Stríðsleikur í Tékklandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. október 2017 06:00 Dagný skoraði sigurmark Íslands með skalla á 44. mínútu vísir/anna Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var nokkuð sáttur við niðurstöðuna þegar við heyrðum í honum eftir leik í gær „Ég er sáttur við stigið en okkur langaði í þrjú stig og reyndum að teygja okkur eftir því. Heildarniðurstaðan, fjögur stig á útivelli á móti þessum liðum, er bara góð,“ sagði Freyr. Leikurinn var mjög jafn og stóðu tékknesku stelpurnar vel á móti sterkum Íslendingum. „Þetta var stríðsleikur, við getum orðað það þannig. Það var örugglega sett Evrópumet í návígjum um allan völl. Bæði lið, allir leikmenn, gáfu allt sitt í verkefnið og börðust grimmilega um hvern einasta bolta, ég held að það lýsi leiknum best.“ Freyr er þekktur fyrir að vinna undirbúningsvinnu sína vel fyrir leiki og var engin breyting þar á í þetta skipti, þrátt fyrir að hann hafi tapað einhverjum gögnum úr tölvunni hjá sér fyrir leik. „Þeir komu okkur ekki á óvart. Ég viðurkenni það samt að það var flott fyrir þær að sjá hversu öflugar þær voru í slagsmálunum. Við vissum alveg hversu gott liðið var, en þær náðu að mæta okkur á köflum í allri baráttu út um allan völl.“ Hvað var það sem landsliðsþjálfarinn tók helst út úr frammistöðu íslenska liðsins í gær? „Ég tek fyrst og síðast hugarfarið og viljann í verkefnið að teygja sig eftir þremur stigum. Svo tökum við að sjálfsögðu stigið. Við erum eina liðið af þessum þremur í toppbaráttunni sem er taplaust og við förum inn í nýtt ár með örlögin í okkar eigin höndum og það er staða sem ég hefði alltaf tekið fyrirfram.“ Elín Metta Jensen fór á kostum í leiknum í gær og kórónaði frammistöðu sína með því að leggja upp mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þær tvær virðast ná einstaklega vel saman, en Elín lagði upp bæði mörk Dagnýjar í leiknum gegn Þýskalandi á föstudaginn. Ísland er með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnt að stigum og Tékkar en tveimur stigum á eftir Þjóðverjum. Íslendingar eiga þó leik til góða á bæði lið, og standa vel að vígi eftir að hafa tekið fjögur af sex mögulegum stigum gegn þessum þjóðum á útivelli. Aðspurður hvort það væri ekki ásættanleg niðurstaða og eitthvað sem hann hefði tekið fyrirfram sagði Freyr: „Algjörlega. Annað er bara frekja. Þetta er bara mjög jákvætt og gott, frammistaðan í heildina góð.“ „Eins og ég sagði fyrir þetta verkefni, við erum að spila seint í október á móti tveimur mjög sterkum liðum á útivelli. Fjögur stig er frábær árangur. Ef við hefðum náð í sex hefði það verið stórkostlegt og við vorum í dauðafæri til þess, reyndum, en við förum sátt heim með fjögur,“ sagði Freyr Alexandersson. Næstu leikir Íslendinga í undankeppninni eru ekki fyrr en apríl, en þá mæta stelpurnar Slóvenum og Færeyingum úti. Þrír síðustu leikirnir fara svo fram á Laugardalsvelli, í júní og september 2018. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04 Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Sjá meira
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari var nokkuð sáttur við niðurstöðuna þegar við heyrðum í honum eftir leik í gær „Ég er sáttur við stigið en okkur langaði í þrjú stig og reyndum að teygja okkur eftir því. Heildarniðurstaðan, fjögur stig á útivelli á móti þessum liðum, er bara góð,“ sagði Freyr. Leikurinn var mjög jafn og stóðu tékknesku stelpurnar vel á móti sterkum Íslendingum. „Þetta var stríðsleikur, við getum orðað það þannig. Það var örugglega sett Evrópumet í návígjum um allan völl. Bæði lið, allir leikmenn, gáfu allt sitt í verkefnið og börðust grimmilega um hvern einasta bolta, ég held að það lýsi leiknum best.“ Freyr er þekktur fyrir að vinna undirbúningsvinnu sína vel fyrir leiki og var engin breyting þar á í þetta skipti, þrátt fyrir að hann hafi tapað einhverjum gögnum úr tölvunni hjá sér fyrir leik. „Þeir komu okkur ekki á óvart. Ég viðurkenni það samt að það var flott fyrir þær að sjá hversu öflugar þær voru í slagsmálunum. Við vissum alveg hversu gott liðið var, en þær náðu að mæta okkur á köflum í allri baráttu út um allan völl.“ Hvað var það sem landsliðsþjálfarinn tók helst út úr frammistöðu íslenska liðsins í gær? „Ég tek fyrst og síðast hugarfarið og viljann í verkefnið að teygja sig eftir þremur stigum. Svo tökum við að sjálfsögðu stigið. Við erum eina liðið af þessum þremur í toppbaráttunni sem er taplaust og við förum inn í nýtt ár með örlögin í okkar eigin höndum og það er staða sem ég hefði alltaf tekið fyrirfram.“ Elín Metta Jensen fór á kostum í leiknum í gær og kórónaði frammistöðu sína með því að leggja upp mark Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þær tvær virðast ná einstaklega vel saman, en Elín lagði upp bæði mörk Dagnýjar í leiknum gegn Þýskalandi á föstudaginn. Ísland er með sjö stig eftir þrjá leiki, jafnt að stigum og Tékkar en tveimur stigum á eftir Þjóðverjum. Íslendingar eiga þó leik til góða á bæði lið, og standa vel að vígi eftir að hafa tekið fjögur af sex mögulegum stigum gegn þessum þjóðum á útivelli. Aðspurður hvort það væri ekki ásættanleg niðurstaða og eitthvað sem hann hefði tekið fyrirfram sagði Freyr: „Algjörlega. Annað er bara frekja. Þetta er bara mjög jákvætt og gott, frammistaðan í heildina góð.“ „Eins og ég sagði fyrir þetta verkefni, við erum að spila seint í október á móti tveimur mjög sterkum liðum á útivelli. Fjögur stig er frábær árangur. Ef við hefðum náð í sex hefði það verið stórkostlegt og við vorum í dauðafæri til þess, reyndum, en við förum sátt heim með fjögur,“ sagði Freyr Alexandersson. Næstu leikir Íslendinga í undankeppninni eru ekki fyrr en apríl, en þá mæta stelpurnar Slóvenum og Færeyingum úti. Þrír síðustu leikirnir fara svo fram á Laugardalsvelli, í júní og september 2018.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04 Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Sjá meira
Þýskaland fór illa með Færeyjar Tapið gegn Íslandi sat ekki í þýska kvennalandsliðinu í dag er það valtaði yfir færeyska landsliðið í undankeppni HM 2019. 24. október 2017 16:04
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Stelpurnar okkar þurftu að sætta sig við jafntefli í Tékklandi í dag í undankeppni HM 2019 24. október 2017 18:00