Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2017 20:15 Allt að sjö stiga jarðskjálfti gæti orðið austarlega á Suðurlandsundirlendi á næstu árum og allt að 6,5 stiga á Bláfjallasvæðinu, að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir skjálftann við Árnes um helgina sýna að mikil spenna sé til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá hér að ofan. Þótt kominn sé á eftirlaun vinnur Ragnar Stefánsson enn að rannsóknum á því hvernig sjá megi fyrir stóra jarðskjálfta. Hann segir skjálftann við Árnes á laugardag þó ekki hafa beint forspárgildi um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Jarðskjálftinn segir okkur að á þessum stað er tiltölulega mikil spenna og hann segir okkur líka að þessi sprunga, - hún er lifandi,“ segir Ragnar um Árnesskjálftann, sem mældist 4,5 stig. Hann minnir á að Suðurlandsskjálftarnir árið 1896 áttu upptök á sömu slóðum. „Þeir byrjuðu aðeins fyrir austan þennan skjálfta sem varð núna. En síðasti skjálftinn í þeirri hrinu varð ekki fyrr en árið 1912, og hann var austur undir Selsundi, sem er skammt vestur af Heklu. Og hann var stærstur af þessum skjálftum, sem byrjuðu þarna 1896.“ Jarðskjálftinn árið 1912 er talinn hafa verið sjö stig.Suðurlandsvegur eftir skjálftann þann 17. júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Suðurlandsskjálftarnir tveir árið 2000 mældust 6,5 og 6,6 stig, og skjálftinn árið 2008 mældist 6,2 stig. Ragnar telur þeirri hrinu ekki lokið og búast megi við fleiri stórskjálftum, sérstaklega í Rangárvallasýslu. „Á austasta hluta brotabeltisins, frá Landi og austur að Heklu, - og þá suður af Heklu. Og svo aftur vestar, - vestur undir Bláfjöllum. Þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega að skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík.“ Um líklegan tímaramma næsta skjálfta, segir Ragnar: „Þetta gæti orðið á þessu ári og á næstu fimm til tíu árum, - hvort sem maður er að tala um austast á Suðurlandsbrotabeltinu eða hérna á Bláfjallasvæðinu.“ En hve stórum skjálfta má búast við? „Austast á Suðurlandsbrotabeltinu gæti hann örugglega farið upp í sjö. Hérna vestar, á Bláfjallasvæðinu, hugsum við nú frekar um sex og hálfan. Líklega verða ekki eins stórir skjálftar hér á þessu svæði eins og austast á Suðurlandsbrotabeltinu.“ Ragnar telur líkur á að hægt verði að spá fyrir um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Já. Það er langlíklegast. Ef menn myndu fylgjast sæmilega vel með þá er mjög líklegt að það væri hægt að vara við skjálfta þarna á þessu svæði. Og þessvegna má ekki slaka á með það að byggja þessar rannsóknir upp áfram, eins og þær voru byggðar upp hér um árið. Menn hafa slakað svolítið á í sambandi við það, því miður.“ Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47 Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Allt að sjö stiga jarðskjálfti gæti orðið austarlega á Suðurlandsundirlendi á næstu árum og allt að 6,5 stiga á Bláfjallasvæðinu, að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir skjálftann við Árnes um helgina sýna að mikil spenna sé til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá hér að ofan. Þótt kominn sé á eftirlaun vinnur Ragnar Stefánsson enn að rannsóknum á því hvernig sjá megi fyrir stóra jarðskjálfta. Hann segir skjálftann við Árnes á laugardag þó ekki hafa beint forspárgildi um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Jarðskjálftinn segir okkur að á þessum stað er tiltölulega mikil spenna og hann segir okkur líka að þessi sprunga, - hún er lifandi,“ segir Ragnar um Árnesskjálftann, sem mældist 4,5 stig. Hann minnir á að Suðurlandsskjálftarnir árið 1896 áttu upptök á sömu slóðum. „Þeir byrjuðu aðeins fyrir austan þennan skjálfta sem varð núna. En síðasti skjálftinn í þeirri hrinu varð ekki fyrr en árið 1912, og hann var austur undir Selsundi, sem er skammt vestur af Heklu. Og hann var stærstur af þessum skjálftum, sem byrjuðu þarna 1896.“ Jarðskjálftinn árið 1912 er talinn hafa verið sjö stig.Suðurlandsvegur eftir skjálftann þann 17. júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Suðurlandsskjálftarnir tveir árið 2000 mældust 6,5 og 6,6 stig, og skjálftinn árið 2008 mældist 6,2 stig. Ragnar telur þeirri hrinu ekki lokið og búast megi við fleiri stórskjálftum, sérstaklega í Rangárvallasýslu. „Á austasta hluta brotabeltisins, frá Landi og austur að Heklu, - og þá suður af Heklu. Og svo aftur vestar, - vestur undir Bláfjöllum. Þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega að skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík.“ Um líklegan tímaramma næsta skjálfta, segir Ragnar: „Þetta gæti orðið á þessu ári og á næstu fimm til tíu árum, - hvort sem maður er að tala um austast á Suðurlandsbrotabeltinu eða hérna á Bláfjallasvæðinu.“ En hve stórum skjálfta má búast við? „Austast á Suðurlandsbrotabeltinu gæti hann örugglega farið upp í sjö. Hérna vestar, á Bláfjallasvæðinu, hugsum við nú frekar um sex og hálfan. Líklega verða ekki eins stórir skjálftar hér á þessu svæði eins og austast á Suðurlandsbrotabeltinu.“ Ragnar telur líkur á að hægt verði að spá fyrir um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Já. Það er langlíklegast. Ef menn myndu fylgjast sæmilega vel með þá er mjög líklegt að það væri hægt að vara við skjálfta þarna á þessu svæði. Og þessvegna má ekki slaka á með það að byggja þessar rannsóknir upp áfram, eins og þær voru byggðar upp hér um árið. Menn hafa slakað svolítið á í sambandi við það, því miður.“
Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47 Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47
Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45