Benedikt segir það mikil vonbrigði að detta af þingi Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 00:41 Fjármála- og efnahagsráðherra á að öllum líkindum ekki afturkvæmt eftir þessar kosningar. Benedikt Jóhannesson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, á að öllum líkindum ekki afturkvæmt á þing eftir þessar kosningar. Fylgi viðreisnar í Norðausturkjördæmi, þar sem Benedikt er oddviti er langt frá því að fá kjördæmakjörinn mann. Hann segir það persónulega mikil vonbrigði en tilfinningarnar séu blendnar. „Jú auðvitað eru það vonbrigði. Maður hafði metnað til að vera áfram. Ég bauð mig farm til að komast á þing og reyndi að standa mig vel fyrir þjóðina og kjördæmið. Auðvitað eru það því mikil vonbrigði,“ segir Benedikt. „ Hins vegar eru tilfinningarnar blendnar. Viðreisn er búin að rúmlega tvöfalda fylgið sitt á hálfum mánuði og ég er mjög glaður yfir því. Hins vegar vonaðist maður til að þetta yrði heldur betra en það er.“ Eins og staðan er núna er Viðreisn að tapa þremur þingmönnum. Flokkurinn var með sjö þingmenn en fá fjóra þingmenn nú ef þetta verður lokaniðurstaðan. Hins vegar á eftir að telja mörg atkvæði og nóttin er löng. „Sérstaklega var ég að vona að við myndum fá meira í dreifbýlinu. Við erum í raun langt frá því að vera inn í landsbyggðarkjördæmunum,“ segir Benedikt. Benedikt segist ekki vera hættur í pólitík. „Ég er ekki hættur, nei nei, menn eru ennþá í pólitík þó þér séu ekki á þingi. Það er líkt og ég sagði þegar ég hætti sem formaður að meginatriðið er það að málstaðurinn lifi. Og málstaðurinn lifir af einstaka menn og við erum áfram á þingi,“ segir Benedikt. „Það eru ekki allir nýir flokkar sem ná að komast inn á þing í annað sinn og fyrir það erum við ánægð en auðvitað hefðum við viljað hafa fylgið meira, það segir sig sjálft.“ Benedikt segir skilaboð kjósenda í þessum kosningum ekki nógu skýr til að augljós ríkisstjórn sé í spilunum. „Skilaboðin eru mjög óljós finnst mér. Ég svona næ þeim ekki mjög vel. Það gæti gert það að verkum að það taki tíma að ná niður ríkisstjórn. Hinsvegar geta hlutirnir þróast mjög hratt og í óvæntar áttir og við verðum að bíða og sjá. Síðast hefði líklegast landslagið verið traustar ef einn eða tveir þingmenn hefðu fallið aðeins öðruvísi. Því verðum við að bíða eftir lokaniðurstöðunni í fyrramálið.“Einnig var rætt við Benedikt í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, á að öllum líkindum ekki afturkvæmt á þing eftir þessar kosningar. Fylgi viðreisnar í Norðausturkjördæmi, þar sem Benedikt er oddviti er langt frá því að fá kjördæmakjörinn mann. Hann segir það persónulega mikil vonbrigði en tilfinningarnar séu blendnar. „Jú auðvitað eru það vonbrigði. Maður hafði metnað til að vera áfram. Ég bauð mig farm til að komast á þing og reyndi að standa mig vel fyrir þjóðina og kjördæmið. Auðvitað eru það því mikil vonbrigði,“ segir Benedikt. „ Hins vegar eru tilfinningarnar blendnar. Viðreisn er búin að rúmlega tvöfalda fylgið sitt á hálfum mánuði og ég er mjög glaður yfir því. Hins vegar vonaðist maður til að þetta yrði heldur betra en það er.“ Eins og staðan er núna er Viðreisn að tapa þremur þingmönnum. Flokkurinn var með sjö þingmenn en fá fjóra þingmenn nú ef þetta verður lokaniðurstaðan. Hins vegar á eftir að telja mörg atkvæði og nóttin er löng. „Sérstaklega var ég að vona að við myndum fá meira í dreifbýlinu. Við erum í raun langt frá því að vera inn í landsbyggðarkjördæmunum,“ segir Benedikt. Benedikt segist ekki vera hættur í pólitík. „Ég er ekki hættur, nei nei, menn eru ennþá í pólitík þó þér séu ekki á þingi. Það er líkt og ég sagði þegar ég hætti sem formaður að meginatriðið er það að málstaðurinn lifi. Og málstaðurinn lifir af einstaka menn og við erum áfram á þingi,“ segir Benedikt. „Það eru ekki allir nýir flokkar sem ná að komast inn á þing í annað sinn og fyrir það erum við ánægð en auðvitað hefðum við viljað hafa fylgið meira, það segir sig sjálft.“ Benedikt segir skilaboð kjósenda í þessum kosningum ekki nógu skýr til að augljós ríkisstjórn sé í spilunum. „Skilaboðin eru mjög óljós finnst mér. Ég svona næ þeim ekki mjög vel. Það gæti gert það að verkum að það taki tíma að ná niður ríkisstjórn. Hinsvegar geta hlutirnir þróast mjög hratt og í óvæntar áttir og við verðum að bíða og sjá. Síðast hefði líklegast landslagið verið traustar ef einn eða tveir þingmenn hefðu fallið aðeins öðruvísi. Því verðum við að bíða eftir lokaniðurstöðunni í fyrramálið.“Einnig var rætt við Benedikt í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira