Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2017 20:15 Allt að sjö stiga jarðskjálfti gæti orðið austarlega á Suðurlandsundirlendi á næstu árum og allt að 6,5 stiga á Bláfjallasvæðinu, að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir skjálftann við Árnes um helgina sýna að mikil spenna sé til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá hér að ofan. Þótt kominn sé á eftirlaun vinnur Ragnar Stefánsson enn að rannsóknum á því hvernig sjá megi fyrir stóra jarðskjálfta. Hann segir skjálftann við Árnes á laugardag þó ekki hafa beint forspárgildi um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Jarðskjálftinn segir okkur að á þessum stað er tiltölulega mikil spenna og hann segir okkur líka að þessi sprunga, - hún er lifandi,“ segir Ragnar um Árnesskjálftann, sem mældist 4,5 stig. Hann minnir á að Suðurlandsskjálftarnir árið 1896 áttu upptök á sömu slóðum. „Þeir byrjuðu aðeins fyrir austan þennan skjálfta sem varð núna. En síðasti skjálftinn í þeirri hrinu varð ekki fyrr en árið 1912, og hann var austur undir Selsundi, sem er skammt vestur af Heklu. Og hann var stærstur af þessum skjálftum, sem byrjuðu þarna 1896.“ Jarðskjálftinn árið 1912 er talinn hafa verið sjö stig.Suðurlandsvegur eftir skjálftann þann 17. júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Suðurlandsskjálftarnir tveir árið 2000 mældust 6,5 og 6,6 stig, og skjálftinn árið 2008 mældist 6,2 stig. Ragnar telur þeirri hrinu ekki lokið og búast megi við fleiri stórskjálftum, sérstaklega í Rangárvallasýslu. „Á austasta hluta brotabeltisins, frá Landi og austur að Heklu, - og þá suður af Heklu. Og svo aftur vestar, - vestur undir Bláfjöllum. Þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega að skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík.“ Um líklegan tímaramma næsta skjálfta, segir Ragnar: „Þetta gæti orðið á þessu ári og á næstu fimm til tíu árum, - hvort sem maður er að tala um austast á Suðurlandsbrotabeltinu eða hérna á Bláfjallasvæðinu.“ En hve stórum skjálfta má búast við? „Austast á Suðurlandsbrotabeltinu gæti hann örugglega farið upp í sjö. Hérna vestar, á Bláfjallasvæðinu, hugsum við nú frekar um sex og hálfan. Líklega verða ekki eins stórir skjálftar hér á þessu svæði eins og austast á Suðurlandsbrotabeltinu.“ Ragnar telur líkur á að hægt verði að spá fyrir um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Já. Það er langlíklegast. Ef menn myndu fylgjast sæmilega vel með þá er mjög líklegt að það væri hægt að vara við skjálfta þarna á þessu svæði. Og þessvegna má ekki slaka á með það að byggja þessar rannsóknir upp áfram, eins og þær voru byggðar upp hér um árið. Menn hafa slakað svolítið á í sambandi við það, því miður.“ Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47 Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Allt að sjö stiga jarðskjálfti gæti orðið austarlega á Suðurlandsundirlendi á næstu árum og allt að 6,5 stiga á Bláfjallasvæðinu, að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir skjálftann við Árnes um helgina sýna að mikil spenna sé til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá hér að ofan. Þótt kominn sé á eftirlaun vinnur Ragnar Stefánsson enn að rannsóknum á því hvernig sjá megi fyrir stóra jarðskjálfta. Hann segir skjálftann við Árnes á laugardag þó ekki hafa beint forspárgildi um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Jarðskjálftinn segir okkur að á þessum stað er tiltölulega mikil spenna og hann segir okkur líka að þessi sprunga, - hún er lifandi,“ segir Ragnar um Árnesskjálftann, sem mældist 4,5 stig. Hann minnir á að Suðurlandsskjálftarnir árið 1896 áttu upptök á sömu slóðum. „Þeir byrjuðu aðeins fyrir austan þennan skjálfta sem varð núna. En síðasti skjálftinn í þeirri hrinu varð ekki fyrr en árið 1912, og hann var austur undir Selsundi, sem er skammt vestur af Heklu. Og hann var stærstur af þessum skjálftum, sem byrjuðu þarna 1896.“ Jarðskjálftinn árið 1912 er talinn hafa verið sjö stig.Suðurlandsvegur eftir skjálftann þann 17. júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Suðurlandsskjálftarnir tveir árið 2000 mældust 6,5 og 6,6 stig, og skjálftinn árið 2008 mældist 6,2 stig. Ragnar telur þeirri hrinu ekki lokið og búast megi við fleiri stórskjálftum, sérstaklega í Rangárvallasýslu. „Á austasta hluta brotabeltisins, frá Landi og austur að Heklu, - og þá suður af Heklu. Og svo aftur vestar, - vestur undir Bláfjöllum. Þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega að skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík.“ Um líklegan tímaramma næsta skjálfta, segir Ragnar: „Þetta gæti orðið á þessu ári og á næstu fimm til tíu árum, - hvort sem maður er að tala um austast á Suðurlandsbrotabeltinu eða hérna á Bláfjallasvæðinu.“ En hve stórum skjálfta má búast við? „Austast á Suðurlandsbrotabeltinu gæti hann örugglega farið upp í sjö. Hérna vestar, á Bláfjallasvæðinu, hugsum við nú frekar um sex og hálfan. Líklega verða ekki eins stórir skjálftar hér á þessu svæði eins og austast á Suðurlandsbrotabeltinu.“ Ragnar telur líkur á að hægt verði að spá fyrir um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Já. Það er langlíklegast. Ef menn myndu fylgjast sæmilega vel með þá er mjög líklegt að það væri hægt að vara við skjálfta þarna á þessu svæði. Og þessvegna má ekki slaka á með það að byggja þessar rannsóknir upp áfram, eins og þær voru byggðar upp hér um árið. Menn hafa slakað svolítið á í sambandi við það, því miður.“
Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47 Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47
Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45