Fyrirlestri Þórdísar og Tom mótmælt: „Mér finnst nauðgari vera að hagnast á nauðgun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2017 13:04 Mótmælendur fyrir utan Royal Festival Hall Vísir Mótmælendur mótmæltu fyrirlestri Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem haldinn var í Royal Festival Hall í London í gær. Fyrirlestur þeirra hafði verið tekinn af dagskrá ráðstefnu vegna andmæla mótmælenda og færður til gærkvöldsins. BBC greinir frá.„Það er nauðgari í byggingunni,“ kölluðu mótmælendur fyrir utan ráðstefnusalinn á meðan þeir reyndu að meina gestum aðgang að húsinu. Mótmælendur voru vopnaðir gjallarhornum og skiltum. Þórdís Elva og Tom hafa sem kunnugt er haldið fyrirlestra um efni bókar þeirra, Handan fyrirgefningar, sem fjallar um samskipti þeirra mörgum árum eftir að Tom nauðgaði Þórdísi Elvu hér á landi. Fyrirlesturinn í gær átti upphaflega að fara fram á ráðstefnu í London um helgina en eftir að fjölmargar undirskriftir söfnuðust til þess að mótmæla því að að Tom fengi að stíga á svið var ákveðið að taka fyrirlesturinn af dagskrá ráðstefnunnar og halda hann í gær. Mótmælendur eru ósáttir við það að maður sem framið hafi nauðgun fái tækifæri til þess að tjá sínar skoðanir enda gæti það rifjað upp slæmar minningar fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Ég er hér vegna þess að mér finnst að nauðgari sé að hagnast á nauðgun,“ sagði Diane Langford, einn af mótmælendunum. Hún er 75 ára og var nauðgað á unga aldri. Bók Þórdísar Elvu og Tom hefur vakið heimsathygli, ekki síst eftir að TED-fyrirlestur þeirra um efni bókarinnar var birtur. Hafa þau ferðast víða um heim með fyrirlestur sinn, meðal annars til Ástralíu þar sem Þórdís Elva var gestur í sjónvarpsþættinum Q&A. Þá er fyrirhugað að þau haldi fyrirlestur hér á landi í næstu viku. Þá voru þau gestir í þætti Newsnight, fréttaþætti BBC, á dögunum þar sem þau ræddu bókina og þá gagnrýni sem þau hafa fengið á sig. Tengdar fréttir Þórdís og Tom halda fyrirlestur á Íslandi ók þeirra, Handan fyrirgefningar, og fyrirlestrar byggðir á bókinni hafa vakið heimsathygli á undanförnum vikum. 15. mars 2017 11:32 Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40 Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38 Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05 Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. 14. mars 2017 10:45 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Mótmælendur mótmæltu fyrirlestri Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger sem haldinn var í Royal Festival Hall í London í gær. Fyrirlestur þeirra hafði verið tekinn af dagskrá ráðstefnu vegna andmæla mótmælenda og færður til gærkvöldsins. BBC greinir frá.„Það er nauðgari í byggingunni,“ kölluðu mótmælendur fyrir utan ráðstefnusalinn á meðan þeir reyndu að meina gestum aðgang að húsinu. Mótmælendur voru vopnaðir gjallarhornum og skiltum. Þórdís Elva og Tom hafa sem kunnugt er haldið fyrirlestra um efni bókar þeirra, Handan fyrirgefningar, sem fjallar um samskipti þeirra mörgum árum eftir að Tom nauðgaði Þórdísi Elvu hér á landi. Fyrirlesturinn í gær átti upphaflega að fara fram á ráðstefnu í London um helgina en eftir að fjölmargar undirskriftir söfnuðust til þess að mótmæla því að að Tom fengi að stíga á svið var ákveðið að taka fyrirlesturinn af dagskrá ráðstefnunnar og halda hann í gær. Mótmælendur eru ósáttir við það að maður sem framið hafi nauðgun fái tækifæri til þess að tjá sínar skoðanir enda gæti það rifjað upp slæmar minningar fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Ég er hér vegna þess að mér finnst að nauðgari sé að hagnast á nauðgun,“ sagði Diane Langford, einn af mótmælendunum. Hún er 75 ára og var nauðgað á unga aldri. Bók Þórdísar Elvu og Tom hefur vakið heimsathygli, ekki síst eftir að TED-fyrirlestur þeirra um efni bókarinnar var birtur. Hafa þau ferðast víða um heim með fyrirlestur sinn, meðal annars til Ástralíu þar sem Þórdís Elva var gestur í sjónvarpsþættinum Q&A. Þá er fyrirhugað að þau haldi fyrirlestur hér á landi í næstu viku. Þá voru þau gestir í þætti Newsnight, fréttaþætti BBC, á dögunum þar sem þau ræddu bókina og þá gagnrýni sem þau hafa fengið á sig.
Tengdar fréttir Þórdís og Tom halda fyrirlestur á Íslandi ók þeirra, Handan fyrirgefningar, og fyrirlestrar byggðir á bókinni hafa vakið heimsathygli á undanförnum vikum. 15. mars 2017 11:32 Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40 Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38 Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05 Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. 14. mars 2017 10:45 Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Þórdís og Tom halda fyrirlestur á Íslandi ók þeirra, Handan fyrirgefningar, og fyrirlestrar byggðir á bókinni hafa vakið heimsathygli á undanförnum vikum. 15. mars 2017 11:32
Þórdís Elva og Stranger ekki lengur á dagskrá Aðstandendur ráðstefnunnar segjast þar með vera að bregðast við undirskriftasöfnun þar sem rúmlega tvö þúsund mann mótmæltu því að Stranger skyldi fá að vera á hátíðinni. 9. mars 2017 11:40
Þórdís Elva svarar fyrir sig: „Fyrirgefningin var aldrei fyrir hann“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem skrifað hefur bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger, var gestur í ástralska sjónvarpsþættinum Q&A á mánudaginn. 8. mars 2017 10:38
Vilja ekki að Stranger fái að halda erindi Rétt rúmlega tvö þúsund undirskriftir hafa safnast í undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Tom Stranger fái ekki að halda erindi á ráðstefnunni Women of the World sem hefst í Lundúnum í næstu viku. 5. mars 2017 14:05
Lestu fyrsta tölvupóstinn frá nauðgaranum til Þórdísar Stranger nauðgaði Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur þegar hún var sextán ára og hann átján ára skiptinemi hér á landi. 14. mars 2017 10:45
Þórdís Elva og nauðgari hennar stíga fram saman Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur skrifað nýja bók með manninum sem nauðgaði henni á unglingsaldri, Tom Stranger. 7. febrúar 2017 13:09