Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2017 20:15 Allt að sjö stiga jarðskjálfti gæti orðið austarlega á Suðurlandsundirlendi á næstu árum og allt að 6,5 stiga á Bláfjallasvæðinu, að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir skjálftann við Árnes um helgina sýna að mikil spenna sé til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá hér að ofan. Þótt kominn sé á eftirlaun vinnur Ragnar Stefánsson enn að rannsóknum á því hvernig sjá megi fyrir stóra jarðskjálfta. Hann segir skjálftann við Árnes á laugardag þó ekki hafa beint forspárgildi um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Jarðskjálftinn segir okkur að á þessum stað er tiltölulega mikil spenna og hann segir okkur líka að þessi sprunga, - hún er lifandi,“ segir Ragnar um Árnesskjálftann, sem mældist 4,5 stig. Hann minnir á að Suðurlandsskjálftarnir árið 1896 áttu upptök á sömu slóðum. „Þeir byrjuðu aðeins fyrir austan þennan skjálfta sem varð núna. En síðasti skjálftinn í þeirri hrinu varð ekki fyrr en árið 1912, og hann var austur undir Selsundi, sem er skammt vestur af Heklu. Og hann var stærstur af þessum skjálftum, sem byrjuðu þarna 1896.“ Jarðskjálftinn árið 1912 er talinn hafa verið sjö stig.Suðurlandsvegur eftir skjálftann þann 17. júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Suðurlandsskjálftarnir tveir árið 2000 mældust 6,5 og 6,6 stig, og skjálftinn árið 2008 mældist 6,2 stig. Ragnar telur þeirri hrinu ekki lokið og búast megi við fleiri stórskjálftum, sérstaklega í Rangárvallasýslu. „Á austasta hluta brotabeltisins, frá Landi og austur að Heklu, - og þá suður af Heklu. Og svo aftur vestar, - vestur undir Bláfjöllum. Þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega að skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík.“ Um líklegan tímaramma næsta skjálfta, segir Ragnar: „Þetta gæti orðið á þessu ári og á næstu fimm til tíu árum, - hvort sem maður er að tala um austast á Suðurlandsbrotabeltinu eða hérna á Bláfjallasvæðinu.“ En hve stórum skjálfta má búast við? „Austast á Suðurlandsbrotabeltinu gæti hann örugglega farið upp í sjö. Hérna vestar, á Bláfjallasvæðinu, hugsum við nú frekar um sex og hálfan. Líklega verða ekki eins stórir skjálftar hér á þessu svæði eins og austast á Suðurlandsbrotabeltinu.“ Ragnar telur líkur á að hægt verði að spá fyrir um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Já. Það er langlíklegast. Ef menn myndu fylgjast sæmilega vel með þá er mjög líklegt að það væri hægt að vara við skjálfta þarna á þessu svæði. Og þessvegna má ekki slaka á með það að byggja þessar rannsóknir upp áfram, eins og þær voru byggðar upp hér um árið. Menn hafa slakað svolítið á í sambandi við það, því miður.“ Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47 Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Allt að sjö stiga jarðskjálfti gæti orðið austarlega á Suðurlandsundirlendi á næstu árum og allt að 6,5 stiga á Bláfjallasvæðinu, að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir skjálftann við Árnes um helgina sýna að mikil spenna sé til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá hér að ofan. Þótt kominn sé á eftirlaun vinnur Ragnar Stefánsson enn að rannsóknum á því hvernig sjá megi fyrir stóra jarðskjálfta. Hann segir skjálftann við Árnes á laugardag þó ekki hafa beint forspárgildi um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Jarðskjálftinn segir okkur að á þessum stað er tiltölulega mikil spenna og hann segir okkur líka að þessi sprunga, - hún er lifandi,“ segir Ragnar um Árnesskjálftann, sem mældist 4,5 stig. Hann minnir á að Suðurlandsskjálftarnir árið 1896 áttu upptök á sömu slóðum. „Þeir byrjuðu aðeins fyrir austan þennan skjálfta sem varð núna. En síðasti skjálftinn í þeirri hrinu varð ekki fyrr en árið 1912, og hann var austur undir Selsundi, sem er skammt vestur af Heklu. Og hann var stærstur af þessum skjálftum, sem byrjuðu þarna 1896.“ Jarðskjálftinn árið 1912 er talinn hafa verið sjö stig.Suðurlandsvegur eftir skjálftann þann 17. júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Suðurlandsskjálftarnir tveir árið 2000 mældust 6,5 og 6,6 stig, og skjálftinn árið 2008 mældist 6,2 stig. Ragnar telur þeirri hrinu ekki lokið og búast megi við fleiri stórskjálftum, sérstaklega í Rangárvallasýslu. „Á austasta hluta brotabeltisins, frá Landi og austur að Heklu, - og þá suður af Heklu. Og svo aftur vestar, - vestur undir Bláfjöllum. Þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega að skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík.“ Um líklegan tímaramma næsta skjálfta, segir Ragnar: „Þetta gæti orðið á þessu ári og á næstu fimm til tíu árum, - hvort sem maður er að tala um austast á Suðurlandsbrotabeltinu eða hérna á Bláfjallasvæðinu.“ En hve stórum skjálfta má búast við? „Austast á Suðurlandsbrotabeltinu gæti hann örugglega farið upp í sjö. Hérna vestar, á Bláfjallasvæðinu, hugsum við nú frekar um sex og hálfan. Líklega verða ekki eins stórir skjálftar hér á þessu svæði eins og austast á Suðurlandsbrotabeltinu.“ Ragnar telur líkur á að hægt verði að spá fyrir um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Já. Það er langlíklegast. Ef menn myndu fylgjast sæmilega vel með þá er mjög líklegt að það væri hægt að vara við skjálfta þarna á þessu svæði. Og þessvegna má ekki slaka á með það að byggja þessar rannsóknir upp áfram, eins og þær voru byggðar upp hér um árið. Menn hafa slakað svolítið á í sambandi við það, því miður.“
Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47 Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47
Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45