Innlent

Eldri borgarar á Selfossi: Hittast á hverjum degi til að spila snóker

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar

Fyrrverandi prófastur, fyrrverandi leigubílstjóri, fyrrverandi ljósmyndari og fyrrverandi smiður, allt eldri borgarar á Selfossi láta sér ekki leiðast því þeir hittast á hverjum morgni og spila snóker saman. Dagsformið fer eftir því hvort þeir hitta kúlunum niður eða ekki.

Í Grænumörkinni þar sem eldri borgar búa meðal annars er fjölbreytt tómstundastarf í gangi og þar er sérstök snókerstofa.

Þetta eru þeir Úlfar Guðmundsson, Haukur Gíslason, Bergsveinn Halldórsson og Vilhjálmur Þór Pálsson sem spila snókerinn daglega saman, tvo til þrjá klukkutíma í senn. Presturinn og fyrrverandi prófastur fer fyrir hópnum.

„Þetta er náttúrulega frábær íþrótt, mikil nákvæmnisíþrótt og ekki einföld en tíminn er fljótur að líða við borðið,“ segir Úlfar, sem segist hafa byrjað að spila þegar hann hætti að vinna.

En hvað er skemmtilegast við snóker að mati Úlfars?

„Eiginlega bara hvað hann er erfiður, það er alltaf eitthvað að gerast, alltaf nýjar og nýjar stöður.“

Úlfar segir að snóker hafi verið spilaður í 20 ár í Grænumörkinni en þeir sem byrjuðu séu nú allir fallnir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×