Veittist að konu og reyndi að hrinda kerru þar sem barnið hennar svaf Þórdís Valsdóttir skrifar 25. október 2017 23:30 Sigrún var stödd í Austurstræti um miðjan dag í gær þegar ókunnugur maður veittist að henni. Vísir/Daníel „Hann grípur í mig og ég hrindi honum frá mér og þá kemur hann og reynir aftur að hrinda kerrunni, með mun meiri krafti en áður," segir Sigrún Skaftadóttir, nemi og plötusnúður, sem lenti í ógnvænlegu atviki í Austurstræti á mánudag. Maður í annarlegu ástandi veittist að henni og níu mánaða gamalli dóttur hennar, sem svaf í kerru. Maðurinn reyndi að hrinda kerrunni um koll. Sigrún segist furða sig á því að enginn hafi komið henni til hjálpar. Sigrún stóð fyrir utan pósthúsið í Austurstræti að bíða eftir vinkonu sinni sem hafði farið þar inn. Ekki er aðgengi fyrir barnakerrur á pósthúsið og Snæfríður Björt, níu mánaða gömul dóttir Sigrúnar, svaf í kerrunni sinni svo Sigrún ákvað að hinkra fyrir utan. „Ég var búin að standa þarna í smá tíma þegar ég sé mann ráfandi um Austurstrætið, alveg í ruglinu. Það var mjög sorglegt að sjá hann. Ég varð óörugg því hann var að rekast utan í túrista og segja skrýtna hluti við þá á íslensku: ekki ráðast á mig! og eitthvað í þá áttina,“ segir Sigrún. Sigrún segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði hún ekki farið neitt, en fyrst hún var með barnið sitt með sér þá ákvað hún að fara inn í verslun Eymundsson hinum megin við götuna. „Svo held ég að vinkona mín sé að koma út af pósthúsinu svo ég fer aftur út og þá sé ég hann þar. Mér finnst eins og hann sé orðinn æstari, byrjaður að labba fram og til baka. Þá hugsa ég með mér að ég þori þessu ekki, ég fékk vonda tilfinningu og ákveð að fara aftur inn í verslunina.“ Hún tók ekki eftir því en maðurinn elti hana inn í verslunina. „Ég var með símann í hendinni og ætlaði að hringja í vinkonu mína, en þá slær hann í hendina á mér. Ég sagði honum að hætta og ýti honum frá mér og held fast í kerruna. Þegar ég ýti í hann þá ýtir hann í kerruna, en ég hélt fast í hana svo sem betur fer náði hann eiginlega ekkert að hreyfa við henni,“ segir Sigrún.Sigrún og dóttir hennar, Snæfríður Björt.AðsendEnginn brást við ofbeldinu Sigrúnu leið ekki vel inni í Eymundsson, enda brást enginn sem var viðstaddur við þessu. Nokkrir ferðamenn voru staddir inni í versluninni þegar þetta gerðist, en Sigrún kveðst ekki vita hvort starfsfólkið hafi tekið eftir þessu. „Ég storma út en hann eltir mig. Hann grípur í mig og ég hrindi honum frá mér og þá kemur hann og reynir aftur að hrinda kerrunni, með mun meiri krafti en áður,“ segir Sigrún. Hún segir að sem betur fer hafi hún ríghaldið í kerruna. Snæfríður Björt svaf á meðan þetta allt átti sér stað. Maðurinn veitist þá aftur að henni, lemur í hana og þá reiddist hún mjög. „Ég öskra á hann og segi honum að sleppa mér. Þá öskrar hann á mig á móti og segir mér að hætta að ráðast á hann. Hann var greinilega í annarlegu ástandi.“ Sigrún nær að brjótast frá honum og hljóp öskrandi inn í verslunina aftur. „Það standa bara allir og horfa á mig, þetta var svo skrýtið, mér leið eins og ég væri ein í heiminum.“„Kannski héldu þau að ég þekkti hann“ Flestir viðstaddir voru erlendir ferðamenn og maðurinn hafði verið að abbast upp á einhverja ferðamenn stuttu áður en hann veittist að Sigrúnu. „Kannski héldu þau að ég þekkti hann, ég veit það ekki. En það er líka ömurlegt því þó svo ég hefði þekkt manneskjuna þá er aldrei í lagi að koma svona fram og reyna að hrinda sofandi barni í kerru.“ Sigrún hringdi sjálf á lögregluna sem sagðist ætla að senda bíl undir eins. Hún segir lögregluna hafa brugðist vel við þegar hún hringdi. Hún beið ekki eftir því að lögreglan kæmi, enda leið henni eins og hún væri ekki örugg þarna. „Ég er auðvitað frekar reið út í þennan mann, en ég finn eiginlega meira til með honum. Ég er reiðari út í allt fólkið sem hjálpaði mér ekki, maður treystir á það,“ segir Sigrún. Sigrún er í miðjum lokaprófum svo hún segir að hún hafi reynt eftir bestu getu að leiða hugann ekki að þessum atburði, en það reynist henni þó erfitt og hún upplifir óöyrggi. „Ég bý í 101 og þetta tekur öryggi frá manni. Sérstaklega með varnarlaust lítið kríli. Mér finnst verst að enginn hafi hjálpað mér.“ Hún vildi vekja athygli á þessu, því henni finnst út í hött að fólk hafi hreinlega staðið hjá og horft á þetta gerast. „Ég vil hvetja fólk til þess að grípa inn í og hjálpa þegar svona ofbeldi á sér stað,“ segir Sigrún. