Innlent

Sjáðu jarðskjálftann við Árnes

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag.
Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. Skjáskot/Míla

Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag.

Tæpri mínútu síðar mældist annar skjálfti af stærð 3,3. Urðu skjálftarnir á þekktu sprungusvæði að sögn Veðurstofu.

Skjálftarnir fundust víða á Suðurlandi og í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Bergleif Gannt Joensen, íbúi í Árnesi að það hefði verið eins og rúta hefði keyrt inn í húsið hans.

Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.