Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 09:15 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. Guðmundur Benediktsson spyr Heimi meðal annars út í það hvort það hafi komið til greina að gera einhverjar breytingar á fastmótuðu byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir EM. „Við sáum það á EM í Frakklandi að það var kominn þreyta í liðið enda spiluðum við nánast á sama liðinu alla leikina. Varstu byrjaður að skoða það eitthvað eftir EM að þú þyrftir að hressa liðið við í einhverjum stöðum?,“ spurði Guðmundur. „Já og nei. Ekki af því að við vorum eitthvað að setja út á leikmennina sjálfa því þeir stóðu sig alveg gríðarlega vel og eru að gera enn í dag. Hinsvegar vorum við orðnir frekar auðlesnir og það var kannski meira áhyggjuefni,“ sagði Heimir. „Ég talaði við reyndari menn og átti til dæmis góðan fund með Marcello Lippi þegar við fórum til Kína. Ég spurði hann um hvað hann gerði þegar hann varð heimsmeistari með Ítalíu. Hvernig hann byrjaði aftur nýtt móment,“ sagði Heimir en Marcello Lippi gerði Ítalíu að heimsmeisturum 2006. „Hann sagði: Ég sjokkeraði hópinn og henti fimm, sex leikmönnum út úr hópnum. Það væri mjög sniðugt. Ég sagði að við værum ekki Ítalía. Ég gæti ekki farið í Seríu A og tekið sjö til átta leikmenn upp þar,“ sagði Heimir brosandi. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum gefið leikmönnum tækifæri að spila í liðinu eftir EM er það að það má ekki vera þannig að menn gangi að landsliðssætinu sínu vísu,“ sagði Heimir og bætti við: „Svo hafa leikmenn sýnt það af þeim sem hafa komið inn í hópinn að þeir eru tilbúnir. Þeir hafa spilað mjög vel sama hvað hefur gengið á. Við höfum misst nánast hvern einasta leikmann út úr liðinu í þessari keppni sem er mjög óvanalega miðað við síðustu fjögur ár þar á undan þar sem við gátum nánast alltaf spilað á öllum mönnum,“ sagði Heimir. Það smá brot úr viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið verður síðan sýnt í heild sinni á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. Guðmundur Benediktsson spyr Heimi meðal annars út í það hvort það hafi komið til greina að gera einhverjar breytingar á fastmótuðu byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir EM. „Við sáum það á EM í Frakklandi að það var kominn þreyta í liðið enda spiluðum við nánast á sama liðinu alla leikina. Varstu byrjaður að skoða það eitthvað eftir EM að þú þyrftir að hressa liðið við í einhverjum stöðum?,“ spurði Guðmundur. „Já og nei. Ekki af því að við vorum eitthvað að setja út á leikmennina sjálfa því þeir stóðu sig alveg gríðarlega vel og eru að gera enn í dag. Hinsvegar vorum við orðnir frekar auðlesnir og það var kannski meira áhyggjuefni,“ sagði Heimir. „Ég talaði við reyndari menn og átti til dæmis góðan fund með Marcello Lippi þegar við fórum til Kína. Ég spurði hann um hvað hann gerði þegar hann varð heimsmeistari með Ítalíu. Hvernig hann byrjaði aftur nýtt móment,“ sagði Heimir en Marcello Lippi gerði Ítalíu að heimsmeisturum 2006. „Hann sagði: Ég sjokkeraði hópinn og henti fimm, sex leikmönnum út úr hópnum. Það væri mjög sniðugt. Ég sagði að við værum ekki Ítalía. Ég gæti ekki farið í Seríu A og tekið sjö til átta leikmenn upp þar,“ sagði Heimir brosandi. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum gefið leikmönnum tækifæri að spila í liðinu eftir EM er það að það má ekki vera þannig að menn gangi að landsliðssætinu sínu vísu,“ sagði Heimir og bætti við: „Svo hafa leikmenn sýnt það af þeim sem hafa komið inn í hópinn að þeir eru tilbúnir. Þeir hafa spilað mjög vel sama hvað hefur gengið á. Við höfum misst nánast hvern einasta leikmann út úr liðinu í þessari keppni sem er mjög óvanalega miðað við síðustu fjögur ár þar á undan þar sem við gátum nánast alltaf spilað á öllum mönnum,“ sagði Heimir. Það smá brot úr viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið verður síðan sýnt í heild sinni á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira