Rúmlega þrjátíu fangelsisdómar fyrndust í fyrra Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2017 12:35 Frá Litla-Hrauni. vísir/anton Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. Fangelsismálastjóri vonar að hægt verði að koma í veg fyrir fyrningu dóma á næstu misserum með fjölgun refsiúrræða, en önnur úrræði en fangelsun hafi gefið góða raun.Morgunblaðið greinir frá því í dag að 550 manns bíði þess í dag að geta hafið afplánun í fangelsum landsins og hefur þeim fjölgað um 25 frá síðasta ári. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta eðlilegt miðað við stöðu mála, þar sem tveimur fangelsum, Kvennafangelsinu í Kópavogi og Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, hafi verið lokað í fyrra og hitteðfyrra. Þá hafi nýja fangelsið á Hólmsheiði ekki verið tekið í notun fyrr en í nóvember á síðasta ári. „Þannig að það tekur tíma að vinda ofan af þessu. Auðvitað eru allir óþreyjufullir að vinna á þessum lista en þetta tekur sinn tíma. Við erum með56 pláss uppi á Hólmsheiði og við þurfum að fylla fangelsið hægt og rólega.Þetta er bara þolinmæðisverk,“ segir Páll.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Anton BrinkHann voni að hægt verði að fækka á boðunarlistanum með því að fleiri afpláni með samfélagsþjónustu í stað þess að fara á bakvið lás og slá. Þá hafi önnur úrræði eins og rafrænt eftirlit verið aukin sem muni hjálpa til þegar fram líði stundir. En á undanförnum árum hafi færst í aukana að dómar fyrnist vegna skorts á rýmum og öðrum refsiúrræðum. „Og það er nú það fyrsta sem við ætlum að reyna að koma í veg fyrir eða stoppa nánast alfarið að refsingar fyrnist. Þess vegna leggjum við áherslu á að boða núna inn þá sem eru með refsingu sem er að fyrnast,“ segir Páll. Hann telji að það ætti að takast á næstu misserum. Páll segir að Alþingi hafi samþykkt ný lög í fyrra þar sem rýmkað var fyrir samfélagsþjónustu, reynslulausn og rafrænu eftirliti með brotafólki í stað fangelsunar. Þá sé búið að þrefalda fjölda í opnum fangelsum og hugsanlega megi gera enn meira þar. Páll telur ekki þörf á fjölgun fangelsisrýma á næstu árum, en þeim hafi fjölgað um 30 með tilkomu Hólmsheiðar. „Ég legg nú meiri áherslu á að aðbúnaðurinn sé í lagi í því húsnæði sem við höfum. Við erum einmitt að fara í endurbætur á einu húsanna á Litla hrauni. Við munum loka því í þrjá mánuði í sumar,“ segir fangenslismálastjóri. Vinna þurfi frekar í öðrum úrræðum en innlokun í fangelsum enda hafi reynslan sýnt að þau reynist vel. „Engin spurning. Við erum með lægsta endurkomutíðni á Norðurlöndunum í samfélagsþjónustu. Samfélagsþjónustan á Norðurlöndunum er hvergi eins mikið notuð og á Íslandi. Við höfum verið að prófa okkur áfram með öklabönd, eða rafrænt eftirlit í lok lengri afplánunar og það er búið að rýmka það líka. Vistun á áfangaheimilum hefur líka verið lengd. Þannig að við erum að berjast á öllum sviðum,“ segir Páll Winkel. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. Fangelsismálastjóri vonar að hægt verði að koma í veg fyrir fyrningu dóma á næstu misserum með fjölgun refsiúrræða, en önnur úrræði en fangelsun hafi gefið góða raun.Morgunblaðið greinir frá því í dag að 550 manns bíði þess í dag að geta hafið afplánun í fangelsum landsins og hefur þeim fjölgað um 25 frá síðasta ári. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir þetta eðlilegt miðað við stöðu mála, þar sem tveimur fangelsum, Kvennafangelsinu í Kópavogi og Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg, hafi verið lokað í fyrra og hitteðfyrra. Þá hafi nýja fangelsið á Hólmsheiði ekki verið tekið í notun fyrr en í nóvember á síðasta ári. „Þannig að það tekur tíma að vinda ofan af þessu. Auðvitað eru allir óþreyjufullir að vinna á þessum lista en þetta tekur sinn tíma. Við erum með56 pláss uppi á Hólmsheiði og við þurfum að fylla fangelsið hægt og rólega.Þetta er bara þolinmæðisverk,“ segir Páll.Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Anton BrinkHann voni að hægt verði að fækka á boðunarlistanum með því að fleiri afpláni með samfélagsþjónustu í stað þess að fara á bakvið lás og slá. Þá hafi önnur úrræði eins og rafrænt eftirlit verið aukin sem muni hjálpa til þegar fram líði stundir. En á undanförnum árum hafi færst í aukana að dómar fyrnist vegna skorts á rýmum og öðrum refsiúrræðum. „Og það er nú það fyrsta sem við ætlum að reyna að koma í veg fyrir eða stoppa nánast alfarið að refsingar fyrnist. Þess vegna leggjum við áherslu á að boða núna inn þá sem eru með refsingu sem er að fyrnast,“ segir Páll. Hann telji að það ætti að takast á næstu misserum. Páll segir að Alþingi hafi samþykkt ný lög í fyrra þar sem rýmkað var fyrir samfélagsþjónustu, reynslulausn og rafrænu eftirliti með brotafólki í stað fangelsunar. Þá sé búið að þrefalda fjölda í opnum fangelsum og hugsanlega megi gera enn meira þar. Páll telur ekki þörf á fjölgun fangelsisrýma á næstu árum, en þeim hafi fjölgað um 30 með tilkomu Hólmsheiðar. „Ég legg nú meiri áherslu á að aðbúnaðurinn sé í lagi í því húsnæði sem við höfum. Við erum einmitt að fara í endurbætur á einu húsanna á Litla hrauni. Við munum loka því í þrjá mánuði í sumar,“ segir fangenslismálastjóri. Vinna þurfi frekar í öðrum úrræðum en innlokun í fangelsum enda hafi reynslan sýnt að þau reynist vel. „Engin spurning. Við erum með lægsta endurkomutíðni á Norðurlöndunum í samfélagsþjónustu. Samfélagsþjónustan á Norðurlöndunum er hvergi eins mikið notuð og á Íslandi. Við höfum verið að prófa okkur áfram með öklabönd, eða rafrænt eftirlit í lok lengri afplánunar og það er búið að rýmka það líka. Vistun á áfangaheimilum hefur líka verið lengd. Þannig að við erum að berjast á öllum sviðum,“ segir Páll Winkel.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira