„Við verðum alltaf vinir“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2017 17:50 Haraldur Nelson er framkvæmdastjóri Mjölnis en hann hefur sinnt því starfi frá árinu 2012. mynd/sóllilja baltasarsdóttir „Allir eru vinir. Þetta er auðvitað erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Við erum að tala saman og við verðum alltaf vinir.“ Þetta segir Haraldur Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, um ákvörðun Jóns Viðars Arnþórssonar að segja starfi sínu lausu sem starfandi stjórnarformaður Mjölnis. Haraldur hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2012 en Jón Viðar er einn af stofnendum félagsins.Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Jón Viðar segir í samtali við Mbl.is í dag að staðið hafi verið að ráðningu hennar eins og annarra. Um fjölskyldufélag hafi verið að ræða.Vísir/Stefán KarlssonNýir hluthafar Mjölnir steig stórt skref þegar félagið flutti fyrri á árinu úr Loftkastalnum við Seljaveg upp í Öskjuhlíð þar sem keiluhöll var rekin árum saman. Félag var stofnað um starfsemi þess og fjárfestar fegnir inn. Meðal þeirra Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Auk þeirra eiga Gunnar Nelson, Jón Viðar Arnþórsson, Bjarni Baldursson og Árni Þór Jónsson hlut í félaginu. Ágreiningur hefur verið innan félagsins undanfarið þar sem menn hafa ekki verið sammála um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu. Þá hefur gætt óánægju með ráðningu Jóns Viðars á kærustu sinni, Sóllilju Baltasarsdóttur, sem markaðsstjóra Mjölnis. Jón Viðar, Haraldur og Gunnar Nelson á góðri stundu.Vísir/Friðrik ÞórHætti fyrir fundinn Haraldur vildi koma því á framfæri að stjórnarfundurinn, sem haldinn var á miðvikudaginn, hafi farið vel fram og að mönnum hafi ekki verið heitt í hamsi. Hann segir að Jón Viðar hafi ákveðið að mæta ekki á fundinn því hann hafi verið búinn að gera upp hug sinn fyrirfram. Að sögn Haraldar var Jón Viðar ekki sáttur við ýmsar breytingar sem nýir hluthafar vilja ráðast í og ákvað hann því að draga sig í hlé. „Við verðum alltaf vinir og það mun alltaf vera þannig,“ ítrekar Haraldur.Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman (á myndinnni) eiga nú um þriðjung í félaginu.alvogenSameina bar og búð Haraldur segir að orðrómur þess efnis að þjálfarar hafi sagt upp séu rangur og þá segir hann einnig að meðlimum í félaginu fari ekki fækkandi heldur, þvert á móti, fjölgandi. Frá ársbyrjun hafi meðlimir verið tólf til þrettán hundruð en í dag séu þeir sextán hundruð. En hvaða breytingar verður ráðist í með nýjum hluthöfum? Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. Þá stendur til að sameina verslun félagsins og barinn. Haraldur vill hafa mildari stemningu yfir barnum þannig að það henti betur þeirri starfsemi sem er í húsnæðinu. Haraldur segir að endingu að Jón Viðar hafi unnið ómetanlegt starf fyrir Mjölni og ennfremur að hann muni áfram gera það. Hann vill ólmur fá hann aftur sem fyrst. Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
„Allir eru vinir. Þetta er auðvitað erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Við erum að tala saman og við verðum alltaf vinir.“ Þetta segir Haraldur Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, um ákvörðun Jóns Viðars Arnþórssonar að segja starfi sínu lausu sem starfandi stjórnarformaður Mjölnis. Haraldur hefur sinnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2012 en Jón Viðar er einn af stofnendum félagsins.Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Jón Viðar segir í samtali við Mbl.is í dag að staðið hafi verið að ráðningu hennar eins og annarra. Um fjölskyldufélag hafi verið að ræða.Vísir/Stefán KarlssonNýir hluthafar Mjölnir steig stórt skref þegar félagið flutti fyrri á árinu úr Loftkastalnum við Seljaveg upp í Öskjuhlíð þar sem keiluhöll var rekin árum saman. Félag var stofnað um starfsemi þess og fjárfestar fegnir inn. Meðal þeirra Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Auk þeirra eiga Gunnar Nelson, Jón Viðar Arnþórsson, Bjarni Baldursson og Árni Þór Jónsson hlut í félaginu. Ágreiningur hefur verið innan félagsins undanfarið þar sem menn hafa ekki verið sammála um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu. Þá hefur gætt óánægju með ráðningu Jóns Viðars á kærustu sinni, Sóllilju Baltasarsdóttur, sem markaðsstjóra Mjölnis. Jón Viðar, Haraldur og Gunnar Nelson á góðri stundu.Vísir/Friðrik ÞórHætti fyrir fundinn Haraldur vildi koma því á framfæri að stjórnarfundurinn, sem haldinn var á miðvikudaginn, hafi farið vel fram og að mönnum hafi ekki verið heitt í hamsi. Hann segir að Jón Viðar hafi ákveðið að mæta ekki á fundinn því hann hafi verið búinn að gera upp hug sinn fyrirfram. Að sögn Haraldar var Jón Viðar ekki sáttur við ýmsar breytingar sem nýir hluthafar vilja ráðast í og ákvað hann því að draga sig í hlé. „Við verðum alltaf vinir og það mun alltaf vera þannig,“ ítrekar Haraldur.Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman (á myndinnni) eiga nú um þriðjung í félaginu.alvogenSameina bar og búð Haraldur segir að orðrómur þess efnis að þjálfarar hafi sagt upp séu rangur og þá segir hann einnig að meðlimum í félaginu fari ekki fækkandi heldur, þvert á móti, fjölgandi. Frá ársbyrjun hafi meðlimir verið tólf til þrettán hundruð en í dag séu þeir sextán hundruð. En hvaða breytingar verður ráðist í með nýjum hluthöfum? Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. Þá stendur til að sameina verslun félagsins og barinn. Haraldur vill hafa mildari stemningu yfir barnum þannig að það henti betur þeirri starfsemi sem er í húsnæðinu. Haraldur segir að endingu að Jón Viðar hafi unnið ómetanlegt starf fyrir Mjölni og ennfremur að hann muni áfram gera það. Hann vill ólmur fá hann aftur sem fyrst.
Tengdar fréttir Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Jón Viðar Arnþórsson hættir sem formaður Mjölnis eftir stjórnarfund á miðvikudag. 26. ágúst 2017 14:58
Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55