BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2016 12:00 Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. mynd/bsrb Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. Fjögur aðildarfélög bandalagsins hafa boðað úrsögn úr því verði ekki gerðar breytingar á frumvarpinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram í upphafi yfirstandandi þings frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði með nokkrum breytingum frá fyrra frumvarpi um sama mál sem lagt var fram rétt fyrir kosningar. Frumvarpið byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga við aðila vinnumarkaðrins. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB segir frumvarpið í núverandi mynd ekki ganga nógu langt til að bandalagið geti sætt sig við það. „Við höfum ekki séð frumvarpið eftir að það kom úr nefnd. En við höfum þá trú að ekki sé gerðar miklar breytingar á því frá því frumvarpið var lagt fram núna á þessu þingi og við teljum það ekki nægjanlegt,“ segir Elín Björg.Ekki staðið við samkomulag BSRB telji að með frumvarpinu sé ekki staðið við það samkomulag sem gert var síðast liðið haust. Í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að þeir sem eru 60 ára og eldri njóti baktryggingar ári illa hjá lífeyrissjóðunum. „En það er ekki bakábyrgð á réttindum þeirra sem eru yngri en 60 ára. Það er ekki í samræmi við það samkomulag sem við gerðum við okkar viðsemjendur. Bakábyrgðin er eins konar trygging Auðvitað er það þannig með tryggingar að vonandi þarf aldrei til þeirra að koma. En við vitum það ekki og það var samið um að þessi réttindi skyldu halda,“ segir formaður BSRB.Launamunur ekki brúaður Landssamband lögreglumanna, Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna og Tollvarðafélag hafa boðað að þau muni jafnvel segja sig úr BSRB ef frumvarið verði samþykkt óbreytt. Að mati ofangreindra félaga er ekki nægjanlega tryggt í samkomulaginu að launamunur milli opinbera- og einkageirans sé brúaður en það á að gerast á 6 – 10 árum. Einnig sé því mótmælt að lífeyristöku stétta sem hafa sérstöðu varðandi lífeyristöku sé breytt úr 65 árum í 67. Þar sé átt við átt við stórt hlutfall vaktavinnufólks. „Það er auðvitað mjög félagslega erfitt ef aðildarfélög bandalagsins eru ekki sammála langflestum félögunum og það munum við auðvitað vinna innan bandalagsins. En það er auðsitað þeirra að meta hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Hvort það sé innan heildarsamtakanna eða ekki,“ segir Elín Björg Jónsdóttir. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. Fjögur aðildarfélög bandalagsins hafa boðað úrsögn úr því verði ekki gerðar breytingar á frumvarpinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram í upphafi yfirstandandi þings frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði með nokkrum breytingum frá fyrra frumvarpi um sama mál sem lagt var fram rétt fyrir kosningar. Frumvarpið byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga við aðila vinnumarkaðrins. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB segir frumvarpið í núverandi mynd ekki ganga nógu langt til að bandalagið geti sætt sig við það. „Við höfum ekki séð frumvarpið eftir að það kom úr nefnd. En við höfum þá trú að ekki sé gerðar miklar breytingar á því frá því frumvarpið var lagt fram núna á þessu þingi og við teljum það ekki nægjanlegt,“ segir Elín Björg.Ekki staðið við samkomulag BSRB telji að með frumvarpinu sé ekki staðið við það samkomulag sem gert var síðast liðið haust. Í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að þeir sem eru 60 ára og eldri njóti baktryggingar ári illa hjá lífeyrissjóðunum. „En það er ekki bakábyrgð á réttindum þeirra sem eru yngri en 60 ára. Það er ekki í samræmi við það samkomulag sem við gerðum við okkar viðsemjendur. Bakábyrgðin er eins konar trygging Auðvitað er það þannig með tryggingar að vonandi þarf aldrei til þeirra að koma. En við vitum það ekki og það var samið um að þessi réttindi skyldu halda,“ segir formaður BSRB.Launamunur ekki brúaður Landssamband lögreglumanna, Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna og Tollvarðafélag hafa boðað að þau muni jafnvel segja sig úr BSRB ef frumvarið verði samþykkt óbreytt. Að mati ofangreindra félaga er ekki nægjanlega tryggt í samkomulaginu að launamunur milli opinbera- og einkageirans sé brúaður en það á að gerast á 6 – 10 árum. Einnig sé því mótmælt að lífeyristöku stétta sem hafa sérstöðu varðandi lífeyristöku sé breytt úr 65 árum í 67. Þar sé átt við átt við stórt hlutfall vaktavinnufólks. „Það er auðvitað mjög félagslega erfitt ef aðildarfélög bandalagsins eru ekki sammála langflestum félögunum og það munum við auðvitað vinna innan bandalagsins. En það er auðsitað þeirra að meta hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Hvort það sé innan heildarsamtakanna eða ekki,“ segir Elín Björg Jónsdóttir.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira