Hvernig leggst nýja starfið í þig?„Þetta leggst bara vel í mig. Þetta verður auðvitað mikil ábyrgð og vinna en ég hlakka til að takast á við verkefnið og mun leggja mig allan fram.“ Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira
Fyrsta verk nýs félags-og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, verður að kortleggja þær leiðir sem eru færar til þess að sporna gegn fátækt og þá sérstaklega fátækt barna. Ásmundur Einar kallar í næstu viku saman hóp hagsmunaaðila og sérfræðinga á sviði fátæktar og verður sá málaflokkur forgangsmál hjá nýjum félags-og jafnréttismálaráðherra. Samtökin Barnaheill er á meðal þeirra sem boðuð verða til fundar. „Ég mun kalla til mín fólk sem hefur sérþekkingu á þessu sviði og fólk sem hefur látið að sér kveða á þessu sviði, bæði í kerfinu og í stjórnmálunum og víðar. Þetta á að vera verkefni okkar allra, að mér finnst,“ segir Ásmundur Einar í samtali við Vísi. Ásmundur Einar vekur athygli á því að áhersla sé á lögð á að sporna gegn fátækt barna í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. „Þetta er eitt af þeim verkefnum sem ég vil leggja áherslu á í mínu starfi og það er allt sem snýr að börnum og þá sérstaklega fátækt barna. Af öllum öðrum mikilvægum málum þessa málaflokks þá finnst mér þetta vera það sem ég vil byrja á og ætla að byrja á því strax í næstu viku.“ Ásmundur Einar vill að við sem samfélag snúum bökum saman og leitum leiða til þess að draga úr fátækt barna eins og frekast er unnt. „Ég vil beita mínum kröftum í þágu þessa verkefnis.“Hvernig leggst nýja starfið í þig?„Þetta leggst bara vel í mig. Þetta verður auðvitað mikil ábyrgð og vinna en ég hlakka til að takast á við verkefnið og mun leggja mig allan fram.“
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Sjá meira