Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2017 18:45 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. vísir/daníel Landssamband lögreglumanna vinnur að því að hefja formlegt úrsagnarferli úr BSRB. Formaður landssambandsins segir ljóst að þegar ný lög um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna taka gildi í sumar muni lífeyrir þeirra skerðast. Alþingi lögfesti rétt fyrir síðustu jól frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Fjögur fagfélög innan BSRB voru andvíg þessum breytingum þar sem þau töldu lífeyrisréttindi félagsmanna sinna skerðast. Frumvarpið byggði á samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög í september á síðasta ári. Í því samkomulagi er kveðið á um að „réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulaginu“. Þrátt fyrir afar skýrt orðalag samkomulagsins kusu stjórnvöld, og Alþingi, að rjúfa það traust sem bandalög opinberra starfsmanna sýndu þegar fulltrúar þeirra undirrituðu samkomulagið. Traust milli aðila sé lykilforsenda þess að friður ríki á vinnumarkaði og þótti BSRB það miður að Alþingi hafi rofið traustið með því að samþykkja frumvarp sem endurspeglar ekki grundvallaratriði samkomulagsins. Fagfélögin fjögur veittu formanni BSRB ekki heimild til undirritunar samkomulagsins á sínum tíma en ágreiningur var um hvort forystu sambandsins væri heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að bera það undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Landssamband lögreglumanna hefur nú kannað hug félagsmanna sinni og unnið er að því að hefja forlegt úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. „Það er komin fram tillaga til okkar, stjórnar Landssambandsins, frá rúmlega þrjátíu félagsmönnum Landssambandsins um það að hefja slíkt úrsagnarferli og hún verður tekin fyrir á formannaráðsfundi, sem er ígildi aðalfundar núna í byrjun maí. Í tillögunni er lagt upp með það að gerð yrði skýrsla eða úttekt á kostum og göllum þess að vera í BSRB, þannig að í byrjun maí munum við sjá hverjar lyktir þessarar tillögu verða,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri segir að líklegt sé að tillagan verði samþykkt. „Það má eðlilega draga þá ályktun, þetta eru um það bil fimm prósent félagsmanna Landssambandsins sem að skrifa undir þessa tillögu og það má að sjálfsögðu draga þá ályktun að hún gæti hlotið meirihluta atkvæða í það minnsta á þessum formannaráðsfundi,“ segir Snorri. Unnið er að skýrslu sem lögð verður fyrir formannaráð Landssambands lögreglumanna um kosti og galla þess að vera innan BSRB eftir breytingu laganna sem samþykkt voru síðustu jól. Að því loknu verður allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna. Snorri segir það hins vegar ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. „Það kemur hins vegar berlega fram í skýrslu sem Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, sem er undir félaginu hjá BHM og lét vinna fyrir sig að bara við gildistöku laganna að þá muni verða skerðingar á örorkulífeyri, barnalífeyri og makalífeyri. Það er bara eitthvað sem liggur fyrir samkvæmt skýrslu sem þegar hefur verið unnin,“ segir Snorri. Tengdar fréttir BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. 20. desember 2016 12:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Landssamband lögreglumanna vinnur að því að hefja formlegt úrsagnarferli úr BSRB. Formaður landssambandsins segir ljóst að þegar ný lög um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna taka gildi í sumar muni lífeyrir þeirra skerðast. Alþingi lögfesti rétt fyrir síðustu jól frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Fjögur fagfélög innan BSRB voru andvíg þessum breytingum þar sem þau töldu lífeyrisréttindi félagsmanna sinna skerðast. Frumvarpið byggði á samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög í september á síðasta ári. Í því samkomulagi er kveðið á um að „réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulaginu“. Þrátt fyrir afar skýrt orðalag samkomulagsins kusu stjórnvöld, og Alþingi, að rjúfa það traust sem bandalög opinberra starfsmanna sýndu þegar fulltrúar þeirra undirrituðu samkomulagið. Traust milli aðila sé lykilforsenda þess að friður ríki á vinnumarkaði og þótti BSRB það miður að Alþingi hafi rofið traustið með því að samþykkja frumvarp sem endurspeglar ekki grundvallaratriði samkomulagsins. Fagfélögin fjögur veittu formanni BSRB ekki heimild til undirritunar samkomulagsins á sínum tíma en ágreiningur var um hvort forystu sambandsins væri heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að bera það undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Landssamband lögreglumanna hefur nú kannað hug félagsmanna sinni og unnið er að því að hefja forlegt úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. „Það er komin fram tillaga til okkar, stjórnar Landssambandsins, frá rúmlega þrjátíu félagsmönnum Landssambandsins um það að hefja slíkt úrsagnarferli og hún verður tekin fyrir á formannaráðsfundi, sem er ígildi aðalfundar núna í byrjun maí. Í tillögunni er lagt upp með það að gerð yrði skýrsla eða úttekt á kostum og göllum þess að vera í BSRB, þannig að í byrjun maí munum við sjá hverjar lyktir þessarar tillögu verða,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri segir að líklegt sé að tillagan verði samþykkt. „Það má eðlilega draga þá ályktun, þetta eru um það bil fimm prósent félagsmanna Landssambandsins sem að skrifa undir þessa tillögu og það má að sjálfsögðu draga þá ályktun að hún gæti hlotið meirihluta atkvæða í það minnsta á þessum formannaráðsfundi,“ segir Snorri. Unnið er að skýrslu sem lögð verður fyrir formannaráð Landssambands lögreglumanna um kosti og galla þess að vera innan BSRB eftir breytingu laganna sem samþykkt voru síðustu jól. Að því loknu verður allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna. Snorri segir það hins vegar ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. „Það kemur hins vegar berlega fram í skýrslu sem Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, sem er undir félaginu hjá BHM og lét vinna fyrir sig að bara við gildistöku laganna að þá muni verða skerðingar á örorkulífeyri, barnalífeyri og makalífeyri. Það er bara eitthvað sem liggur fyrir samkvæmt skýrslu sem þegar hefur verið unnin,“ segir Snorri.
Tengdar fréttir BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. 20. desember 2016 12:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. 20. desember 2016 12:00