Fyrirlestri Þórdísar og Tom mótmælt: „Mér finnst nauðgari vera að hagnast á nauðgun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2017 13:04 Mótmælendur fyrir utan Royal Festival Hall Vísir Mótmælendur mótmæltu fyrirlestri Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem haldinn var í Royal Festival Hall í London í gær. Fyrirlestur þeirra hafði verið tekinn af dagskrá ráðstefnu vegna andmæla mótmælenda og færður til gærkvöldsins. BBC greinir frá.„Það er nauðgari í byggingunni,“ kölluðu mótmælendur fyrir utan ráðstefnusalinn á meðan þeir reyndu að meina gestum aðgang að húsinu. Mótmælendur voru vopnaðir gjallarhornum og skiltum. Þórdís Elva og Tom hafa sem kunnugt er haldið fyrirlestra um efni bókar þeirra, Handan fyrirgefningar, sem fjallar um samskipti þeirra mörgum árum eftir að Tom nauðgaði Þórdísi Elvu hér á landi. Fyrirlesturinn í gær átti upphaflega að fara fram á ráðstefnu í London um helgina en eftir að fjölmargar undirskriftir söfnuðust til þess að mótmæla því að að Tom fengi að stíga á svið var ákveðið að taka fyrirlesturinn af dagskrá ráðstefnunnar og halda hann í gær. Mótmælendur eru ósáttir við það að maður sem framið hafi nauðgun fái tækifæri til þess að tjá sínar skoðanir enda gæti það rifjað upp slæmar minningar fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Ég er hér vegna þess að mér finnst að nauðgari sé að hagnast á nauðgun,“ sagði Diane Langford, einn af mótmælendunum. Hún er 75 ára og var nauðgað á unga aldri. Bók Þórdísar Elvu og Tom hefur vakið heimsathygli, ekki síst eftir að TED-fyrirlestur þeirra um efni bókarinnar var birtur. Hafa þau ferðast víða um heim með fyrirlestur sinn, meðal annars til Ástralíu þar sem Þórdís Elva var gestur í sjónvarpsþættinum Q&A. Þá er fyrirhugað að þau haldi fyrirlestur hér á landi í næstu viku. Þá voru þau gestir í þætti Newsnight, fréttaþætti BBC, á dögunum þar sem þau ræddu bókina og þá gagnrýni sem þau hafa fengið á sig. Tengdar fréttir Þórdís og Tom halda fyrirlestur á Íslandi ók þeirra, Handan fyrirgefningar, og fyrirlestrar byggðir á bókinni hafa vakið heimsathygli á undanförnum vikum. 15. mars 2017 11:32 Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40 Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38 Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05 Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. 14. mars 2017 10:45 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Mótmælendur mótmæltu fyrirlestri Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem haldinn var í Royal Festival Hall í London í gær. Fyrirlestur þeirra hafði verið tekinn af dagskrá ráðstefnu vegna andmæla mótmælenda og færður til gærkvöldsins. BBC greinir frá.„Það er nauðgari í byggingunni,“ kölluðu mótmælendur fyrir utan ráðstefnusalinn á meðan þeir reyndu að meina gestum aðgang að húsinu. Mótmælendur voru vopnaðir gjallarhornum og skiltum. Þórdís Elva og Tom hafa sem kunnugt er haldið fyrirlestra um efni bókar þeirra, Handan fyrirgefningar, sem fjallar um samskipti þeirra mörgum árum eftir að Tom nauðgaði Þórdísi Elvu hér á landi. Fyrirlesturinn í gær átti upphaflega að fara fram á ráðstefnu í London um helgina en eftir að fjölmargar undirskriftir söfnuðust til þess að mótmæla því að að Tom fengi að stíga á svið var ákveðið að taka fyrirlesturinn af dagskrá ráðstefnunnar og halda hann í gær. Mótmælendur eru ósáttir við það að maður sem framið hafi nauðgun fái tækifæri til þess að tjá sínar skoðanir enda gæti það rifjað upp slæmar minningar fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Ég er hér vegna þess að mér finnst að nauðgari sé að hagnast á nauðgun,“ sagði Diane Langford, einn af mótmælendunum. Hún er 75 ára og var nauðgað á unga aldri. Bók Þórdísar Elvu og Tom hefur vakið heimsathygli, ekki síst eftir að TED-fyrirlestur þeirra um efni bókarinnar var birtur. Hafa þau ferðast víða um heim með fyrirlestur sinn, meðal annars til Ástralíu þar sem Þórdís Elva var gestur í sjónvarpsþættinum Q&A. Þá er fyrirhugað að þau haldi fyrirlestur hér á landi í næstu viku. Þá voru þau gestir í þætti Newsnight, fréttaþætti BBC, á dögunum þar sem þau ræddu bókina og þá gagnrýni sem þau hafa fengið á sig.
Tengdar fréttir Þórdís og Tom halda fyrirlestur á Íslandi ók þeirra, Handan fyrirgefningar, og fyrirlestrar byggðir á bókinni hafa vakið heimsathygli á undanförnum vikum. 15. mars 2017 11:32 Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40 Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38 Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05 Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. 14. mars 2017 10:45 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Þórdís og Tom halda fyrirlestur á Íslandi ók þeirra, Handan fyrirgefningar, og fyrirlestrar byggðir á bókinni hafa vakið heimsathygli á undanförnum vikum. 15. mars 2017 11:32
Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40
Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38
Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05
Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. 14. mars 2017 10:45
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09