Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2017 11:55 Albertína Friðbjörg hefur aldrei tekið sæti á Alþingi áður. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. „Ég viðurkenni að ég lagði mig milli fjögur og sjö. Ég var inni þegar ég fór að sofa og ennþá inni þegar ég vaknaði. Svo beið maður eftur Norðvestur og Kraganum,“ segir Albertína en hún er uppbótarþingmaður Norðausturkjördæmis. Þeir sem eru í uppbótarsætunum um miðja kosninganótt eiga flestir svefnlitlar nætur og hún var engin undantekning. Albertína Friðbjörg er búsett á Akureyri, en hún er framkvæmdastjóri jarðorkufyrirtækisins Eims, og hefur í hyggju að búa þar áfram eftir að hún hefur tekið sæti. Hún segist ekki enn vera búin að plana neitt hvernig fyrirkomulagið verður, það verði að skýrast. „Ég þorði ekki að gera neitt í gær til að „jinxa“ þetta. Ég er ekki búin að græja neitt en það verður sett á fullt núna. Ég var í ofboðslega áhugaverðu starfi áður en ég kom inn á þing og ég hugsa að sú reynsla muni koma til með að nýtast vel.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar rúmlega tvöfaldast frá því sem áður var, fer úr þremur mönnum í sjö. Um tíma í nótt var flokkurinn með átta menn inni á þingi en þegar yfir lauk voru þeir sjö talsins. Albertína segist ánægð með niðurstöðuna þó hún hafi vissulega vonast eftir enn fleiri þingmönnum miðað við niðurstöður skoðanakannana síðustu daga. „Við fundum fyrir miklum meðbyr. Á ferðalagi okkar um kjördæmið var mikið fjör og fundirnir vel sóttir,“ segir Albertína. „Ég er ofboðslega þakklát öllum þeim sem að studdu okkur í þessari baráttu og sýndu stuðning í verki. Ég er gríðarlega spennt að takast á við þetta nýja verkefni.“ Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. 29. október 2017 08:47 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. „Ég viðurkenni að ég lagði mig milli fjögur og sjö. Ég var inni þegar ég fór að sofa og ennþá inni þegar ég vaknaði. Svo beið maður eftur Norðvestur og Kraganum,“ segir Albertína en hún er uppbótarþingmaður Norðausturkjördæmis. Þeir sem eru í uppbótarsætunum um miðja kosninganótt eiga flestir svefnlitlar nætur og hún var engin undantekning. Albertína Friðbjörg er búsett á Akureyri, en hún er framkvæmdastjóri jarðorkufyrirtækisins Eims, og hefur í hyggju að búa þar áfram eftir að hún hefur tekið sæti. Hún segist ekki enn vera búin að plana neitt hvernig fyrirkomulagið verður, það verði að skýrast. „Ég þorði ekki að gera neitt í gær til að „jinxa“ þetta. Ég er ekki búin að græja neitt en það verður sett á fullt núna. Ég var í ofboðslega áhugaverðu starfi áður en ég kom inn á þing og ég hugsa að sú reynsla muni koma til með að nýtast vel.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar rúmlega tvöfaldast frá því sem áður var, fer úr þremur mönnum í sjö. Um tíma í nótt var flokkurinn með átta menn inni á þingi en þegar yfir lauk voru þeir sjö talsins. Albertína segist ánægð með niðurstöðuna þó hún hafi vissulega vonast eftir enn fleiri þingmönnum miðað við niðurstöður skoðanakannana síðustu daga. „Við fundum fyrir miklum meðbyr. Á ferðalagi okkar um kjördæmið var mikið fjör og fundirnir vel sóttir,“ segir Albertína. „Ég er ofboðslega þakklát öllum þeim sem að studdu okkur í þessari baráttu og sýndu stuðning í verki. Ég er gríðarlega spennt að takast á við þetta nýja verkefni.“
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. 29. október 2017 08:47 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. 29. október 2017 08:47