Einn geðlyfjaskammtur á mann á Mörk Sveinn Arnarsson skrifar 7. mars 2017 06:00 Rúmlega einn dagskammtur af lyfjum er keyptur inn fyrir hvern íbúa á Mörk. vísir/valli „Ég vildi óska þess að hægt væri að sleppa þeim alfarið en þau þurfa að fylgja með, því miður,“ segir Gísli Pálsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Markar, þar sem keyptir voru 36 þúsund dagskammtar af sterkum þunglyndis- og geðlyfjum í fyrra. Um þrjátíu prósent vistmanna á Mörk nota sterk þunglyndislyf í öðrum tilfellum en mælt er með samkvæmt gæðavísi Landlæknisembættisins frá í febrúar.Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Mörk hjúkrunarheimilis.Mörk er á Suðurlandsbraut. Þar eru hjúkrunarrými fyrir 113 einstaklinga, tíu til dagvistar og tuttugu fyrir einstaklinga yngri en 67 ára. Að meðaltali eru notaðir 98 dagskammtar af sterkum þunglyndislyfjum. Þar fyrir utan eru keyptir nokkur þúsund dagskammtar af svefnlyfjum fyrir vistmenn. Gísli Páll Pálsson segir stefnuna þá að minnka lyfjanotkun sem mest. „Við vinnum eftir ákveðinni stefnu um að fá fólk til að ákveða sjálft hvernig það nýtur lífsins og leyfa íbúum að ráða sér eins mikið og hægt er en því miður þarf auðvitað alltaf að nota lyf með,“ segir hann. Samkvæmt gæðavísi Landlæknis notuðu um þrjátíu prósent vistmanna á Mörk sterk þunglyndislyf í öðrum tilfellum en mælt var með. Það sé í efri viðmiðum og talið lýsa vandamáli varðandi umönnun og meðferð íbúa. Úrbóta sé þörf. Gísli Páll segir að undanfarin ár hafi verið reynt að minnka lyfjanotkun. „Við hittumst mjög reglulega til að ræða gæðavísa stofnunarinnar. Markmiðið er að halda okkur innan þeirra marka sem okkur eru sett,“ segir hann. Laura Scheving Thorsteinsson, staðgengill sviðsstjóra eftirlits og gæða hjá embætti landlæknis, segir mikið eftirlit með lyfjagjöfum á stofnunum í dag. „Þessi íslensku viðmið voru sett á sínum tíma af fagfólki,“ segir Laura „Langlíklegast er að þeir sem taka slík lyf (sterk geðlyf) án þess að vera greindir með alvarlega geðsjúkdóma séu órólegir eða með einhvers konar hegðunarvandamál sem geta tengst vitrænni skerðingu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Leiðrétting: Rangt var haft eftir Lauru Scheving Thorsteinsson í upphaflegri frétt. Fréttin hefur verið uppfærð vegna þessa. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Ég vildi óska þess að hægt væri að sleppa þeim alfarið en þau þurfa að fylgja með, því miður,“ segir Gísli Pálsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Markar, þar sem keyptir voru 36 þúsund dagskammtar af sterkum þunglyndis- og geðlyfjum í fyrra. Um þrjátíu prósent vistmanna á Mörk nota sterk þunglyndislyf í öðrum tilfellum en mælt er með samkvæmt gæðavísi Landlæknisembættisins frá í febrúar.Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Mörk hjúkrunarheimilis.Mörk er á Suðurlandsbraut. Þar eru hjúkrunarrými fyrir 113 einstaklinga, tíu til dagvistar og tuttugu fyrir einstaklinga yngri en 67 ára. Að meðaltali eru notaðir 98 dagskammtar af sterkum þunglyndislyfjum. Þar fyrir utan eru keyptir nokkur þúsund dagskammtar af svefnlyfjum fyrir vistmenn. Gísli Páll Pálsson segir stefnuna þá að minnka lyfjanotkun sem mest. „Við vinnum eftir ákveðinni stefnu um að fá fólk til að ákveða sjálft hvernig það nýtur lífsins og leyfa íbúum að ráða sér eins mikið og hægt er en því miður þarf auðvitað alltaf að nota lyf með,“ segir hann. Samkvæmt gæðavísi Landlæknis notuðu um þrjátíu prósent vistmanna á Mörk sterk þunglyndislyf í öðrum tilfellum en mælt var með. Það sé í efri viðmiðum og talið lýsa vandamáli varðandi umönnun og meðferð íbúa. Úrbóta sé þörf. Gísli Páll segir að undanfarin ár hafi verið reynt að minnka lyfjanotkun. „Við hittumst mjög reglulega til að ræða gæðavísa stofnunarinnar. Markmiðið er að halda okkur innan þeirra marka sem okkur eru sett,“ segir hann. Laura Scheving Thorsteinsson, staðgengill sviðsstjóra eftirlits og gæða hjá embætti landlæknis, segir mikið eftirlit með lyfjagjöfum á stofnunum í dag. „Þessi íslensku viðmið voru sett á sínum tíma af fagfólki,“ segir Laura „Langlíklegast er að þeir sem taka slík lyf (sterk geðlyf) án þess að vera greindir með alvarlega geðsjúkdóma séu órólegir eða með einhvers konar hegðunarvandamál sem geta tengst vitrænni skerðingu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Leiðrétting: Rangt var haft eftir Lauru Scheving Thorsteinsson í upphaflegri frétt. Fréttin hefur verið uppfærð vegna þessa. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira