Stríðsleikur í Tékklandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. október 2017 06:00 Dagný skoraði sigurmark Íslands með skalla á 44. mínútu vísir/anna Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var nokkuð sáttur við niðurstöðuna þegar við heyrðum í honum eftir leik í gær „Ég er sáttur við stigið en okkur langaði í þrjú stig og reyndum að teygja okkur eftir því. Heildarniðurstaðan, fjögur stig á útivelli á móti þessum liðum, er bara góð,“ sagði Freyr. Leikurinn var mjög jafn og stóðu tékknesku stelpurnar vel á móti sterkum Íslendingum. „Þetta var stríðsleikur, við getum orðað það þannig. Það var örugglega sett Evrópumet í návígjum um allan völl. Bæði lið, allir leikmenn, gáfu allt sitt í verkefnið og börðust grimmilega um hvern einasta bolta, ég held að það lýsi leiknum best.“ Freyr er þekktur fyrir að vinna undirbúningsvinnu sína vel fyrir leiki og var engin breyting þar á í þetta skipti, þrátt fyrir að hann hafi tapað einhverjum gögnum úr tölvunni hjá sér fyrir leik. „Þeir komu okkur ekki á óvart. Ég viðurkenni það samt að það var flott fyrir þær að sjá hversu öflugar þær voru í slagsmálunum. Við vissum alveg hversu gott liðið var, en þær náðu að mæta okkur á köflum í allri baráttu út um allan völl.“ Hvað var það sem landsliðsþjálfarinn tók helst út úr frammistöðu íslenska liðsins í gær? „Ég tek fyrst og síðast hugarfarið og viljann í verkefnið að teygja sig eftir þremur stigum. Svo tökum við að sjálfsögðu stigið. Við erum eina liðið af þessum þremur í toppbaráttunni sem er taplaust og við förum inn í nýtt ár með örlögin í okkar eigin höndum og það er staða sem ég hefði alltaf tekið fyrirfram.“ Elín Metta Jensen fór á kostum í leiknum í gær og kórónaði frammistöðu sína með því að leggja upp mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þær tvær virðast ná einstaklega vel saman, en Elín lagði upp bæði mörk Dagnýjar í leiknum gegn Þýskalandi á föstudaginn. Ísland er með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnt að stigum og Tékkar en tveimur stigum á eftir Þjóðverjum. Íslendingar eiga þó leik til góða á bæði lið, og standa vel að vígi eftir að hafa tekið fjögur af sex mögulegum stigum gegn þessum þjóðum á útivelli. Aðspurður hvort það væri ekki ásættanleg niðurstaða og eitthvað sem hann hefði tekið fyrirfram sagði Freyr: „Algjörlega. Annað er bara frekja. Þetta er bara mjög jákvætt og gott, frammistaðan í heildina góð.“ „Eins og ég sagði fyrir þetta verkefni, við erum að spila seint í október á móti tveimur mjög sterkum liðum á útivelli. Fjögur stig er frábær árangur. Ef við hefðum náð í sex hefði það verið stórkostlegt og við vorum í dauðafæri til þess, reyndum, en við förum sátt heim með fjögur,“ sagði Freyr Alexandersson. Næstu leikir Íslendinga í undankeppninni eru ekki fyrr en apríl, en þá mæta stelpurnar Slóvenum og Færeyingum úti. Þrír síðustu leikirnir fara svo fram á Laugardalsvelli, í júní og september 2018. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04 Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var nokkuð sáttur við niðurstöðuna þegar við heyrðum í honum eftir leik í gær „Ég er sáttur við stigið en okkur langaði í þrjú stig og reyndum að teygja okkur eftir því. Heildarniðurstaðan, fjögur stig á útivelli á móti þessum liðum, er bara góð,“ sagði Freyr. Leikurinn var mjög jafn og stóðu tékknesku stelpurnar vel á móti sterkum Íslendingum. „Þetta var stríðsleikur, við getum orðað það þannig. Það var örugglega sett Evrópumet í návígjum um allan völl. Bæði lið, allir leikmenn, gáfu allt sitt í verkefnið og börðust grimmilega um hvern einasta bolta, ég held að það lýsi leiknum best.“ Freyr er þekktur fyrir að vinna undirbúningsvinnu sína vel fyrir leiki og var engin breyting þar á í þetta skipti, þrátt fyrir að hann hafi tapað einhverjum gögnum úr tölvunni hjá sér fyrir leik. „Þeir komu okkur ekki á óvart. Ég viðurkenni það samt að það var flott fyrir þær að sjá hversu öflugar þær voru í slagsmálunum. Við vissum alveg hversu gott liðið var, en þær náðu að mæta okkur á köflum í allri baráttu út um allan völl.“ Hvað var það sem landsliðsþjálfarinn tók helst út úr frammistöðu íslenska liðsins í gær? „Ég tek fyrst og síðast hugarfarið og viljann í verkefnið að teygja sig eftir þremur stigum. Svo tökum við að sjálfsögðu stigið. Við erum eina liðið af þessum þremur í toppbaráttunni sem er taplaust og við förum inn í nýtt ár með örlögin í okkar eigin höndum og það er staða sem ég hefði alltaf tekið fyrirfram.“ Elín Metta Jensen fór á kostum í leiknum í gær og kórónaði frammistöðu sína með því að leggja upp mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þær tvær virðast ná einstaklega vel saman, en Elín lagði upp bæði mörk Dagnýjar í leiknum gegn Þýskalandi á föstudaginn. Ísland er með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnt að stigum og Tékkar en tveimur stigum á eftir Þjóðverjum. Íslendingar eiga þó leik til góða á bæði lið, og standa vel að vígi eftir að hafa tekið fjögur af sex mögulegum stigum gegn þessum þjóðum á útivelli. Aðspurður hvort það væri ekki ásættanleg niðurstaða og eitthvað sem hann hefði tekið fyrirfram sagði Freyr: „Algjörlega. Annað er bara frekja. Þetta er bara mjög jákvætt og gott, frammistaðan í heildina góð.“ „Eins og ég sagði fyrir þetta verkefni, við erum að spila seint í október á móti tveimur mjög sterkum liðum á útivelli. Fjögur stig er frábær árangur. Ef við hefðum náð í sex hefði það verið stórkostlegt og við vorum í dauðafæri til þess, reyndum, en við förum sátt heim með fjögur,“ sagði Freyr Alexandersson. Næstu leikir Íslendinga í undankeppninni eru ekki fyrr en apríl, en þá mæta stelpurnar Slóvenum og Færeyingum úti. Þrír síðustu leikirnir fara svo fram á Laugardalsvelli, í júní og september 2018.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04 Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00