Hnattflugsþristur á leið til Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2017 17:48 Douglas DC 3-vélin var smiðuð árið 1940. Mynd/Breitling. Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli á Suður-Grænlandi nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Brottför frá Grænlandi hafði þá frestast um sex klukkustundir vegna ísingarhættu og smávægilegrar bilunar. Áformað hafði verið að flugvélin lenti í Reykjavík en þegar flugáætlun hafði verið uppreiknuð eftir flugtak frá Grænlandi kom babb í bátinn. Hún sýndi að vélin myndi ekki ná til Reykjavíkur fyrr en klukkan 23.18, en samkvæmt reglum flugvallarins eru lendingar bannaðar þar eftir klukkan 23. Því neyðist þristurinn til að lenda í Keflavík. Hér má fylgjast með flugferli vélarinnar. Þessi 77 ára gamli forngripur er í sex mánaða hnattflugi á vegum svissneska Breitling-úraframleiðandans í því skyni að setja heimsmet. Henni er ætlað að verða elsta flugvélin til að fljúga umhverfis jörðina. Flugið hófst í Genf í marsmánuði og var förinni fyrst heitið um Miðausturlönd og Asíu. Síðustu vikur hefur leiðin legið yfir Ameríku en heimsreisunni lýkur í Sviss þann 13. september.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson. Vélin hét áður Gljáfaxi og lagði grunninn að innanlandsfluginu.Á morgun, sunnudag, var fyrirhugað að íslenski þristurinn Páll Sveinsson og Breitling-þristurinn flygju saman yfir Reykjavík og nágrenni. Þrátt fyrir lendinguna í Keflavík vonast Tómas Dagur til að áhöfn Breitlings-þristsins fáist til að fljúga vélinni yfir til Reykjavíkur í fyrramálið svo að samflugið geti farið fram á morgun. Frá Íslandi er áætlað að hnattflugsvélin fljúgi til Skotlands á mánudag. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið. Þess er skemmst að minnast að Lancaster-sprengjuflugvél lenti í Reykjavík árið 2014 og Catalina-flugbátur kom árið 2012. Því má ætla að þessi heimsókn veki eftirtekt flugáhugamanna. Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07 Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli á Suður-Grænlandi nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Brottför frá Grænlandi hafði þá frestast um sex klukkustundir vegna ísingarhættu og smávægilegrar bilunar. Áformað hafði verið að flugvélin lenti í Reykjavík en þegar flugáætlun hafði verið uppreiknuð eftir flugtak frá Grænlandi kom babb í bátinn. Hún sýndi að vélin myndi ekki ná til Reykjavíkur fyrr en klukkan 23.18, en samkvæmt reglum flugvallarins eru lendingar bannaðar þar eftir klukkan 23. Því neyðist þristurinn til að lenda í Keflavík. Hér má fylgjast með flugferli vélarinnar. Þessi 77 ára gamli forngripur er í sex mánaða hnattflugi á vegum svissneska Breitling-úraframleiðandans í því skyni að setja heimsmet. Henni er ætlað að verða elsta flugvélin til að fljúga umhverfis jörðina. Flugið hófst í Genf í marsmánuði og var förinni fyrst heitið um Miðausturlönd og Asíu. Síðustu vikur hefur leiðin legið yfir Ameríku en heimsreisunni lýkur í Sviss þann 13. september.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson. Vélin hét áður Gljáfaxi og lagði grunninn að innanlandsfluginu.Á morgun, sunnudag, var fyrirhugað að íslenski þristurinn Páll Sveinsson og Breitling-þristurinn flygju saman yfir Reykjavík og nágrenni. Þrátt fyrir lendinguna í Keflavík vonast Tómas Dagur til að áhöfn Breitlings-þristsins fáist til að fljúga vélinni yfir til Reykjavíkur í fyrramálið svo að samflugið geti farið fram á morgun. Frá Íslandi er áætlað að hnattflugsvélin fljúgi til Skotlands á mánudag. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið. Þess er skemmst að minnast að Lancaster-sprengjuflugvél lenti í Reykjavík árið 2014 og Catalina-flugbátur kom árið 2012. Því má ætla að þessi heimsókn veki eftirtekt flugáhugamanna.
Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07 Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30
Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30
Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07
Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38