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Hann grípur í mig og ég hrindi honum frá mér og þá kemur hann og reynir aftur að hrinda kerrunni, með mun meiri krafti en áður," segir Sigrún Skaftadóttir, nemi og plötusnúður, sem lenti í ógnvænlegu atviki í Austurstræti á mánudag. Maður í annarlegu ástandi veittist að henni og níu mánaða gamalli dóttur hennar, sem svaf í kerru. Maðurinn reyndi að hrinda kerrunni um koll. Sigrún segist furða sig á því að enginn hafi komið henni til hjálpar. Sigrún stóð fyrir utan pósthúsið í Austurstræti að bíða eftir vinkonu sinni sem hafði farið þar inn. Ekki er aðgengi fyrir barnakerrur á pósthúsið og Snæfríður Björt, níu mánaða gömul dóttir Sigrúnar, svaf í kerrunni sinni svo Sigrún ákvað að hinkra fyrir utan. „Ég var búin að standa þarna í smá tíma þegar ég sé mann ráfandi um Austurstrætið, alveg í ruglinu. Það var mjög sorglegt að sjá hann. Ég varð óörugg því hann var að rekast utan í túrista og segja skrýtna hluti við þá á íslensku: ekki ráðast á mig! og eitthvað í þá áttina,“ segir Sigrún. Sigrún segir að undir venjulegum kringumstæðum hefði hún ekki farið neitt, en fyrst hún var með barnið sitt með sér þá ákvað hún að fara inn í verslun Eymundsson hinum megin við götuna. „Svo held ég að vinkona mín sé að koma út af pósthúsinu svo ég fer aftur út og þá sé ég hann þar. Mér finnst eins og hann sé orðinn æstari, byrjaður að labba fram og til baka. Þá hugsa ég með mér að ég þori þessu ekki, ég fékk vonda tilfinningu og ákveð að fara aftur inn í verslunina.“ Hún tók ekki eftir því en maðurinn elti hana inn í verslunina. „Ég var með símann í hendinni og ætlaði að hringja í vinkonu mína, en þá slær hann í hendina á mér. Ég sagði honum að hætta og ýti honum frá mér og held fast í kerruna. Þegar ég ýti í hann þá ýtir hann í kerruna, en ég hélt fast í hana svo sem betur fer náði hann eiginlega ekkert að hreyfa við henni,“ segir Sigrún.Sigrún og dóttir hennar, Snæfríður Björt.AðsendEnginn brást við ofbeldinu Sigrúnu leið ekki vel inni í Eymundsson, enda brást enginn sem var viðstaddur við þessu. Nokkrir ferðamenn voru staddir inni í versluninni þegar þetta gerðist, en Sigrún kveðst ekki vita hvort starfsfólkið hafi tekið eftir þessu. „Ég storma út en hann eltir mig. Hann grípur í mig og ég hrindi honum frá mér og þá kemur hann og reynir aftur að hrinda kerrunni, með mun meiri krafti en áður,“ segir Sigrún. Hún segir að sem betur fer hafi hún ríghaldið í kerruna. Snæfríður Björt svaf á meðan þetta allt átti sér stað. Maðurinn veitist þá aftur að henni, lemur í hana og þá reiddist hún mjög. „Ég öskra á hann og segi honum að sleppa mér. Þá öskrar hann á mig á móti og segir mér að hætta að ráðast á hann. Hann var greinilega í annarlegu ástandi.“ Sigrún nær að brjótast frá honum og hljóp öskrandi inn í verslunina aftur. „Það standa bara allir og horfa á mig, þetta var svo skrýtið, mér leið eins og ég væri ein í heiminum.“„Kannski héldu þau að ég þekkti hann“ Flestir viðstaddir voru erlendir ferðamenn og maðurinn hafði verið að abbast upp á einhverja ferðamenn stuttu áður en hann veittist að Sigrúnu. „Kannski héldu þau að ég þekkti hann, ég veit það ekki. En það er líka ömurlegt því þó svo ég hefði þekkt manneskjuna þá er aldrei í lagi að koma svona fram og reyna að hrinda sofandi barni í kerru.“ Sigrún hringdi sjálf á lögregluna sem sagðist ætla að senda bíl undir eins. Hún segir lögregluna hafa brugðist vel við þegar hún hringdi. Hún beið ekki eftir því að lögreglan kæmi, enda leið henni eins og hún væri ekki örugg þarna. „Ég er auðvitað frekar reið út í þennan mann, en ég finn eiginlega meira til með honum. Ég er reiðari út í allt fólkið sem hjálpaði mér ekki, maður treystir á það,“ segir Sigrún. Sigrún er í miðjum lokaprófum svo hún segir að hún hafi reynt eftir bestu getu að leiða hugann ekki að þessum atburði, en það reynist henni þó erfitt og hún upplifir óöyrggi. „Ég bý í 101 og þetta tekur öryggi frá manni. Sérstaklega með varnarlaust lítið kríli. Mér finnst verst að enginn hafi hjálpað mér.“ Hún vildi vekja athygli á þessu, því henni finnst út í hött að fólk hafi hreinlega staðið hjá og horft á þetta gerast. „Ég vil hvetja fólk til þess að grípa inn í og hjálpa þegar svona ofbeldi á sér stað,“ segir Sigrún.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira